1967
ár
(Endurbeint frá Júní 1967)
Árið 1967 (MCMLXVII í rómverskum tölum) var 67. ár 20. aldar og almennt ár sem hófst á sunnudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 1. janúar - Í Kanada hófust hátíðahöld vegna 100 ára afmælis sambandsríkisins.
- 2. janúar - Ronald Reagan tók við embætti ríkisstjóra í Kaliforníu.
- 5. janúar - Síðasta kvikmynd Charlie Chaplin, Greifynjan frá Hong Kong, var frumsýnd í London.
- 5. janúar - Menningarbyltingin í Kína: Sjanghækommúnan var stofnuð.
- 8. janúar - Víetnamstríðið: Cedar Falls-aðgerðin, stærsta aðgerð Bandaríkjahers á jörðu niðri, hófst.
- 13. janúar - Étienne Eyadema leiddi herforingjabyltingu í Tógó.
- 14. janúar - Útihátíðin Human Be-In átti sér stað í Golden Gate Park í San Francisco þar sem Timothy Leary mælti hin frægu orð „Turn on, tune in, drop out“.
- 15. janúar - Gífurlegt hrun varð úr Innstahaus, nyrst við Steinsholtsjökul, sem er skriðjökull norður úr Eyjafjallajökli.
- 18. janúar - Albert DeSalvo var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir nauðganir og rán, en deilt er um hvort hann hafi verið raðmorðinginn sem var kallaður Boston-kyrkjarinn.
- 23. janúar - Í München hófust réttarhöld yfir Wilhelm Harster sem var yfirmaður leynilögreglu nasista í Hollandi í síðari heimsstyrjöld.
- 23. janúar - Bærinn Milton Keynes var stofnaður á Englandi.
- 26. janúar - Breska þingið ákvað að þjóðnýta 90% af breska stáliðnaðinum.
- 26. janúar - 58 cm af snjó féllu í Chicago-hríðinni 1967 sem var met.
- 27. janúar - Þrír bandarískir geimfarar fórust þegar kviknaði í Apollo-geimflaug á lendingarpalli við æfingar.
- 27. janúar - Bandaríkin, Sovétríkin og Bretland undirrituðu Útgeimssamninginn um bann við gjöreyðingarvopnum í geimnum.
Febrúar
breyta- 3. febrúar - Síðasta aftakan með hengingu átti sér stað í Ástralíu, þegar Ronald Ryan var hengdur fyrir morð á fangaverði.
- 5. febrúar - Herforinginn Anastasio Somoza Debayle varð forseti Níkaragva.
- 5. febrúar - NASA sendi geimkönnunarfarið Lunar Orbiter 3 á loft.
- 6. febrúar - Forsætisráðherra Sovétríkjanna, Alexej Kosygin, kom í átta daga opinbera heimsókn til Bretlands.
- 7. febrúar - Yfir 60 fórust og 2500 ferkílómetrar lands eyðilögðust í kjarreldum á Tasmaníu.
- 7. febrúar - Stjórn Alþýðulýðveldisins Kína tilkynnti að hún gæti ekki lengur ábyrgst öryggi starfsfólks sovéska sendiráðsins í Beijing vegna mótmæla.
- 8. febrúar - Sænska orrustuþotan Saab 37 Viggen flaug jómfrúarflug sitt.
- 11. febrúar - Rannsóknarstofnunin British Antarctic Survey kortlagði í fyrsta sinn Burgess-ísdrögin á Suðurskautslandinu.
- 13. febrúar - Bandarískir rannsakendur uppgötvuðu Madrídarhandrit Leonardo da Vinci í Landsbókasafni Spánar.
- 18. febrúar - Héraðssaksóknari í New Orleans, Jim Garrison, lýsti því yfir að hann hygðist leysa gátuna um morðið á Kennedy.
- 22. febrúar - Suharto tók við völdum í Indónesíu.
- 22. febrúar - Donald Sangster varð forsætisráðherra Jamaíku.
- 23. febrúar - 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar var samþykktur.
- 23. febrúar - Trínidad og Tóbagó varð fyrsta samveldislandið sem gerðist aðili að Samtökum Ameríkuríkja.
- 24. febrúar - Sovétríkin bönnðu leppríkjum sínum að eiga í stjórnmálasambandi við Vestur-Þýskaland.
- 25. febrúar - Stjórn Alþýðulýðveldisins Kína fyrirskipaði hernum að taka þátt í vorsáningunni.
