Elvis Presley

Bandarískur tónlistarmaður og leikari (1935–1977)

Elvis Aaron Presley (8. janúar 1935 - 16. ágúst 1977) var bandarískur tónlistarmaður sem naut mikilla vinsælda á síðustu öld. Hann var líka þekktur sem The King,King of Rock'n Roll,Elvis the Pelvis og The Hillbilly Cat. Meðal laga hans eru In The Ghetto, Jailhouse Rock og Blue Suede Shoes.

Elvis Presley

Elvis Presley var kallaður til herskyldu í bandaríska hernum árið 1958 fram til 1960 og dvaldi í Þýskalandi megnið af þeim tíma. Þar kynntist hann Priscilla Wagner (síðar Priscilla Presley) og giftu þau sig 1. maí árið 1967 og eignuðust 1968 dótturina Lisu Marie Presley.