27. apríl
dagsetning
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | ||||
2024 Allir dagar |
27. apríl er 117. dagur ársins (118. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 248 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1124 - Davíð 1. drap Alexander 1. og gerðist Skotakonungur.
- 1241 - Mongólar sigruðu Bela 4. af Ungverjalandi í orrustunni við Sajo. Landið var lagt meira og minna í auðn.
- 1296 - Orrustan við Dunbar: Játvarður 1. vann sigur á her Skota.
- 1423 - Bæheimsku styrjaldirnar: Taborítar unnu úrslitasigur á útrakistum í orrustunni við Horic.
- 1509 - Júlíus 2. páfi setti Feneyjar í bann þar sem Feneyingar höfðu hafnað því að láta hluta Romagna-héraðs í hendur páfastóls.
- 1521 - Orrustan um Mactan: Ferdinand Magellan var drepinn í átökum við höfðingjann Lapu-Lapu á Filippseyjum.
- 1646 - Enska borgarastyrjöldin: Karl 1. Englandskonungur flúði frá Oxford.
- 1650 - Orrustan við Carbisdale: Her konungssinna gerði innrás í Skotland frá Orkneyjum en var sigraður af her Sáttmálamanna.
- 1682 - Pétur mikli var krýndur Rússakeisari tíu ára gamall, ásamt hálfbróður sínum Ívan.
- 1830 - Simón Bolívar sagði af sér sem forseti Bólivíu.
- 1858 - Póstskipið Victor Emanuel, sem síðar var nefnt Arcturus, kom í fyrstu áætlunarferð sína frá Kaupmannahöfn. Meðal farþega var Konrad Maurer, þýskur prófessor, sem skrifaði bók um för sína.
- 1908 - Sumarólympíuleikar voru settir í London.
- 1915 - Gullfoss sigldi frá Reykjavík til New York og kom til baka mánuði síðar. Þetta var fyrsta ferð skips með íslenskri áhöfn á milli Íslands og Ameríku frá því á dögum Leifs heppna.
- 1944 - Bestu hátíðarljóð fyrir lýðveldishátíðina þann 17. júní voru valin „Land míns föður“ eftir Jóhannes úr Kötlum og „Hver á sér fegra föðurland“ eftir Unni Benediktsdóttur Bjarklind sem kallaði sig Huldu.
- 1960 - Tógó fékk sjálfstæði frá Frakklandi.
- 1961 - Síerra Leóne fékk sjálfstæði frá Bretum.
- 1972 - Hútar í her Búrúndí hófu uppreisn. Stjórnin brást við með því að drepa tugi þúsunda Húta næstu daga.
- 1977 - Önnur goshrina Kröfluelda hófst og stóð í þrjá daga.
- 1978 - Daoud Khan, forseti Afganistan, var myrtur í valdaráni hersins. Afganska borgarastyrjöldin hófst í kjölfarið.
- 1992 - Stuttmyndadagar í Reykjavík voru haldnir í fyrsta skipti á Hótel Borg.
- 1993 - Allir liðsmenn karlalandsliðs Sambíu í knattspyrnu fórust þegar flugvél þeirra hrapaði við Libreville í Gabon á leið til Dakar.
- 2001 - 17 létust þegar herlögregla skaut á mótmælendur í Kabylie í Alsír.
- 2005 - Airbus A380, stærsta farþegaþota heims til þessa, fór í sitt fyrsta reynsluflug frá Toulouse í Frakklandi.
- 2007 - Hópur vísindamanna í Genf undir stjórn Stéphane Udry uppgötvaði lífvænlegu plánetuna Gliese 581d.
- 2010 - Standard & Poor's færði lánshæfismat Grikklands niður í ruslflokk 4 dögum eftir virkjun 45 milljarða evra björgunarpakka frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
- 2011 - Landamæradeilur Taílands og Kambódíu: Til skotbardaga kom við kmerahofið Prasat Ta Muen Thom.
- 2013 - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi. Framsóknarflokkurinn vann stórsigur og bætti við sig 10 þingmönnum.
- 2014 - Páfarnir Jóhannes 23. og Jóhannes Páll 2. voru teknir í dýrlinga tölu.
- 2018 - Kim Jong-un fór yfir hlutlausa beltið og til Suður-Kóreu til fundar við Moon Jae-in. Þetta var í fyrsta sinn sem norðurkóreskur leiðtogi fór yfir beltið.
- 2018 - Leikjakerfið Nintendo Labo var sett á markað.
Fædd
breyta- 1650 - Charlotte Amalie af Hessen-Kassel, Danadrottning (d. 1714).
- 1759 - Mary Wollstonecraft, enskur rithöfundur og baráttukona (d. 1797).
- 1791 - Samuel Morse, bandarískur uppfinningamaður (d. 1872).
- 1820 - Herbert Spencer, enskur félagsfræðingur og heimspekingur (d. 1903).
- 1822 - Ulysses S. Grant, 18. forseti Bandarikjanna (d. 1885).
- 1873 - Jón Stefánsson (Filippseyjakappi), íslenskur hermaður (d. 1932).
- 1896 - Wallace Carothers, bandarískur efnafræðingur (d. 1937).
- 1932 - Anouk Aimee, frönsk leikkona.
- 1932 - Casey Kasem, bandarískur útvarpsmaður (d. 2014).
- 1949 - Hiroji Imamura, japanskur knattspyrnumaður.
- 1950 - Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri.
- 1955 - Katsuyuki Kawachi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1967 - Vilhjálmur Alexander Hollandskonungur.
- 1971 - Małgorzata Kożuchowska, pólsk leikkona.
- 1975 - Sigþór Júlíusson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1984 - Hannes Þór Halldórsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1985 - Dóra Stefánsdóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 1986 - Dinara Safina, rússnesk tennisleikkona.
Dáin
breyta- 1404 - Filippus 2. hertogi af Búrgund (f. 1342).
- 1521 - Ferdinand Magellan, portúgalskur landkönnuður (f. 1480).
- 1605 - Leó 11. páfi.
- 1641 - Wilhelm von Rath, þýskur hermaður (f. um 1585).
- 1702 - Jean Bart, franskur flotaforingi (f. 1651).
- 1714 - Charlotte Amalie af Hessen-Kassel, Danadrottning (f. 1650).
- 1796 - Jón Arnórsson yngri, íslenskur sýslumaður (f. 1740).
- 1882 - Ralph Waldo Emerson, bandarískur heimspekingur (f. 1803).
- 1937 - Antonio Gramsci, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1891).
- 1959 - Andrew Fire, bandarískur líffræðingur.
- 1964 - Ólafur Túbals, íslenskur myndlistarmaður (f. 1897).
- 1972 - Jóhannes úr Kötlum, íslenskt skáld (f. 1899).
- 1972 - Kwame Nkrumah, fyrsti forseti Gana (f. 1909).
- 1991 - Rob-Vel, franskur teiknimyndasagnahöfundur (f. 1909).
- 2004 - Jónas Svafár, íslenskt skáld (f. 1925).
- 2009 - Tomohiko Ikoma, japanskur knattspyrnumaður (f. 1932).