Mars
breyta- 1. mars - Austurríski fangabúðastjórinn Franz Stangl var handtekinn í Brasilíu.
- 1. mars - Tónlistarhúsið Queen Elizabeth Hall var opnað á South Bank í London.
- 1. mars - Óscar Gestido tók við embætti forseta Úrúgvæ.
- 4. mars - Fyrsta Norðursjávargasleiðslan var tekin í notkun við Easington í Austur-Yorkshire.
- 9. mars - Svetlana, dóttir Jósefs Stalín, leitaði hælis á Vesturlöndum og fékk landvistarleyfi í Bandaríkjunum.
- 10. mars - Stórbruni varð á horni Vonarstrætis og Lækjargötu í Reykjavík og brunnu þar þrjú hús til grunna.
- 10. mars - Fyrsta smáskífa Pink Floyd kom út í London.
- 11. mars - Borgarastyrjöldin í Kambódíu hófst.
- 12. mars - Þing Indónesíu lýsti Sukarno forseta valdalausan og skipaði Suharto starfandi forseta.
- 12. mars - Fyrsta breiðskífa Velvet Underground, The Velvet Underground & Nico, kom út í Bandaríkjunum.
- 17. mars - Fyrsta hljómplata Grateful Dead kom út.
- 18. mars - Torrey Canyon-slysið: Olíuflutningaskipið Torrey Canyon strandaði milli Land's End og Scilly-eyja á Bretlandi.
- 18. mars - Draugalestin Pirates of the Caribbean var opnuð í Disneylandi.
- 19. mars - Meirihluti íbúa í Franska Sómalílandi kaus með áframhaldandi sambandi við Frakkland í umdeildri þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 21. mars - Charles Manson var leystur úr fangelsinu Terminal Island þrátt fyrir að hafa óskað eftir að fá að vera lengur.
- 26. mars - 10.000 manns mættu á Central Park be-in í New York-borg.
- 29. mars - Fyrsti franski kjarnorkukafbáturinn, Le Redoutable, var sjósettur.
- 29. mars - Sæstrengurinn SEACOM milli Hong Kong og Malasíu var tekinn í notkun.
- 31. mars - Á Raufarhöfn mældist 205 cm snjódýpt sem þótti með fádæmum í þéttbýli á Íslandi.
Apríl
breyta- 4. apríl - Martin Luther King Jr. fordæmdi Víetnamstríðið í predikun í New York-borg.
- 7. apríl - Sex daga stríðið (aðdragandi): Ísraelskar orrustuþotur skutu niður sex sýrlenskar MIG-21-orrustuþotur.
- 8. apríl - Bretland sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1967 með laginu „Puppet On a String“ sem Sandie Shaw söng.
- 9. apríl - Fyrsta Boeing 737-flugvélin flaug jómfrúarflug sitt.
- 10. apríl - Kvikmyndin Maður allra tíma (A Man for All Seasons) vann Óskarsverðlaun sem besta myndin.
- 15. apríl - Um 250 þúsund Bandaríkjamenn mótmæltu Víetnamstríðinu í New York-borg í Bandaríkjunum.
- 20. apríl - Lendingarfarið Surveyor 3 lenti á tunglinu.
- 21. apríl - Herforingjastjórn undir forystu Georgíos Papadopoulos framdi valdarán í Grikklandi.
- 24. apríl - Sovéski geimfarinn Vladimir Komarov fórst þegar geimflaugin Sojús 1 hrapaði til jarðar.
- 24. apríl - Russell-dómstóllinn eða „Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn“ kom saman í Stokkhólmi.
- 28. apríl - Bandaríski hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali hafnaði herþjónustu og var þá sviptur öllum titlum og bannað að keppa í þrjú ár.
- 28. apríl - Heimssýningin Expo 67 var opnuð í Montreal í Quebéc, Kanada.
- 28. apríl - Flugvélaframleiðandinn McDonnell Douglas var stofnaður við sameiningu tveggja framleiðenda.
- 29. apríl - Þorskastríðin: Breskur togari sem tekinn hafði verið fyrir landhelgisbrot sigldi úr höfn í Reykjavík með tvo íslenska lögregluþjóna um borð.
Maí
breyta- 1. maí - IBM á Íslandi var stofnað.
- 1. maí - Elvis Presley giftist Priscillu Beaulieu í Las Vegas.
- 1. maí - Anastasio Somoza Debayle varð forseti Níkaragva.
- 4. maí - Bandaríkjamenn sendu geimkönnunarfarið Lunar Orbiter 4 á braut um tunglið.
