Lissabon

Höfuðborg Portúgals

Lissabon (portúgalska: Lisboa) er höfuðborg og stærsta borg Portúgals. Íbúar eru um 567.000 en á stórborgarsvæðinu búa tæpar 3 milljónir (2023). Borgin er staðsett í vesturhluta Portúgals, við Atlantshafið og þar sem áin Tagus (Tejo) rennur í haf. Hún er vestasta höfuðborg á meginlandi Evrópu. Borgarmörk Lissabon eru þröngt skilgreind utan um sögufræga hluta borgarinnar. Allmargar borgir eru í kringum Lissabon, t.d. Loures, Odivelas, Amadora og Oeiras og eru þær á stórborgarsvæði Lissabon.

Lissabon
Lisboa (portúgalska)
Svipmyndir
Svipmyndir
Fáni Lissabon
Skjaldarmerki Lissabon


Lissabon er staðsett í Portúgal
Lissabon
Lissabon
Hnit: 38°43′31″N 09°09′00″V / 38.72528°N 9.15000°V / 38.72528; -9.15000
Land Portúgal
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriCarlos Moedas
Flatarmál
 • Samtals100,05 km2
Mannfjöldi
 (2023)
 • Samtals567.131
TímabeltiUTC+0 (WET)
 • SumartímiUTC+1 (WEST)
Póstnúmer
1149-014 Lisboa
Svæðisnúmer(+351) 21 XXX XXXX
Vefsíðawww.lisboa.pt
Miðborg Lissabon
Séð til Tagus fljóts.

Lissabon er ein elsta borg Evrópu og nær sögufrægi hluti borgarinnar yfir sjö mjög brattar hæðir. Borgin var miðstöð landkönnuða sem sigldu til Asíu og Ameríku á 15. til 17. öld, Vasco da Gama var þekktastur. Árið 1755 varð stór jarðskjálfti í borginni sem eyðilagði hana að stórum hluta og létust tugþúsundir.

Vesturhluti borgarinnar samanstendur af einum stærsta náttúrugarði í þéttbýli í Evrópu, Monsanto-garðinum, sem er nálægt 10 ferkílómetrar að flatarmáli.

Orðsifjar „Lissabon“ eru nokkru myrkri sveipaðar en algengasta ágiskunin er að hún hafi í öndverðunni merk borg Úlissíusar þar sem Úlissíus er talin hafa stofnsett borgina og -ippo merkti borg á fönikísku og því hafa þróast Uliss-ippo > Ulisipona. Nafnið gæti einnig hafa komið frá keltneskum ættbálkum.

Merkir staðir

breyta

Íþróttir

breyta

Knattspyrna

breyta
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.