David McCallum (fæddur David Keith McCallum, 19. september 1933; d. 25. september 2023) var skoskur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í NCIS, The Man from U.N.C.L.E., The Great Escape, The Greatest Story Ever Told og Sapphire & Steel.

David McCallum
David McCallum á athöfninni Hollywood Walk of Fame 2012
David McCallum á athöfninni Hollywood Walk of Fame 2012
Upplýsingar
FæddurDavid Keith McCallum
19. september 1933(1933-09-19)
Ár virkur1957 - 2023
Helstu hlutverk
Dr. Donald Ducky Mallard í NCIS
Illya Kuryakin í The Man from U.N.C.L.E.
Steel í Sapphire & Steel
Lt. Cmdr. Eric Ashley-Pitt í The Great Escape
Judas Iscariot í The Greatest Story Ever Told

Einkalíf

breyta

McCallum fæddist í Glasgow, í Skotlandi. Foreldrar hans voru miklir tónlistarmenn en faðir hans var konsertmeistari hjá Royal Philharmonic hljómsveitinni og London Philharmonic hljómsveitinni. McCallum stundaði nám við Royal Academic of Dramatic Art og gerðist aðsoðarsviðstjóri hjá Glyndebourne óperunni árið 1951. McCallum hefur verið giftur tvisvar sinnum: leikkonunni Jill Ireland 1957 – 1967 og saman eiga þau 3 börn, en hefur verið giftur Katherine Carpenter síðan 1967 og saman eiga þau tvö börn.

Ferill

breyta

Leikhús

breyta

McCallum hefur komið fram í leikritum á borð við: Amadeus, Communicating Doors, The Hunting of the Shark, Comedians, The Lion in Winter og Julius Caesar. Lék hann í Run for Your Wife frá 1987 – 1988 í Ástralíu.

Sjónvarp

breyta

Í Bretlandi þá kom McCallum fram í nokkrum sjónvarpsþáttum og sjónvarpsmyndum áður en hann kom fram á sjónarsviðið í bandaríkjunum. Kom hann fram í sjónvarpsþáttum á borð við The Outer Limits og Perry Mason áður en honum var boðið hlutverk í bandaríska sjónvarpsþættinum The Man from U.N.C.L.E. sem hinn dularfulli rússneski fulltrúi Illya Kuryakin árið 1964. Persóna McCallum varð mjög vinsæl í bandaríkjunum en þátturinn var sýndur á þeim tíma sem kalda stríðið var í gangi. Fékk hann ógrynni af aðdáendabréfum og var almennt kallaður hinn ljóshærði Bítill og myndaðist oft sannkallað bítlaæði í kringum hann. McCallum fékk tvær tilnefningar til Emmy verðlauna fyrir hlutverk sitt og lék hann í þættinum 1964 – 1968. Endurtók hann hlutverkið í sjónvarpsmyndinni The Return of the Man from U.N.C.L.E.: The Fifteen Years Later Affair frá 1983.

McCallum kom einnig fram í bresku sjónvarpsþáttunum Colditz 1972 – 1974 og Sapphire & Steel frá 1979-1982. Kom hann fram sem gestaleikari í þáttum á borð við: The A-Team, Matlock, Babylon 5 og Sex and the City. McCallum hefur síðan 2003 leikið réttarlæknirinn Donald Ducky Mallard í sjónvarpsþættinum NCIS.

Kvikmyndir

breyta

McCallum byrjaði ferilinn sem aukaleikari í breskum kvikmyndum á seinni hluta sjötta áratugarins og fyrsta hlutverk hans var í Whom the Gods Love, Die Young[1]. Lék hann síðan í myndum á borð við Violent Playground, Robbery Under Arms og A Night to Remeber. Fyrst hluverk hans í bandarískri kvikmynd var í Freud the Secret Passion árið 1962 sem var leikstýrt af John Huston [2]. Síðan lék hann í Billy Budd eftir Peter Ustinov. McCallum lék í The Great Escape á móti Steve McQueen, James Garner og Richard Attenborough. Einnig lék hann í The Greatest Story Ever Told frá 1965 eftir George Stevens á móti Max Von Sydow og Charlton Heston. Hefur McCallum síðan þá kom í nokkrum kvikmyndum á borð við King Solomon´s Treasure, Hear My Song og Cherry.