- 6. maí - Zakir Husain varð fyrsti forseti Indlands úr röðum múslima.
- 6. maí - Uppþotin í Hong Kong 1967 hófust.
- 9. maí - Argentínski hjartalæknirinn René Gerónimo Favaloro framkvæmdi fyrstu kransæðahjáveituaðgerð sögunnar.
- 10. maí - Russell-dómstóllinn í Stokkhólmi úrskurðaði að Bandaríkin hefðu brotið alþjóðalög með stríðsrekstri í Indókína.
- 12. maí - Hljómsveitin Jimi Hendrix Experience gaf út metsöluplötuna Are You Experienced.
- 15. maí - Fyrsta íslenska sjónvarpsleikritið var frumsýnt: Jón gamli eftir Matthías Johannessen.
- 15. maí - Biðtíminn í aðdraganda sex daga stríðsins hófst með liðssöfnun Egypta á Sínaískaga.
- 22. maí - Yfir 300 létu lífið þegar eldur braust út í stórmarkaðnum À l'Innovation í Brussel.
- 23. maí - Kanadíska almenningssamgöngukerfið GO Transit hóf starfsemi.
- 23. maí - Egyptaland lokaði Tíransundi fyrir ísraelskum skipum.
- 26. maí - Áttunda breiðskífa Bítlanna, Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band, kom út.
- 30. maí - Suðausturhluti Nígeríu lýsti yfir sjálfstæði undir nafninu Biafra. Í ágúst gerðu nígerískar hersveitir innrás í Biafra og þar með hófst Biafrastyrjöldin, sem stóð til 1970.
Júní
breyta- 2. júní - Mótmæli gegn heimsókn Mohammad Reza Pahlavi í Vestur-Berlín leiddu til stofnunar 2. júní-hreyfingarinnar.
- 4. júní - Reykjavíkurganga var haldin til að minna á baráttuna gegn erlendri hersetu.
- 5. júní - Surtseyjargosinu lauk. Það hafði þá staðið yfir í þrjú og hálft ár.
- 5. júní - Sex daga stríðið hófst með loftárásum Ísraelshers á flugvelli í Egyptalandi.
- 6. júní - Sex daga stríðið: Ísrael lagði Gasaströndina undir sig og Egyptar lokuðu fyrir umferð um Súesskurðinn.
- 7. júní - Sex daga stríðið: Ísraelsher lagði Austur-Jerúsalem undir sig.
- 8. júní - Ísraelsher réðist fyrir mistök á bandaríska njósnaskipið USS Liberty á Miðjarðarhafi.
- 10. júní - Margrét, krónprinsessa Dana, giftist Henri de Laborde de Monpezat í Kaupmannahöfn.
- 10. júní - Sex daga stríðinu lauk með vopnahléi milli Ísraels og Sýrlands fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna.
- 11. júní - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi. Viðreisnarstjórnin hélt meirihluta sínum.
- 12. júní - Sovétríkin sendu geimkönnunarfarið Venera 4 til Venus.
- 14. júní - Haldið var upp á 800 ára afmæli Kaupmannahafnar með kaffi og pönnukökum á Strikinu.
- 14. júní - Bandaríkjamenn sendu geimkönnunarfarið Mariner 5 til Venus.
- 16. júní - Tónlistarhátíðin Monterey International Pop Festival var haldin í Kaliforníu.
- 17. júní - Alþýðulýðveldið Kína framkvæmdi sína fyrstu tilraun með vetnissprengju.
- 19. júní - Kvennaheimilið Hallveigarstaðir var vígt í Reykjavík.
- 22. júní - Fyrsta farþegaþotan kom til Íslands. [1]
- 25. júní - 400 milljónir manna sáu sjónvarpsþáttinn Our World sem sýndur var í beinni í gegnum gervihnött. Bítlarnir frumfluttu þar lagið „All You Need Is Love“.
- 27. júní - Fyrsti hraðbanki heims var settur upp í Barclays í Enfield Town á Englandi.
Júlí
breyta- 1. júlí - Kanada fagnaði 100 ára afmæli kanadíska ríkjasambandsins.
- 1. júlí - Evrópubandalagið var myndað með sameiningu stofnana Efnahagsbandalags Evrópu, Kola- og stálbandalags Evrópu og Kjarnorkubandalags Evrópu.
- 1. júlí - Breska sjónvarpsstöðin BBC2 hóf útsendingar í lit.
- 3. júlí - Belgíski málaliðinn Jean Schramme hóf uppreisn í Katanga í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.
