18. desember
dagsetning
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2024 Allir dagar |
18. desember er 352. dagur ársins (353. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 13 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1271 - Júanveldið (元 yuán) hófst formlega í Kína þegar Kúblaí Kan kaus stjórn sinni það nafn.
- 1290 - Birgir Magnússon varð konungur Svíþjóðar.
- 1352 - Innósentíus 6. (Étienne Aubert) varð páfi.
- 1534 - Greifastríðið: Johan Rantzau gerði áhlaupið á Álaborg þar sem 2000 manns létu lífið.
- 1836 - Bærinn á Norðureyri við Súgandafjörð brotnaði í spón og fórust 6 manns í snjóflóði. Talið er að þessi bær hafi orðið fyrir fleiri snjóflóðum en nokkur annar á Íslandi.
- 1897 - Leikfélag Reykjavíkur sýndi sína fyrstu leiksýningu en það var stofnað fyrr þetta ár.
- 1939 - Í bifreiðaskála Steindórs í Reykjavík fór fram fyrsti flutningur óratoríu á Íslandi og var það Sköpunin eftir Haydn.
- 1949 - Laugarneskirkja í Reykjavík var vígð.
- 1970 - Evrópska flugfélagið Airbus var stofnað.
- 1970 - Skilnaður varð löglegur á Ítalíu eftir að ný lög gengu í gildi.
- 1971 - Stærsta vatnsaflsvirkjun heims á þeim tíma, í Krasnojarsk í Sovétríkjunum, hóf starfsemi.
- 1972 - Bandaríkin hófu loftárásir á Norður-Víetnam sem voru kallaðar Jólasprengjuárásirnar.
- 1973 - Stjörnubíó brann er eldur kom upp skömmu eftir að sýningu lauk. Bíóið brann á tveimur klukkustundum.
- 1974 - Hitaveita Suðurnesja var stofnuð af sveitarfélögum á Suðurnesjum og íslenska ríkinu.
- 1979 - Tvö flugslys urðu með 4 klukkustunda millibili á Mosfellsheiði. Fyrst fórst einkaflugvél og svo björgunarþyrla og lentu þannig nokkrir í tveimur flugslysum sama daginn.
- 1982 - Í Ríkisútvarpinu voru lesnar auglýsingar samfellt í sjö klukkustundir og var það met.
- 1982 - Kvikmyndin Með allt á hreinu eftir Stuðmenn í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar var frumsýnd.
- 1987 - Tölvuleikurinn Final Fantasy kom út í Japan.
- 1987 - Larry Wall bjó til forritunarmálið Perl.
- 1992 - Kim Young-sam var kjörinn forseti Suður-Kóreu.
- 1998 - Gos hófst í Grímsvötunum og var það í fyrsta skipti sem vísindamenn gátu fylgst með eldgosi undir stórum jökli.
- 1999 - NASA sendi gervihnöttinn Terra á loft með fimm fjarskynjunartækjum (ASTER, CERES, MODIS og MISR) til að vakta ástand jarðar.
- 2001 - Samkeppniseftirlitið framkvæmdi húsleit hjá olíufélögunum fjórum: Ker hf. (áður Olíufélagið hf.), Olíuverzlun Íslands hf., Skeljungur hf. og Bensínorkan ehf. sem leiddi að dómsmáli um samráð olíufélaganna.
- 2005 - Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels var fluttur á sjúkrahús eftir heilablóðfall.
- 2005 - Önnur borgarastyrjöldin í Tjad hófst.
- 2007 - Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti stöðvun dauðarefsinga með 104 atkvæðum gegn 54. 29 sátu hjá.
- 2008 - Óeirðir brutust út í Rosengård í Malmö þegar húsnæði sem notað hafði verið undir mosku var lokað.
- 2008 - Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn fyrir Rúanda dæmdi Théoneste Bagosora og tvo aðra herforingja í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð.
- 2010 - Arabíska vorið: Mótmæli hófust í Túnis í kjölfar sjálfsmorðstilraunar götusalans Mohamed Bouazizi.
- 2020 - Mörg hús eyðilögðust þegar skriður féllu á Seyðisfjörð eftir miklar rigningar.
- 2020 - Alþingi samþykkti ný lög um fæðingar- og foreldraorlof. Í nýju lögunum var orlofið lengt úr tíu mánuðum í tólf mánuði.
- 2023 - Öflugt eldgos hófst við Sundhnúksgíga.
Fædd
breyta- 1392 - Jóhann 8. Palaíológos, Býsanskeisari (d. 1448).
- 1661 - Christopher Polhem, sænskur uppfinningamaður (d. 1751).
- 1709 - Elísabet Rússakeisaraynja (d. 1762).
- 1724 - Lovísa af Bretlandi, kona Friðriks 5. Danakonungs (d. 1751).
- 1823 - Þóra Melsteð, stofnandi og fyrsti skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík (d. 1919).
- 1863 - Frans Ferdinand erkihertogi (d. 1914).
- 1878 - Jósef Stalín, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins (d. 1953).
- 1913 - Willy Brandt, kanslari Þýskalands (d. 1992).
- 1946 - Steven Spielberg, bandarískur leikstjóri.
- 1949 - Gísli Óskarsson, íslenskur líffræðingur.
- 1952 - Vilhjálmur Egilsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1963 - Brad Pitt, bandarískur leikari.
- 1968 - Casper Van Dien, bandarískur leikari.
- 1971 - Andie Sophia Fontaine, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1978 - Katie Holmes, bandarísk leikkona.
- 1980 - Christina Aguilera, bandarísk söngkona.
- 1985 - Hana Soukupová, tékknesk fyrirsæta.
Dáin
breyta- 1271 - Heilög Margrét af Ungverjalandi (f. 1242).
- 1290 - Magnús hlöðulás, Svíakonungur (f. um 1240).
- 1610 - Michelangelo Merisi da Caravaggio, ítalskur listmálari (f. 1571).
- 1682 - Guðríður Símonardóttir (Tyrkja-Gudda), prestfrú (f. um 1598).
- 1737 - Antonio Stradivari, ítalskur fiðlusmiður (f. 1644).
- 1848 - Bernard Bolzano, tékkneskur stærðfræðingur (f. 1781).
- 1978 - Harold Lasswell, bandarískur stjórnmálafræðingur (f. 1902).
- 1997 - Chris Farley, bandarískur leikari (f. 1964).
- 2000 - Kirsty MacColl, bresk söngkona og lagahöfundur (f. 1959).
- 2011 - Václav Havel, tékkneskur rithöfundur, forseti Tékkóslóvakíu og síðar Tékklands (f. 1936).
Hátíðis- og tyllidagar
breyta- Samkvæmt kvæði Jóhannesar úr Kötlum, „Jólin koma“ kemur jólasveinninn Hurðaskellir til byggða þennan dag.