Tónlist

breyta

Á sjöunda áratugnum þá gaf McCallum út fjórar plötur með Capitol Records með framleiðandanum David Axelrod: Music...A Part of Me (1966), Music...A Bit More of Me (1966), Music...It's Happening Now (1967) og McCallum (1968). Þekktast lagið hans er Eagle sem Dr.Dre notar síðan sjálfur í The Next Episode. McCallum söng ekki inn á þessar plötur heldur notaði hann blöndu af óbói, frönsku horni og strengjum með gítar og trommum.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1957 III Met by Moonlight Sjóliði á skipi óskráður á lista
1957 The Secret Place Mike Wilson
1957 These Dangerous Years ónefnt hlutverk
1957 Hell Drivers Jimmy Yately
1957 Robbery Under Arms Jim Marston
1958 Violent Playground Johnnie Murphy
1958 A Night to Remember Bad Ass Dude Harold Bride
1961 Karolina Rijecka ónefnt hlutverk
1961 Jungle Street Terry Collins
1961 The Long and the Short and the Tall Pvt. Sammy Whitaker
1962 Billy Budd Steven Wyat, Gunnery Officer
1962 Freud Carl von Schlossen
1963 The Great Escape Lt. Cmdr. Eric Ashley-Pitt
1965 The Greatest Story Ever Told Judas Iscariot
1966 One Spy Too Many Illya Kuryakin
1966 Around the World Under the Sea Dr. Philip Volker
1967 Three Bites of the Apple Stanley Thrumm
1968 Sol Madrid Sol Madrid
1969 Mosquito Squadron Quint Munroe
1969 La cattura Sergeant Stephen Holmann
1976 Dogs Harlan Thompson
1976 The Kingfisher Caper Benedict
1979 King Solomon´s Treasure Sir Henry Curtis
1980 The Watcher in the Woods Paul Curtis
1985 Terminal Choice Dr. Giles Dodson
1990 The Haunting of Morella Gideon
1991 Hear My Song Jim Abbott
1993 Fatal Inheritance Brandon Murphy
1993 Dirty Weekend Reggie
1994 Healer The Jackal
1999 The Titanic Chronicles Kynnir
1999 Cherry Mammy
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1958-1959 Our Mutual Friend Eugene Wrayburn 10 þættir
1959 The Eustace Diamonds Frank Greystock 6 þættir
1959 BBC Sunday-Night Theatre Hugo Þáttur: Crime Passionnel
1959 Antigone Haemon Sjónvarpsmynd
1960 Knight Errant Limited ónefnt hlutverk Þáttur: The Silent Heart
1960 Emma Frank Churchill 5 þættir
1960 BBC Sunday-Night Play Nicky Lancaster Þáttur: Twentieth Century Theatre: The Vortex
1959-1960 Armchair Theatre Kynnir 2 þættir
1956-1960 ITV Television Playhouse Fulltrúi 3 þættir
1960 Juke Box Jury ónefnt hlutverk Þáttur 10. Desember 1960
1959-1961 ITV Play of the Week Henry Antrobus 3 þættir
1961 Sir Francis Drake Lord Oakeshott Þáttur: The English Dragon
1962 Wuthering Heights Edgar Sjónvarpsmynd
1964 The Travels of Jaimie McPheeters Prophet Þáttur: The Day of the Search
1964 Perry Mason Phillipe Bertain Þáttur: The Case of the Fifty Millionth Frenchman
1964 The Great Adventure Capt. Hanning 2 þættir
1963-1964 The Outer Limits Gwyllim Griffiths 2 þættir
1964 The Unknown Tone Hobart Sjónvarpsmynd
1964 Profiles in Courage John Adams Þáttur: John Adams
1966 Please Don´t Eat the Daisies Illya Kuryakin Þáttur: Say UNCLE
1964-1968 The Man from U.N.C.L.E. Illya Kuryakin 102 þættir
1969 Teacher, Teacher Hamilton Cade Sjónvarpsmynd
1969 Hallmark Hall of Fame Hamilton Cade 2 þættir
1970 Hauser´s Memory Hillel Mondoro Sjónvarpsmynd
1971 Night Gallery Dr. Joel Winter Þáttur: The Phantom Farmhouse/Silent Snow, Secret Snow
1971 The Man and the City ónefnt hlutverk Þáttur: Pipe Me a Loving Time
1972 Norman Corwin Presents ónefnt hlutverk 2 þættir
1972 She Waits Mark Wilson Sjónvarpsmynd
1972 Marcus Welby, M.D. Brian Kenny Þáttur: Just a Little Courage
1973 Screaming Skull ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
1973 The Six Million Dollar Man: Wine, Women and War Alexi Kaslov Sjónvarpsmynd
1973 Frankenstein: The True Story Dr. Henry Clerval Sjónvarpsmynd
1972-1974 Colditz Flt. Lt. Simon Carter 26 þættir
1975-1976 The Invisible Man Dr. Daniel Westin 13 þættir