- 3. júlí - Virðisaukaskattur upp á 10% var tekinn upp í Danmörku.
- 5. júlí - Hersveitir Jean Schramme reyndu að hertaka Stanleyville í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, en mistókst þrátt fyrir mikið mannfall innan kongóska hersins.
- 6. júlí - Borgarastyrjöldin í Nígeríu: Nígeríuher gerði innrás í aðskilnaðarhéraðið Bíafra.
- 10. júlí - Yfir 370 létust í miklum rigningum í Kobe og Kure í Japan.
- 10. júlí - Nýja-Sjáland tók upp dali í stað punda.
- 12. júlí - Langa heita sumarið 1967: Uppþotin í Newark 1967 leiddu til 26 dauðsfalla.
- 18. júlí - Breski herinn tilkynnti lokun herstöðva í Malasíu og Singapúr, þrátt fyrir mótmæli frá Ástralíu og Bandaríkjunum.
- 23. júlí - Langa heita sumarið 1967: Uppþotin í Detroit 1967 ollu 43 dauðsföllum. 1400 byggingar brunnu.
- 24. júlí - Charles De Gaulle mælti orðin „Vive le Québec libre“ í ræðu í Québec og var litið á þau sem stuðningsyfirlýsingu við sjálfstæði fylkisins.
- 29. júlí - 240 létu lífið þegar jarðskjálfti reið yfir Caracas í Venesúela.
- 30. júlí - Langa heita sumarið 1967: Uppþotin í Milwaukee 1967 hófust.
Ágúst
breyta- 1. ágúst - Bandaríska hraðlestin UAC TurboTrain fór í jómfrúarferð sína.
- 2. ágúst - Tyrkneska knattspyrnuliðið Trabzonspor var stofnað í Trabzon.
- 5. ágúst - Fyrsta breiðskífa Pink Floyd, The Piper at the Gates of Dawn, kom út.
- 6. ágúst - Jocelyn Bell og Antony Hewish námu merki frá tifstjörnu í fyrsta skipti með sérstökum stjörnukíki.
- 8. ágúst - Samband Suðaustur-Asíuríkja (ASEAN) var stofnað í Bangkok, Taílandi.
- 10. ágúst - Tvær hraðlestar skullu saman utan við Óðinsvé í Danmörku með þeim afleiðingum að 11 létust og 36 slösuðust,
- 13. ágúst - Fyrsta útgáfa hljómsveitarinnar Fleetwood Mac kom fram á Windsor Jazz and Blues Festival í Bretlandi.
- 14. ágúst - Sjóræningjaútvarpsstöðin Wonderful Radio London hætti útsendingum kl. 3 síðdegis daginn áður en Lög um útsendingabrot á sjó 1967 tóku gildi í Bretlandi.
- 21. ágúst - Tvær bandarískar orrustuþotur voru skotnar niður í kínverskri lofthelgi. Flugmanninum Robert J. Flynn var haldið föngnum til 1973.
- 23. ágúst - Frægur knattspyrnuleikur milli landsliða Íslendinga og Dana fór fram á Idrætsparken í Kaupmannahöfn. Danir sigruðu 14:2.
- 25. ágúst - Foringi Bandaríska nasistaflokksins, George Lincoln Rockwell, var myrtur í Arlington, Virginíu.
- 25. ágúst - Marburgvírus var einangraður í fyrsta sinn eftir að tugir starfsmanna rannsóknarstofu í Marburg í Þýskalandi veiktust.
- 27. ágúst - Umboðsmaður Bítlanna, Brian Epstein, fannst látinn í læstu svefnherbergi.
- 30. ágúst - Thurgood Marshall varð fyrsti þeldökki dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna.
September
breyta- 1. september - Ilse Koch, „nornin frá Buchenwald“, framdi sjálfsmorð í fangelsi í Bæjaralandi.
- 2. september - Brúin yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi var vígð og þar með komst Öræfasveit í vegasamband.
- 2. september - Furstadæmið Sealand lýsti yfir sjálfstæði.
- 3. september - Hægri umferð var tekin upp í Svíþjóð.
- 3. september - Nguyễn Văn Thiệu varð forseti Suður-Víetnam.
- 4. september - Víetnamstríðið: Yfir 100 bandarískir hermenn og 300 norðurvíetnamskir hermenn létust í bardögum í Swift-aðgerðinni.
- 6. september - Olof Palme varð síðasti kirkjumálaráðherra Svíþjóðar.
