Petteri Orpo

47. forsætisráðherra Finnlands

Antti Petteri Orpo (f. 3. nóvember 1969) er finnskur stjórnmálamaður sem er núverandi forsætisráðherra Finnlands. Hann hefur verið formaður finnska Samstöðuflokksins frá árinu 2016 og forsætisráðherra frá árinu 2023.

Petteri Orpo
Petteri Orpo árið 2023.
Forsætisráðherra Finnlands
Núverandi
Tók við embætti
20. júní 2023
ForsetiSauli Niinistö
Alexander Stubb
ForveriSanna Marin
Persónulegar upplýsingar
Fæddur3. nóvember 1969 (1969-11-03) (54 ára)
Köyliö, Finnlandi
ÞjóðerniFinnskur
StjórnmálaflokkurSamstöðuflokkurinn
MakiNiina Kanniainen-Orpo
Börn2
HáskóliHáskólinn í Turku

Æviágrip breyta

Orpo hefur setið á finnska þinginu frá árinu 2007 og var fjármálaráðherra Finnlands frá 2016 til 2019 í ríkisstjórn Juha Sipilä. Frá júní 2017 var hann jafnframt staðgengill forsætisráðherrans.[1] Hann var áður innanríkisráðherra Finnlands frá árinu 2015 og landbúnaðar- og skógræktarráðherra frá 2014 til 2015.[2]

Orpo tók lögmannspróf árið 2002 og vann frá 2002 til 2003 sem samningamaður fyrir innanríkisráðherra Finnlands.[3]

Í kosningum á finnska þingið árið 2011 náði Orpo endurkjöri með 11.018 atkvæðum í kjördæmi Suðvestur-Finnlands.[4] Í nóvember 2012 tók hann við af Jan Vapaavuori sem þingflokksformaður Samstöðuflokksins.[5]

Þann 20. júní 2023 tók Orpo við af Sönnu Marin sem forsætisráðherra Finnlands eftir að Samstöðuflokkurinn vann sigur í þingkosningum fyrr á árinu.[6]

Stjórnmálaskoðanir breyta

Skoðanir Petteri Orpo í stjórnmálum eru yfirleitt taldar vera í anda borgaralegrar mið-hægristefnu. Samstöðuflokkurinn, sem hann leiðir, telur sig hófsaman íhaldsflokk sem styður efnahagsfrjálslyndi og einstaklingsfrelsi. Orpo hefur talað fyrir aðhaldi í ríkisútgjöldum, einföldun stjórnsýslunnar og umbótum í þágu viðskipta. Í kosningunum 2023 lagði hann áherslu að stefna skyldi að því að draga úr ríkisskuldum. Hann hefur lýst yfir áhyggjum af því að of skyndileg skipti yfir í endurnýjanlega orku kunni að leiða til hærra orkuverðs fyrir neytendur.

Orpo styður aðild Finnlands að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu og harðari línu á móti Rússlandi. Orpo hefur einnig lýst yfir áhyggjum af komu innflytjenda til Finnlands og hefur krafist strangara landamæraeftirlits og brottflutninga hælisleitenda sem ekki fá dvalarleyfi.

Tilvísanir breyta

  1. Valtioneuvosto.fi Geymt 9 júní 2017 í Wayback Machine Skoðað 25. júní 2023.
  2. Samlingspartiets ministrar är klara, litar på gamla namn. Svenska YLE 27. maí 2015. Skoðað 25. júní 2023.
  3. Petteri Orpo. Riksdagsmatrikel.
  4. Egentliga Finland - Invalda. Riksdagsvalet 2011. YLE. Läst 18 november 2012.
  5. Saml har valt ny ordförande för riksdagsgruppen. Vasabladet 13. nóvember 2012. Skoðað 25. júní 2023.
  6. Clason, Sofia (2. apríl 2023). „Petteri Orpos succé – vinner valet i Finland“. www.expressen.se (sænska). Sótt 20. júní 2023.


Fyrirrennari:
Sanna Marin
Forsætisráðherra Finnlands
(20. júní 2023 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti