1. mars
dagsetning
Feb – Mar – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2024 Allir dagar |
1. mars er 60. dagur ársins (61. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 305 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 317 - Konstantínus mikli og meðkeisari hans Licinus gerðu syni sína, Crispus, Constantius 2. og Licinus 2., að keisurum. Eftir það flutti Konstantínus til Sirmium í Pannóníu þar sem hann undirbjó herför gegn Gotum og Sarmötum.
- 1290 - Coimbra-háskóli var stofnaður í Portúgal. Háskólinn var raunar stofnaður í Lissabon af Dinis konungi Portúgals en síðan fluttur til Coimbra árið 1308.
- 1562 - Frönsku trúarbragðastyrjaldirnar hófust.
- 1565 - Borgin Rio de Janeiro í Brasilíu var stofnuð.
- 1628 - Karl 1. Englandskonungur hóf að innheimta skipaskatt af öllum bæjum í Englandi án heimildar þingsins.
- 1634 - Vladislás 4. konungur Póllands sigraði rússneskan her í orrustunni um Smolensk.
- 1642 - Nokkrir íbúar Galway tóku enskt skip og lýstu yfir stuðningi við Írska sambandsríkið.
- 1692 - Galdramálin í Salem hófust í Salem í Massachusetts.
- 1700 - Þýskaland og Dansk-norska ríkið tóku upp gregoríska tímatalið.
- 1743 - Fjögur skip af Suðurnesjum fórust og með þeim 17 menn.
- 1793 - Orrustan við Aldenhoven: Austurríkismenn sigruðu Frakka og frelsuðu borgina Aachen úr þeirra höndum
- 1815 - Napóleon sneri aftur til Frakklands.
- 1872 - Yellowstone þjóðgarðurinn í Bandaríkjunum varð fyrsti þjóðgarður heims.
- 1973 - Teiknimyndin Vefur Karlottu var frumsýnd.
- 1905 - Fyrsta símaskrá á Íslandi var gefin út, Talsímaskrá Reykjavíkur.
- 1930 - Stóra bomba: 28 læknar í Reykjavík skrifuðu undir traustsyfirlýsingu til stuðnings Helga Tómassyni, yfirlækni á Kleppi.
- 1932 - Knattspyrnufélagið Danubio F.C. stofnað í Úrúgvæ.
- 1940 - Vélbátinn Kristján frá Sandgerði rak vélarvana að landi eftir tólf daga hrakninga. Áhöfnin hafði haldið lífi með því að eima sjó. Þeir höfðu verið taldir af er þá loks bar að landi í Skiptivík í Höfnum.
- 1947 - Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hóf útlánastarfsemi sína.
- 1957 - Strætisvagnar Kópavogs hófu starfsemi.
- 1961 - Fyrstu kosningarnar voru haldnar í Úganda.
- 1970 - Ísland gekk í EFTA, Fríverslunarsamtök Evrópu. Aðildin hafði verið samþykkt á Alþingi 19. desember 1969.
- 1971 - Hryðjuverkasamtökin Weather Underground stóðu fyrir sprengjutilræði í bandaríska þinghúsinu.
- 1971 - Forseti Pakistan, Agha Muhammad Yahya Khan, frestaði þingfundi um óákveðinn tíma sem leiddi til hrinu mótmæla í Austur-Pakistan.
- 1972 - Rómarklúbburinn gaf út ritið Mörk vaxtar.
- 1973 - Palestínsku hryðjuverkasamtökin Svarti september gerðu árás á sendiráð Sádí-Arabíu í Kartúm í Súdan og tóku þrjá vestræna diplómata af lífi.
- 1974 - Sjö aðilar voru ákærðir fyrir að hindra réttvísina í Watergate-málinu.
- 1978 - Jarðneskum leifum Charlie Chaplin var rænt úr kirkjugarði í Corsier-sur-Vevey í Sviss.
- 1979 - Skotar samþykktu heimastjórn með naumindum en íbúar Wales höfnuðu henni.
- 1981 - Bobby Sands, meðlimur í Írska lýðveldishernum, hóf hungurverkfall í Long Kesh-fangelsi. Hann lést 5. maí sama ár.
- 1985 - Julio María Sanguinetti varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Úrúgvæ eftir 12 ára herforingjastjórn.