- 10. september - Aðeins 44 af yfir 12 þúsund kjósendum á Gíbraltar kusu með samruna við Spán í þjóðaratkvæðagreiðslu um fullveldi Gíbraltar.
- 11. september - Sænska kvikmyndin Ég er forvitin - gul var frumsýnd.
- 15. september - Þjóðgarðurinn í Skaftafelli var stofnaður.
- 17. september - Hljómsveitin The Doors kom fram í The Ed Sullivan Show á CBS þar sem Jim Morrison söng orðið „higher“ sem hann var beðinn um að gera ekki.
- 20. september - Farþegaskipið Queen Elizabeth 2 var sjósett.
- 29. september - Hljómsveitin Tangerine Dream var stofnuð í Vestur-Berlín.
- 30. september - BBC endurskipulagði útvarpsstöðvar sínar sem fengu nöfnin BBC Radio 1 (áður BBC Light Programme), BBC Radio 2, BBC Radio 3 (áður BBC Third Programme) og BBC Radio 4 (áður BBC Home Service).
Október
breyta- 1. október - Indland vann sigur í átökunum um Nathu La og Cho La.
- 4. október - Ómar Alí Saifuddin 3. soldán Brúnei afsalaði sér völdum í hendur sonar síns, Hassanal Bolkiah.
- 6. október - Skemmtigarðinum Pacific Ocean Park í Suður-Kaliforníu var lokað.
- 8. október - Che Guevara og skæruliðar hans voru teknir höndum í Bólivíu. Þeir voru teknir af lífi daginn eftir.
- 10. október - Póstverslunin Hagkaup hóf að selja matvöru í verslun sinni við Miklatorg í Reykjavík með lægri álagningu en áður þekktist.
- 12. október - Bókin Nakti apinn eftir enska dýrafræðinginn Desmond Morris kom út.
- 17. október - Söngleikurinn Hárið var frumsýndur í New York-borg.
- 18. október - 19. teiknimynd Disney í fullri lengd og sú síðasta sem Walt Disney hafði sjálfur umsjón með, Skógarlíf, var frumsýnd.
- 18. október - Geimkönnunarfarið Venera 4 fór inn í lofthjúp Venus.
- 19. október - Geimkönnunarfarið Mariner 5 flaug framhjá Venus.
- 21. október Um 70.000 manns mótmæltu Víetnamstríðinu við Lincoln-minnismerkið í Washington-borg og 50.000 héldu mótmælum áfram við Pentagon.
- 25. október - Lög um fóstureyðingar 1967 voru samþykkt í Bretlandi.
- 26. október - Krýningarathöfn Múhameð Resa Pahlavi Íranskeisara fór fram.
- 26. október - Bandaríski orrustuflugmaðurinn John McCain var skotinn niður yfir Norður-Víetnam og tekinn höndum. Hann var stríðsfangi í fimm ár.
- 27. október - Charles de Gaulle beitti neitunarvaldi gegn inngöngu Breta í Evrópusambandið í annað sinn.
Nóvember
breyta- Nóvember - Íslamabad tók við af Karachi sem höfuðborg Pakistans.
- 3. nóvember - Víetnamstríðið: Bandaríkjaher vann sigur í orrustunni um Dak To þrátt fyrir mikið mannfall.
- 4. nóvember - Málaliðaher Jean Schramme hörfaði frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó til Rúanda
- 6. nóvember - Þing Ródesíu samþykkti lög um kynþáttaaðskilnað.
- 9. nóvember - Apollo-áætlunin: NASA tókst að flytja ómannaða prufugeimfarið Apollo 4 á braut um jörðu með Saturn V-eldflaug.
- 10. nóvember - Strákagöng við Siglufjörð voru opnuð.
- 12. nóvember - Flatey á Skjálfanda fór í eyði.
- 15. nóvember - Georgios Grivas var kallaður heim til Grikklands ásamt liði sínu eftir að Kýpverski þjóðvörðurinn hafði drepið 27 Kýpur-Tyrki í tveimur þorpum á Kýpur.
- 26. nóvember - 462 létust þegar fljóðbylgja skall á Lissabon.
- 27. nóvember - Tvöfalda breiðskífan Magical Mystery Tour með Bítlunum kom út í Bandaríkjunum.
- 27. nóvember - Omar Bongo varð forseti Gabon við lát Léon M'ba.
- 30. nóvember - Zulfikar Ali Bhutto stofnaði Pakistanska alþýðuflokkinn.
- 30. nóvember - Alþýðulýðveldið Suður-Jemen hlaut sjálfstæði frá Bretlandi.
Desember
breyta- 3. desember - Læknirinn Christiaan Barnard framkvæmdi fyrstu hjartaígræðsluna í Höfðaborg í Suður-Afríku.
- 5. desember - Barnalæknirinn Benjamin Spock og skáldið Allen Ginsberg voru handteknir í New York-borg fyrir að mótmæla Víetnamstríðinu.
- 9. desember - Nicolae Ceaușescu varð forseti ríkisráðs Rúmeníu og þar með leiðtogi landins í reynd.
- 9. desember - Söngvarinn Jim Morrison var handtekinn fyrir að reyna að efna til uppþota á tónleikum The Doors í New Haven í Connecticut.
- 11. desember - Hljóðfráa farþegavélin Concorde var afhjúpuð í Toulouse í Frakklandi.
- 14. desember - Konstantín 2. Grikkjakonungur varð að flýja land eftir misheppnaða gagnbyltingu.
- 17. desember - Forsætisráðherra Ástralíu, Harold Holt, hvarf á sundi í úfnum sjó við Cheviot-strönd.
- 19. desember - Bandaríski eðlisfræðiprófessorinn John Archibald Wheeler lagði til heitið „svarthol“.
- 26. desember - Kvikmynd Bítlanna, Magical Mystery Tour var frumsýnd.
- 28. desember - Borgarspítalinn í Fossvogi var formlega tekinn í notkun.
- 29. desember - Kóreski bílaframleiðandinn Hyundai Motor var stofnaður.
Ódagsettir atburðir
breyta- Síldarkreppan hófst og olli atvinnuleysi og samdrætti í einkaneyslu á Íslandi. Hún náði hámarki árið 1969.
- Ástarsumarið átti sér stað í San Francisco í Bandaríkjunum.
Fædd
breyta- 1. janúar - Felix Bergsson, íslenskur leikari, söngvari og útvarpsmaður.
- 2. janúar - Jón Gnarr, íslenskur leikari, skemmtikraftur og stjórnmálamaður.
- 2. janúar - Basile Boli, franskur knattspyrnumaður.
- 5. janúar - Markus Söder, þýskur stjórnmálamaður.
- 8. janúar - R. Kelly, bandarískur rappari.
- 9. janúar - Teitur Örlygsson, íslenskur körfuknattleiksmaður.
- 14. janúar - Zakk Wylde, bandarískur tónlistarmaður.
- 16. janúar - Helena Stefánsdóttir, íslenskur leikstjóri.
- 18. janúar - Anjem Choudary, breskur íslamisti.
- 18. janúar - Pieter Huistra, hollenskur knattspyrnumaður.
- 21. janúar - Alfred Jermaniš, slóvenskur knattspyrnumaður.
- 23. janúar - Magdalena Andersson, sænsk stjórnmálakona.
- 24. janúar - Phil LaMarr, bandarískur leikari.
- 25. janúar - David Ginola, franskur knattspyrnumaður.
- 2. febrúar - Edu Manga, brasilískur knattspyrnumaður.
- 3. febrúar - Aurelio Vidmar, ástralskur knattspyrnumaður.
- 4. febrúar - Þorsteinn Guðmundsson, íslenskur skemmtikraftur.
- 14. febrúar - Mark Rutte, hollenskur stjórnmálamaður.
- 18. febrúar - Roberto Baggio, ítalskur knattspyrnumaður.
- 20. febrúar - Kurt Cobain, bandarískur tónlistarmaður (d. 1994).
- 20. febrúar - David Herman, bandarískur leikari.
- 20. febrúar - Nenad Maslovar, svartfellskur knattspyrnumaður.
- 23. febrúar - Tetsuya Asano, japanskur knattspyrnumaður.
- 25. febrúar - Nick Leeson, breskur verðbréfasali.
- 26. febrúar - Kazuyoshi Miura, japanskur knattspyrnumaður.
- 7. mars - Mustapha Ishak Boushaki, alsírskur eðlisfræðingur.
- 12. mars - Jorge Dely Valdés, panamískur knattspyrnumaður.
- 13. mars - Andrés Escobar, kólumbískur knattspyrnumaður (d. 1994).
- 15. mars - Baldur Trausti Hreinsson, íslenskur leikari.
- 16. mars - John Darnielle, bandarískur tónlistarmaður.
- 19. mars - Björgólfur Thor Björgólfsson, íslenskur kaupsýslumaður.
- 23. mars - John Wayne Bobbitt, bandarískur leikari.
- 29. mars - Margrét Lóa Jónsdóttir, íslenskt skáld og rithöfundur.
- 30. mars - Gerald McCullouch, bandarískur leikari.
- 31. mars - Ľubomír Luhový, slóvakískur knattspyrnumaður.
- 12. apríl - Shinkichi Kikuchi, japanskur knattspyrnumaður.
- 17. apríl - Birgitta Jónsdóttir, íslenskt skáld og stjórnmálamaður.
- 21. apríl - Guðmundur Bragason, íslenskur körfuknattleiksmaður.
- 22. apríl - Víðir Reynisson, íslenskur lögregluþjónn.
- 23. apríl - Melina Kanakaredes, bandarísk leikkona.
- 27. apríl - Willem Alexander konungur Hollands.
- 30. apríl - Fílípp Kírkorov, rússneskur söngvari.
- 1. maí - Tim McGraw, bandarískur sveitasöngvari.
- 5. maí - Carlos Alberto Dias, brasilískur knattspyrnumaður.
- 10. maí - Nobuhiro Takeda, japanskur knattspyrnumaður.
- 14. maí - Rondey Robinson, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 18. maí - Heinz-Harald Frentzen, þýskur ökuþór.
- 29. maí - Noel Gallagher, breskur tónlistarmaður.
- 6. júní - David Dayan Fisher, enskur leikari.
- 7. júní - Yuji Sakakura, japanskur knattspyrnumaður.
- 9. júní - Helgi Hjörvar, íslenskur stjórnmálamaður.
- 10. júní - Pavel Badea, rúmenskur knattspyrnumaður.
- 10. júní - Heimir Hallgrímsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 16. júní - Jürgen Klopp, þýskur knattspyrnuþjálfari.
- 17. júní - Zinho, brasilískur knattspyrnumaður.
- 20. júní - Nicole Kidman, áströlsk leikkona.
- 20. júní - Angela Melillo, ítölsk leikkona.
- 23. júní - Stella Hjaltadóttir, íslensk skíðagöngukona.
- 1. júlí - Pamela Anderson, bandarísk leikkona.
- 2. júlí - Claudio Biaggio, ítalskur knattspyrnumaður.
- 12. júlí - Rebekka A. Ingimundardóttir, íslensk leikkona.
- 12. júlí - John Petrucci, bandarískur gítarleikari.
- 13. júlí - Sóley Elíasdóttir, íslensk leikkona.
- 16. júlí - Will Ferrell, bandarískur leikari.
- 20. júlí - Magnús Gylfason, íslenskur knattspyrnumaður.
- 23. júlí - Philip Seymour Hoffman, bandarískur leikari (d. 2014).
- 25. júlí - Matt LeBlanc, bandarískur leikari.
- 8. ágúst - Sung Jae-ki, suðurkóreskur mannréttindafrömuður (d. 2013).
- 9. ágúst - Ralph Hasenhuttl, austurrískur knattspyrnustjóri.
- 11. ágúst - Sigursteinn Másson, íslenskur kvikmyndagerðarmaður.
- 11. ágúst - Joe Rogan, bandarískur þáttastjórnandi.
- 13. ágúst - Jeanine Áñez, bólivísk stjórnmálakona.
- 15. ágúst - Tristan Elizabeth Gribbin, íslensk leikkona.
- 26. ágúst - Illugi Gunnarsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 5. september - Matthias Sammer, þýskur knattspyrnumaður.
- 16. september - Hrannar Björn Arnarsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 18. september - Masami Ihara, japanskur knattspyrnumaður.
- 19. september - Roland Schimmelpfennig, þýskt leikskáld.
- 21. september - Faith Hill, bandarísk söngkona.
- 23. september - Masashi Nakayama, japanskur knattspyrnumaður.
- 29. september - Lilly Wachowski, bandarískur leikstjóri.
- 30. september - Ragnheiður Elín Árnadóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 8. október - Primož Gliha, slóvenskur knattspyrnumaður.
- 10. október - Gavin Newsom, bandarískur stjórnmálamaður.
- 15. október - Gustavo Zapata, argentínskur knattspyrnumaður.
- 16. október - Marteinn Þórsson, íslenskur kvikmyndaleikstjóri.
- 16. október - Örn Marinó Arnarson, íslenskur kvikmyndaleikstjóri.
- 22. október - Carlos Mencia, bandarískur leikari.
- 26. október - Keith Urban, bandarískur kántrísöngvari.
- 28. október - Julia Roberts, bandarísk leikkona.
