1888
ár
Árið 1888 (MDCCCLXXXVIII í rómverskum tölum)
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Á Íslandi
breyta- 3. janúar - Bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík. Kristín Bjarnadóttir frá Esjubergi neytti atkvæðisréttar síns fyrst reykvískra kvenna.
- 20. ágúst - Þingvallafundur haldinn um stjórnarskrármálið.
- 22. nóvember - Mikið tjón vegna óveðurs og stórflóðs um suðvestanvert landið.
- 15. desember - Glímufélagið Ármann stofnað.
- Strandarkirkja var byggð.
Fædd
- 10. janúar - Pétur Magnússon, stjórnmálamaður.
- 25. janúar - Kristín Jónsdóttir, listmálari.
- 27. febrúar - Ásta Magnúsdóttir, ríkisféhirðir.
- 12. mars - Þórbergur Þórðarson, rithöfundur (d. 1974)
- 8. júní - Guðmundur Kamban, íslenskur rithföfundur sem bjó lengst af í Danmörku.
- 15. júlí - Alexander Jóhannesson, prófessor í málvísindum.
- 30. júlí - Jón Dúason, hagfræðingur.
- 14. september - Hallgrímur Hallgrímsson, sagnfræðingur, blaðamaður og bókavörður.
- 20. september - Ríkarður Jónsson, listamaður.
- 6. október - Ásmundur Guðmundsson, biskup (d. 1969)
Dáin
- 29. maí - Gísli Brynjúlfsson, skáld og norrænufræðingur.
- 13. ágúst - Helgi Sigurðsson, prestur og fornminjasafnari (f. 1815).
- 4. september - Jón Árnason , fræðimaður.
Erlendis
breyta- 13. janúar - The National Geographic Society var stofnað.
- 9. mars - Friðrik 3. Þýskalandskeisari varð keisari. Hann lést þegar hann hafði verið 3 mánuði í embætti.
- 17. apríl - Enska knattspyrnudeildin var stofnuð.
- 13. maí - Þrælahald var afnumið í Brasilíu.
- 15. júní - Vilhjálmur 2. Þýskalandskeisari varð keisari.
- 15. júlí - Nær 500 létust í eldgosi í Fukushima í Japan.
- 5. ágúst - Bertha Benz, kona Karl Benz, keyrði bíl samfleytt í 64 kílómetra og er það talin fyrsta langferðin með bíl.
- 31. ágúst til 9. nóvember: Fimm vændiskonur eru myrtar í Whitechapel-hverfi í London. Lögreglan eignar morðin raðmorðingja sem fær gælunafnið Kobbi kviðrista (Jack the Ripper) í fjölmiðlaumfjöllun.
- 6. nóvember - Benjamin Harrison var kosinn forseti Bandaríkjanna.
- Financial Times kom fyrst út.
- Michelin-fyrirtækið var stofnað.
Fædd
- 13. júní - Fernando Pessoa, portúgalskt ljóðskáld (d. 1935).
- 17. júlí - Shmuel Yosef Agnon, ísraelskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1970).
- 16. september - Frans Eemil Sillanpää, finnskur rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (d. 1964).
- 10. nóvember - Carlos Scarone, úrúgvæskur knattspyrnumaður (d. 1965).
Dáin
- 30. janúar - Asa Gray, grasafræðingur.
- 6. mars - Louisa May Alcott, rithöfundur.
- 9. mars - Vilhjálmur 1. Þýskalandskeisari
- 15. júní - Friðrik 3. Þýskalandskeisari
- 20. júlí - Paul Langerhans, þýskur læknir
- 25. júlí - Hermann Bonitz, þýskur fornfræðingur
- 24. ágúst - Rudolf Clausius, þýskur stærðfræðingur