1976 Bert D´Angelo/Superstar Cobb Þáttur: A Noise in the Streets
1978 Kidnapped Alan Breck Stewart Mínisería – ónefndir þættir
1982 Strike Force William Hadley Þáttur: Ice
1979-1982 Sapphie & Steel Steel 34 þættir
1983 Hart to Hart Geoffrey Atterton Þáttur: Hunted Harts
1983 The Return of the Man from U.N.C.L.E.: The Fifteen Years Later Affair Illya Kuryakin Sjónvarpsmynd
1983 As the World Turns Maurice Vermeil ónefndir þættir
1984 The Master Castile Þáttur: Hostages
1985 Those Golden Years ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
1985 Hammer House of Mystery and Suspense Frank Lane Þáttur: The Corvini Inheritance
1985 Behind Enemy Lines Lt. Col. Shelley Flynn Sjónvarpsmynd
1986 Az aranyifjú ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
1986 The A-Team Ivan Þáttur: The Say U.N.C.L.E. Affair
1987 Matlock Phil Dudley Þáttur: The Billionaire
1988 Freedom Fighter Sergeant Kemper Sjónvarpsmynd
1988 Alfred Hitchcock Presents Lieutenant Cavanaugh Þáttur: Murder Party
1988 Monsters Boyle Þáttur: The Feverman
1989 Mother Love Sir Alexander ´Alex´ Vesey ónefndir þættir
1989 The Return of Sam McCloud Inspector Craig Sjónvarpsmynd
1990 Father Dowling Mysteries Sir Robert Þáttur: The Royal Mystery
1989-1990 Murder, She Wrote Cyril Grantham 2 þættir
1990 Lucky Chances Bernard Dimes Mínisería
1990 Boon Simon Bradleigh Þáttur: The Belles of St. Godwalds
1991 Cluedo Prof. Plum Þáttur: The Bolivian Connection
1991 The Man Who Livet at the Ritz Charlie Ritz Sjónvarpsmynd
1991-1992 Trainer John Grey 23 þættir
1993 SeaQuest DSV Frank Cobb Þáttur: SeaWest
1994 Shattered Image Ben Sjónvarpsmynd
1994 Babylon 5 Dr. Vance Hendricks Þáttur: Infection
1994 Heartbeat Cooper Þáttur: Arms and the Man
1996 Mr. & Mrs. Smith Ian Felton Þáttur: The Impossible Mission Episode
1995-1997 VR.5 Doctor Joseph Bloom 7 þættir
1997 Law & Order Craig Holland Þáttur: Past Imperfect
1997 The Outer Limits Joshua Hayward Þáttur: Feasibility Study
1997 Death Game Malius Sjónvarpsmynd
1998 March in Windy City Daniel Paterson / Dimitri Petrovsky Sjónvarpsmynd
1998 Three Donald Scobie Þáttur: Hope
1998 Coming Home Billy Fawcett Sjónvarpsmynd
1997-1998 Team Knight Rider Mobius 5 þættir
1999 Sex and the City Duncan Þáttur: Shortcomings
2000 Deadline Harry Hobbs Þáttur: Lovers and Madmen
2001-2002 The Education of Max Bickford Walter Thornhill 9 þættir
2002 Jeremiah Clarence Þáttur: Things Left Unsaid: Part 1
2003 JAG Dr. Donald Mallard 2 þættir
2009 Batman: The Brave and the Bold Merlin Þáttur: Day of the Dark Knight!
Talaði inn á
2006-2009 The Replacements C.A.R. 67 þættir
2008-2010 Ben: 10 Alien Force Paradox 4 þættir
Talaði inn á
2010-2011 Ben 10: Ultimate Alien Paradox 3 þættir
Talaði inn á
2003-til dags NCIS Dr. Donald Mallard 186 þættir


Leikhús

breyta
  • Samuel Beckett Theatre: Bert Challenor í Comedians
  • Manhattan Theatre Club Stage II: Time and Again
  • Variety Arts Theatre: Harold Palmer í Communicating Doors
  • Primary Stages: Nasty Little Secrets
  • Union Square Theatre: Pastor Manners í Ghosts
  • Stage 73: Philipp í The Philanthropist
  • Music Box Theatre (1999-2000): Joseph II í Amadeus
  • Eugene O´Neill Theatre (1976-1977): California Suite
  • Booth Theatre (1968): Julian í The Flip Side

Verðlaun og tilnefningar

breyta

Drama Desk-verðlaunin

  • 1984: Tilnefndur sem besti leikari fyrir The Philanthropist.

Emmy-verðlaunin

Golden Globe-verðlaunin

Laurel-verðlaunin

  • 1966: Golden Laurel verðlaunin sem besta nýja karlandlitið

Tilvísanir

breyta
  1. „David McCallum, Actor - Interview“. dangerousink.co.uk.[óvirkur tengill]
  2. „David McCallum Biography“. Fandango (ticket service). Afrit af upprunalegu geymt þann 13. ágúst 2009. Sótt 28. apríl 2011.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta