Joe Rogan

bandarískur þáttastjórnandi

Joe Rogan (fæddur 11. ágúst 1967) er bandarískur þáttastjórnandi, uppistandari, leikari og sjónvarpsmaður. Hann er meðal annars þekktur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum News Radio, sem umsjónarmaður Fear Factor og fyrir það að lýsa bardögum í blönduðum bardagaíþróttum (MMA). Hann stýrir hlaðvarpsþættinum The Joe Rogan Experience sem er einn sá vinsælasti í heimi. Í þættinum fær hann ýmsa gesti til sín af fjölbreyttum bakgrunnum. Árið 2020 gerði hann samning við Spotify um kaup á þættinum sem er metinn á um 100 milljónir dala og í kjölfarið fluttust allir hlaðvarpsþættirnir yfir á Spotify.

Joe Rogan á uppistandi 2011.

Tónlistarmennirnir Neil Young og Joni Mitchell gagnrýndu Joe í janúar 2022 fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um COVID-19 í þættinum en hann ræddi við lækni sem var gagnrýninn á bólusetningar. Joe tók gagnrýnina til sín og sagðist ætla að bjóða upp á umræðu sem sýndi aðrar hliðar. Hann ætlaði sér ekki að breiða út rangar upplýsingar. [1]

Útgefið uppistand breyta

  • I'm Gonna Be Dead Someday... (Geisladiskur) 2000
  • Joe Rogan: Live from the Belly of the Beast (DVD) 2001
  • Joe Rogan: Live (DVD) 2006
  • Shiny Happy Jihad (Geisladiskur) 2007
  • Talking Monkeys In Space (Geisladiskur og DVD) 2010
  • Live from the Tabernacle 2012 (á netinu)
  • Rocky Mountain High 2014 (á netinu)
  • Triggered (Netflix) 2016
  • Strange Times (Netflix) 2018
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tenglar breyta

Tilvísanir breyta

  1. Joe Rogan pledges to try harder after Neil Young Spotify row BBC, sótt 31. jan 2022