- 1987 - Þjóðarflokkurinn var stofnaður á Íslandi.
- 1988 - Ný umferðarlög gerðu notkun ökuljósa allan sólarhringinn að skyldu, svo og notkun öryggisbelta.
- 1989 - Bjór var leyfður á ný á Íslandi eftir áratuga bann.
- 1989 - Bandaríkin fullgiltu Bernarsáttmálann.
- 1991 - Ólafsfjarðargöngin formlega opnuð. Þau voru þá lengstu veggöng á Íslandi, um 3.400 metrar.
- 1992 - Íbúar Bosníu og Hersegóvínu samþykktu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Bosníu-Serbar sniðgengu atkvæðagreiðsluna.
- 1992 - Fyrstu fórnarlömb Bosníustríðsins féllu, serbneskur faðir brúðguma og rétttrúnaðarprestur í Sarajevó.
- 1993 - Samkeppnisstofnun tók til starfa og tók við hlutverki Verðlagsstofnunar.
- 1994 - Namibía tók við stjórn Walvis Bay og nokkurra eyja við ströndina frá Suður-Afríku.
- 1995 - Julio María Sanguinetti tók við embætti forseta Úrúgvæ í annað sinn.
- 1995 - Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Vladislav Listjev var myrtur í Moskvu.
- 1995 - Fyrsta leitarviðmót Yahoo! leit dagsins ljós.
- 1995 - Suðurkóreska sjónvarpsstöðin Mnet var stofnuð.
- 1998 - Kvikmyndin Titanic varð fyrsta bandaríska kvikmyndin sem náði yfir 1 milljarði dala í tekjur.
- 1999 - Sprengja eyðilagði sendiráð Angóla í Lúsaka, Sambíu.
- 1999 - Hútúar frá Rúanda myrtu 8 ferðamenn í Úganda.
- 2000 - Jorge Batlle var kosinn forseti í Úrúgvæ.
- 2000 - Ný stjórnarskrá tók gildi í Finnlandi.
- 2002 - Umhverfisvöktunargervihnötturinn Envisat var sendur á braut um jörðu.
- 2002 - Bandaríkjaher hóf Anaconda-aðgerðina í Afganistan.
- 2004 - Íslenska heimildarmyndin Love Is In The Air var frumsýnd.
- 2005 - Tabaré Vázquez tók við embætti forseta Úrúgvæ.
- 2006 - Sjálfseignastofnunin Amtmannssetrið á Möðruvöllum var stofnuð.
- 2007 - Ungdomshuset í Kaupmannahöfn var rutt af lögreglu.
- 2007 - Fjórða Alþjóðlega heimskautaárið, rannsóknaráætlun fyrir bæði heimskautin, hófst í París.
- 2008 - 60 Palestínumenn á Gasaströndinni féllu í sprengjuárásum Ísraelshers.
- 2012 - Aðildarumsókn Serbíu að Evrópusambandinu var samþykkt.
- 2014 - Mótmælin gegn afturköllun umsóknar um aðild Íslands að Evrópusambandinu héldu áfram og mættu yfir 8000 manns á Austurvöll til mótmæla.
- 2014 - Rússland sendi herlið til Krímskaga.
- 2016 - Norska símafyrirtækið NetCom breytti nafni sínu í Telia.
- 2022 - Sameinuðu þjóðirnar samþykktu ályktun þar sem þess var krafist að Rússar drægju herlið sitt tafarlaust frá Úkraínu.
Fædd
breyta- 41 - Martialis, rómverskt skáld (d. um 102).
- 1445 - Sandro Botticelli, ítalskur listmálari (d. 1510).
- 1610 - John Pell, enskur stærðfræðingur (d. 1685).
- 1802 - Vilhelmína Lever, íslensk verslunarkona (d. 1879).
- 1810 - Fryderyk Chopin, pólskur píanóleikari og tónskáld (d. 1849). Fæðingardagur hans er á reiki, 22. febrúar er einnig nefndur.
- 1875 - Sigurður Eggerz, forsætisráðherra Íslands (d. 1945).
- 1882 - Björgúlfur Ólafsson, íslenskur læknir (d. 1973).
- 1890 - Laufey Valdimarsdóttir, íslensk baráttukona (d. 1945).
- 1892 - Ryūnosuke Akutagawa, japanskur rithöfundur (d. 1927).