- 3. nóvember - Steven Wilson, enskur tónlistarmaður
- 5. nóvember - Judy Reyes, dóminísk leikkona.
- 7. nóvember - David Guetta, franskur plötusnúður.
- 9. nóvember - Yoshiro Moriyama, japanskur knattspyrnumaður.
- 12. nóvember - Takuya Takagi, japanskur knattspyrnumaður.
- 13. nóvember - Steve Zahn, bandarískur leikari.
- 23. nóvember - Kristján B. Jónasson, íslenskur útgefandi.
- 25. nóvember - Hannes Smárason, kaupsýslumaður.
- 28. nóvember - Anna Nicole Smith, bandarísk fyrirsæta (d. 2007).
- 30. nóvember - Styrmir Sigurðsson, íslenskur leikstjóri.
- 2. desember - Júlíus Kemp, íslenskur kvikmyndagerðarmaður.
- 5. desember - Kjartan Magnússon, íslenskur stjórnmálamaður.
- 13. desember - Jamie Foxx, bandarískur leikari.
- 17. desember - Gigi D'Agostino, ítalskur plötusnúður.
- 19. desember - Guðlaugur Þór Þórðarson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 21. desember - Mikheil Saakashvili, georgískur stjórnmálamaður.
Dáin
breyta- 3. janúar - Jack Ruby, maðurinn sem drap Lee Harvey Oswald (f. 1911).
- 14. febrúar - Forugh Farrokhzad, írönsk kvikmyndagerðarkona og skáld (f. 1934).
- 18. febrúar - J. Robert Oppenheimer, bandarískur eðlisfræðingur, kallaður „faðir atómsprengjunnar“ (f. 1904).
- 23. febrúar - Sigurður Einarsson í Holti, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1898).
- 5. mars - Múhameð Mossadek, íranskur stjórnmálamaður (f. 1882).
- 4. apríl - Héctor Scarone, úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1898).
- 13. apríl - Friðþjófur Thorsteinsson, íslenskur knattspyrnumaður (f. 1895).
- 19. apríl - Konrad Adenauer, vesturþýskur stjórnmálamaður (f. 1876).
- 5. maí - Jón Dúason, íslenskur hagfræðingur (f. 1888).
- 14. maí - Osvaldo Moles, brasilískur blaðamaður (f. 1913).
- 22. maí - Langston Hughes, bandarískt skáld (f. 1902).
- 10. júní - Spencer Tracy, bandarískur leikari (f. 1900).
- 29. júní - Jayne Mansfield, bandarísk leikkona og fyrirsæta (f. 1933).
- 7. júlí - Vivien Leigh, bresk leikkona (f. 1904).
- 21. júlí - Albert Luthuli, suðurafrískur stjórnmálamaður (f. 1898).
- 22. júlí - Carl Sandburg, bandarískur rithöfundur og skáld (f. 1878).
- 19. ágúst - Hugo Gernsback, bandarískur útgefandi (f. 1884).
- 25. ágúst - George Lincoln Rockwell, stofnandi bandaríska nasistaflokksins, myrtur (f. 1918).
- 27. ágúst - Brian Epstein, umboðsmaður Bítlanna (f. 1934).
- 19. september - Sigfús Bergmann Bjarnason, íslenskur forstjóri (f. 1913).
- 7. október - Norman Angell, enskur blaðamaður (f. 1872).
- 8. október - Clement Attlee, breskur stjórnmálamaður (f. 1893).
- 9. október - Che Guevara, byltingarmaður og einn af hershöfðingjum Fidel Castro (f. 1928).
- 17. október - Pu-Yi, síðasti keisari Kína (f. 1900).
- 19. nóvember - Casimir Funk, pólskur lífefnafræðingur (f. 1884).
- 9. desember - Haraldur Björnsson, íslenskur leikari (f. 1891).
- 10. desember - Otis Redding, bandarískur söngvari (f. 1941).
- 17. desember - Harold Holt, ástralskur stjórnmálamaður (f. 1908).
- Eðlisfræði - Hans Albrecht Bethe
- Efnafræði - Manfred Eigen, Ronald George Wreyford Norrish, George Porter
- Læknisfræði - Ragnar Granit, Haldan Keffer Hartline, George Wald
- Bókmenntir - Miguel Angel Asturias
- Friðarverðlaun - Voru ekki veitt þetta árið
Tilvísanir
breyta- ↑ Dagurinn þegar fyrsta þotan lenti í Reykjavík Vísir, 27. október 2024