Stella Hjaltadóttir
Stella Hjaltadóttir (f. 23. júní 1967) er íslensk skíðagöngukona og fyrrum landsliðskona í knattspyrnu.
Stella Hjaltadóttir | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fæðingardagur | 23. júní 1967 | |
Fæðingarstaður | Ísafjörður, Ísland | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
198?-1986 | ÍBÍ | () |
1987 | KA | () |
1988 | ÍBÍ | () |
1989 | BÍ | 2 (3) |
1990 | KA | 1 (0) |
1991-1994 | Valur | 31 (1) |
Landsliðsferill2 | ||
1987 | Ísland | 1 (0) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Knattspyrna
breytaFélagslið
breytaStella lék 78 leiki með ÍBÍ, KA og Val í efstu deild kvenna á árunum 1984-1993 og skoraði í þeim 3 mörk. Hún var í sigurliði BÍ í 2. deild kvenna árið 1989.[1]
Landslið
breytaStella lék sinn fyrsta og eina landsliðsleik á móti Vestur-Þýskalandi sem fram fór í Delmenhorst þann 6. september 1987. Leikurinn endaði 3-2 fyrir Þýskalandi.[1]
Gönguskíði
breytaStella vann Íslandsmeistaratitil í skíðaköngu árin 1988, 1999, 2008 og 2013.[1][2] Hún varð einnig þrefaldur Íslandsmeistari á Skíðalandsmóti Íslands á Ísafirði árið 1999.[3][4][5]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 Sigurður Pétursson (2017). Knattspyrnusaga Ísfirðinga. Púkamót, félag. bls. 283, 300. ISBN 978-9935-24-189-4.
- ↑ Stella öflugust í göngu
- ↑ Stella endurtók leikinn eftir ellefu ár
- ↑ Haukur og Stella með þrjú gull
- ↑ Haukur og Stella þrefaldir Íslandsmeistarar í skíðagöngu
Tenglar
breyta- Stella Hjaltadóttir á ksi.is