- 1904 - Glenn Miller, bandarískur forsöngvari (d. 1944).
- 1910 - David Niven, enskur leikari (d. 1983).
- 1913 - Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra Íslands (d. 1984).
- 1918 - João Goulart, forseti Brasilíu (d. 1976).
- 1922 - Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels (d. 1995).
- 1927 - Harry Belafonte, bandarískur söngvari.
- 1931 - Lamberto Dini, ítalskur stjórnmálamaður.
- 1937 - Gos, belgískur myndasöguhöfundur.
- 1944 - Árni Johnsen, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1944 - Roger Daltrey, enskur söngvari, (The Who).
- 1949 - Lárus Ýmir Óskarsson, íslenskur kvikmyndaleikstjóri.
- 1952 - Martin O'Neill, norður-írskur knattspyrnuþjálfari.
- 1954 - Ron Howard, bandarískur leikari og leikstjóri.
- 1955 - Denis Mukwege, kongóskur kvensjúkdómalæknir.
- 1956 - Dalia Grybauskaitė, forseti Litáens.
- 1961 - Koichi Hashiratani, japanskur knattspyrnumaður.
- 1963 - Thomas Anders, söngvari Modern Talking.
- 1964 - Paul Le Guen, franskur knattspyrnustjóri.
- 1964 - Khalid Sheikh Mohammed, pakistanskur hryðjuverkamaður.
- 1967 - George Eads, bandarískur leikari.
- 1969 - Javier Bardem, spænskur leikari.
- 1973 - Ryan Peake, gítarleikari Nickleback.
- 1973 - Chris Webber, fyrrum bandarískur körfuboltamaður.
- 1978 - Jensen Ackles, bandarískur leikari.
- 1980 - Djimi Traoré, knattspyrnumaður frá Malí.
- 1983 - Daniel Carvalho, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1984 - Naima Mora, bandarísk fyrirsæta.
- 1985 - Andreas Ottl, þýskur knattspyrnumaður.
- 1986 - Jonathan Spector, bandarískur knattspyrnumaður.
- 1987 - Sammie, bandarískur söngvari.
- 1987 - Kesha, bandarísk söngkona.
- 1989 - Carlos Vela, mexíkóskur knattspyrnumaður.
- 1994 - Justin Bieber, kanadískur söngvari.
- 1994 - David Babunski, norðurmakedónskur knattspyrnumaður.
- 1995 - Elín Metta Jensen, íslensk knattspyrnukona.
- 1995 - Genta Miura, japanskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1233 - Tómas 1. greifi af Savoja (f. 1178).
- 1383 - Amadeus 4. af Savoja (f. 1334).
- 1510 - Francisco de Almeida, fyrsti landstjóri Portúgala á Indlandi.
- 1633 - George Herbert, enskt skáld (f. 1593).
- 1639 - Ólafur Egilsson, íslenskur prestur (f. 1564).
- 1643 - Girolamo Frescobaldi, ítalskt tónskáld (f. 1583).
- 1721 - Lárus Gottrup, lögmaður á Íslandi (f. 1649).
- 1912 - Ludvig Holstein-Ledreborg, danskur forsætisráðherra (f. 1839).
- 1920 - Charles Garvice, breskur rithöfundur (f. 1850).
- 1938 - Gabriele D'Annunzio, ítalskur rithöfundur og stjórnmálamaður (f. 1863).
- 1964 - Davíð Stefánsson, íslenskt skáld (f. 1895).
- 1970 - Toshio Iwatani, japanskur knattspyrnumaður (f. 1925).
- 1978 - Paul Scott, breskur rithöfundur (f. 1920).
- 1983 - Arthur Koestler, ensk-ungverskur rithöfundur (f. 1905).
- 1987 - Bertrand de Jouvenel, franskur rithöfundur (f. 1903).
- 2012 - Steingrímur Jóhannesson, íslenskur knattspyrnumaður (f. 1973).
- 2012 - Lucio Dalla, ítalskur tónlistarmaður (f. 1943).
- 2014 - Alain Resnais, franskur leikstjóri (f. 1922).
- 2017 - Yasuyuki Kuwahara, japanskur knattspyrnumaður (f. 1942).
Hátíðisdagar
breyta- Á Íslandi er dagurinn oft kallaður „bjórdagurinn“ eða „B-dagurinn“.