Matteo Messina Denaro
Matteo Messina Denaro (f. 26. apríl 1962 , d. 25. september 2023) var ítalskur mafíósi. Hann var um árabil eftirlýstasti maður Ítaliu og sjötti eftirlýstasti maður heims. Hann fór fyrir mafíunni frá Trapaní sem er mikilvægasta og stærsta mafían á Sikiley utan Palermó.
Talið er með vissu að hann hafi persónulega myrt yfir 50 manns sem átti þátt í því að veita honum virðingu innan glæpahópsins.
Messina Denaro tók forystusess fjölskyldu sinnar eftir andlát föður síns 1998 og forystusess alls Trapaní eftir handtöku Vincenzo Virga 2001.
Hann tók stöðu samsíða Toto Riina í hinu svonefna síðara mafíustríði þó hans fjölskylda stæði að mestu utan við það.
- 1991 tók Messina Denaro af lífi Nicola Consales, hóteleigenda í Triscina, fyrir að hafa atyrt starfsmann sinn, hina austurísku Andrea Hassner, og kærustu Denaro.
- Í júlí 1992 tók Messina Denaro af lífi Vincenzo Milazzo minni glæpaforingja sem ekki líkaði strengjabrúðuhlutverkið; örfáum dögum síðar ennfremur ólétta ástkonu hans að nafni Antonella Bonomo. Lík þeirra tveggja voru síðan grafin utan þéttbýlis við Castellammare del Golfo
- 14 september 1992 tók Messina Denaro þátt í morðtilraun, sem ekki tókst, gegn lögreglumanninum Calogero Germanà í Mazara del Vallo.
- Í nóvember 1993 var Messina Denaro einn af þeim sem stóðu á bak við mannrán þar sem rænt var 11 ára Giuseppe Di Matteo í þeim tilgangi að halda aftur að bersögli föður hans sem gerst hafði handgenginn lögreglu. Að lokum eftir 779 daga í lokaðri vist var G. Di Matteo kyrktur til dauða og líki hans eytt með sýru.
- 1994 stóð Messina Denaro á bak við morðtilraun sem ekki tókst og var beint gegn Totuccio Contorno sem gerst hafði handgenginn lögreglu. Sprengju úr dínamíti var komið fyrir í göturæsi við stræti þar sem Contorno fór um reglulega. Sprengjan var uppgötvuð af lögreglu eftir hringingu frá almennum borgara sem tilkynnti grunsamlegar mannaferðir.
Handtaka
breytaMessina Denaro var handtekinn af ítölsku öryggislögreglunni þann 16. janúar árið 2023 á einkarekinni heilbrigðisstöð í Palermo á Sikiley, þar sem hann undirgekkst krabbameinsmeðferð. Hann hafði þá verið á flótta í þrjátíu ár.[1] Hafði hann þá um árabil notast við nafn og kennitölu frænda klíkufélaga síns sem var áþekkur að hæð og aldri og notaði gleraugu.
Andlát
breytaMessina Denaro lést á sjúkrahúsi þann 25. september 2023, um átta mánuðum eftir handtöku hans.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ Atli Ísleifsson (16. janúar 2023). „Alræmdur mafíósi handtekinn eftir þrjátíu ár á flótta“. Vísir. Sótt 16. janúar 2023.
- ↑ „Mafíuforinginn Matteo Denaro er látinn“. mbl.is. 25. september 2023. Sótt 25. september 2023.