19. ágúst
dagsetning
19. ágúst er 231. dagur ársins (232. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 134 dagar eru eftir af árinu.
AtburðirBreyta
- 1305 - Loðvík 10. Frakkakonungur gekk að eiga Klementíu af Ungverjalandi.
- 1399 - Ríkharður 2. Englandskonungur gafst upp fyrir Hinriki Bolingbroke og afsalaði sér krúnunni.
- 1561 - María Skotadrottning sneri heim frá Frakklandi, þar sem hún hafði alist upp.
- 1572 - Hinrik 3. af Navarra giftist Margréti af Valois, systur Karls 9. Frakkakonungs.
- 1745 - Uppreisn Jakobíta hófst í Skotlandi.
- 1809 - Jörundur hundadagakonungur afsalaði sér völdum á Íslandi.
- 1871 - Alþingismenn stofnuðu Hið íslenska þjóðvinafélag til þess að efla meðvitund Íslendinga um þjóðerni sitt.
- 1939 - Blindrafélagið var stofnað á Íslandi.
- 1949 - Kvikmyndafyrirtækið Edda-Film var stofnað í Reykjavík.
- 1956 - Á Hólum í Hjaltadal var haldin hátíð í minningu þess að 850 ár voru liðin frá stofnun biskupsstóls þar.
- 1959 - Fyrstu símsendu myndirnar í íslensku dagblaði birtust í Morgunblaðinu og voru þær frá landsleik Danmerkur og Íslands í Kaupmannahöfn daginn áður. Leiknum lauk með jafntefli.
- 1963 - Sæsímastrengurinn Icecan var tekinn í notkun. Hann tengir saman Ísland og Kanada.
- 1964 - Kvikmynd Bítlanna, A hard days night, var frumsýnd í Tónabíói. Myndin sló öll fyrri sýningarmet.
- 1993 - Veiðar íslenskra togara hófust í Smugunni svonefndu, sem er hafsvæði á milli fiskveiðilögsagna Noregs og Rússlands. Áður höfðu Færeyingar veitt þar undir hentifána.
- 1993 - Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, kom í opinbera heimsókn til Íslands.
- 1996 - Netscape Navigator 3.0 kom út. Þetta var fyrsti vafrinn með innbyggðan JavaScript-túlk.
- 2008 - Rauðhumla sást í fyrsta sinn á Íslandi.
FæddBreyta
- 232 - Probus, Rómarkeisari (d. 282).
- 1596 - Elísabet Stuart, dóttir Jakobs 1. Englandskonungs, síðar kjörfurstaynja í Pfals og drottning Bæheims (d. 1662).
- 1631 - John Dryden, enskur rithöfundur (d. 1700).
- 1689 - Samuel Richardson, enskur rithöfundur (d. 1761).
- 1741 - Árni Þórarinsson, Hólabiskup (d. 1787).
- 1750 - Johann Galletti, þýskur sagnfræðingur (d. 1828).
- 1826 - Helgi Hálfdanarson, sálmaskáld (d. 1894).
- 1844 - Kristian Kaalund, danskur textafræðingur (d. 1919).
- 1871 - Orville Wright, flugvélasmiður (d. 1948).
- 1883 - Axel Pehrsson-Bramstorp, sænskur stjórnmálamaður (d. 1954).
- 1900 - Gilbert Ryle, breskur heimspekingur (d. 1976).
- 1921 - Eugene Wesley Roddenberry, bandarískur handritshöfundur (d. 1991).
- 1942 - Fred Thompson, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1943 - Þór Whitehead, íslenskur sagnfræðingur.
- 1946 - Bill Clinton, 42. forseti Bandaríkjanna.
- 1951 - Árni Pétur Guðjónsson, íslenskur leikari.
- 1952 - Kristinn H. Gunnarsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1965 - Kyra Sedgwick, bandarísk leikkona.
- 1969 - Matthew Perry, kanadískur leikari.
- 1971 - Steinar Þór Guðgeirsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1989 - Sara Nuru, þýsk fyrirsæta.
DáinBreyta
- 14 - Ágústus, Rómarkeisari (f. 63 f.Kr.).
- 440 - Sixtus 3. páfi.
- 498 - Anastasíus 2. páfi.
- 1506 - Alexander Jagiellon Póllandskonungur (f. 1461).
- 1580 - Andrea Palladio, ítalskur arkitekt (f. 1508).
- 1662 - Blaise Pascal, franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur og heimspekingur (f. 1623).
- 1936 - Federico García Lorca, spænskt skáld (f. 1898).
- 1954 - Alcide De Gasperi, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1881).
- 2008 - Levy Mwanawasa, forseti Sambiu (f. 1948).