19. ágúst
dagsetning
Júl – Ágúst – Sep | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
2024 Allir dagar |
19. ágúst er 231. dagur ársins (232. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 134 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 14 - Tíberíus tók við völdum sem Rómarkeisari eftir lát Ágústusar.
- 1305 - Loðvík 10. Frakkakonungur gekk að eiga Klementíu af Ungverjalandi.
- 1399 - Ríkharður 2. Englandskonungur gafst upp fyrir Hinriki Bolingbroke og afsalaði sér krúnunni.
- 1493 - Maximilían varð keisari hins Heilaga rómverska ríki.
- 1561 - María Skotadrottning sneri heim frá Frakklandi, þar sem hún hafði alist upp.
- 1572 - Hinrik 3. af Navarra giftist Margréti af Valois, systur Karls 9. Frakkakonungs.
- 1745 - Uppreisn Jakobíta hófst í Skotlandi.
- 1809 - Jörundur hundadagakonungur afsalaði sér völdum á Íslandi.
- 1871 - Alþingismenn stofnuðu Hið íslenska þjóðvinafélag til þess að efla meðvitund Íslendinga um þjóðerni sitt.
- 1919 - Afganistan varð sjálfstætt ríki.
- 1939 - Blindrafélagið var stofnað á Íslandi.
- 1949 - Kvikmyndafyrirtækið Edda-Film var stofnað í Reykjavík.
- 1956 - Á Hólum í Hjaltadal var haldin hátíð í minningu þess að 850 ár voru liðin frá stofnun biskupsstóls þar.
- 1959 - Fyrstu símsendu myndirnar í íslensku dagblaði birtust í Morgunblaðinu og voru þær frá landsleik Danmerkur og Íslands í Kaupmannahöfn daginn áður. Leiknum lauk með jafntefli.
- 1963 - Sæsímastrengurinn Icecan var tekinn í notkun.
- 1964 - Kvikmynd Bítlanna, A Hard Day's Night, var frumsýnd í Tónabíói á Íslandi og sló öll fyrri sýningarmet.
- 1971 - Herforingjabylting í Bólivíu kom Hugo Banzer til valda.
- 1980 - Yfir 300 manns létust þegar kviknaði í Saudia flugi 163 í Riyadh.
- 1981 - Sidraflóaatvikið 1981: Tvær líbískar orrustuþotur voru skotnar niður af bandarískum orrustuþotum yfir Sidraflóa.
- 1987 - Hungerford-fjöldamorðin: Michael Ryan skaut 16 manns til bana í Bretlandi.
- 1987 - Konur gátu í fyrsta sinn fengið sokkabandsorðuna í Bretlandi.
- 1989 - Friðarsamkoman Samevrópska lautarferðin var haldin á landamærum Austurríkis og Ungverjalands.
- 1989 - Kólumbíska lögreglan hóf handtökur 11.000 grunaða eiturlyfjasala vegna morða á háttsettum embættismönnum og forsetaframbjóðanda.
- 1990 - Leonard Bernstein stjórnaði sínum síðustu tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Boston.
- 1991 - Ágústvaldaránið í Sovétríkjunum: Átta sovéskir embættismenn og herforingjar rændu Mikhaíl Gorbatsjev. Boris Jeltsín hélt fræga ræðu ofan af skriðdreka við þinghúsið í Moskvu.
- 1993 - Veiðar íslenskra togara hófust í Smugunni svonefndu, sem er hafsvæði á milli fiskveiðilögsagna Noregs og Rússlands. Áður höfðu Færeyingar veitt þar undir hentifána.
- 1993 - Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, kom í opinbera heimsókn til Íslands.
- 1996 - Netscape Navigator 3.0 kom út. Þetta var fyrsti vafrinn með innbyggðan JavaScript-túlk.
- 1999 - Tugþúsundir mótmælenda í Belgrad kröfðust þess að Slobodan Milošević segði af sér sem forseti Júgóslavíu.
- 2002 - Téténskir skæruliðar skutu niður rússneska þyrlu við Kankala. 118 hermenn létust.
- 2003 - Bílasprengja sprakk í hverfi Sameinuðu þjóðanna í Bagdad með þeim afleiðingum að 22 létust, þar á meðal sérstakur sendimaður Sþ í Írak, Sergio Vieira de Mello.
- 2003 - 23 létust og 100 særðust þegar sjálfsmorðssprengjumaður á vegum Hamas gerði árás á strætisvagn í Jerúsalem.
- 2008 - Rauðhumla sást í fyrsta sinn á Íslandi.
- 2010 - Síðustu bandarísku bardagasveitirnar yfirgáfu Írak en um 50.000 hermenn voru áfram í landinu.
- 2020 – Malíski herinn framdi valdarán gegn forsetanum Ibrahim Boubacar Keïta.
Fædd
breyta- 232 - Probus, Rómarkeisari (d. 282).
- 1596 - Elísabet Stuart, dóttir Jakobs 1. Englandskonungs, síðar kjörfurstaynja í Pfals og drottning Bæheims (d. 1662).
- 1631 - John Dryden, enskur rithöfundur (d. 1700).
- 1689 - Samuel Richardson, enskur rithöfundur (d. 1761).
- 1741 - Árni Þórarinsson, Hólabiskup (d. 1787).
- 1750 - Johann Galletti, þýskur sagnfræðingur (d. 1828).
- 1826 - Helgi Hálfdanarson, sálmaskáld (d. 1894).
- 1844 - Kristian Kaalund, danskur textafræðingur (d. 1919).
- 1871 - Orville Wright, flugvélasmiður (d. 1948).
- 1883 - Axel Pehrsson-Bramstorp, sænskur stjórnmálamaður (d. 1954).
- 1893 - Inge Krokann, norskur rithöfundur (d. 1962).
- 1896 - Sigurður Jónasson, íslenskur stjórnmála- og athafnamaður (d. 1965).
- 1900 - Gilbert Ryle, breskur heimspekingur (d. 1976).
- 1902 - Ogden Nash, bandarískt ljóðskáld (d. 1971).
- 1921 - Eugene Wesley Roddenberry, bandarískur handritshöfundur (d. 1991).
- 1942 - Fred Thompson, bandarískur stjórnmálamaður (d. 2015).
- 1943 - Þór Whitehead, íslenskur sagnfræðingur.
- 1946 - Bill Clinton, 42. forseti Bandaríkjanna.
- 1951 - Árni Pétur Guðjónsson, íslenskur leikari.
- 1951 - Jean-Luc Mélenchon, franskur stjórnmálamaður.
- 1952 - Kristinn H. Gunnarsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1965 - Kyra Sedgwick, bandarísk leikkona.
- 1969 - Matthew Perry, kanadískur leikari.
- 1971 - Steinar Þór Guðgeirsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1973 - Andrea Ferro, ítalskur söngvari.
- 1975 - Francisco Fernández, síleskur knattspyrnumaður.
- 1989 - Sara Nuru, þýsk fyrirsæta.
- 2001 - Guðjón Ernir Hrafnkelsson, íslenskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 14 - Ágústus, Rómarkeisari (f. 63 f.Kr.).
- 440 - Sixtus 3. páfi.
- 498 - Anastasíus 2. páfi.
- 1186 - Geoffrey 2. hertogi af Bretagne (f. 1158).
- 1506 - Alexander Jagiellon Póllandskonungur (f. 1461).
- 1580 - Andrea Palladio, ítalskur arkitekt (f. 1508).
- 1662 - Blaise Pascal, franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur og heimspekingur (f. 1623).
- 1891 - Gestur Pálsson, íslenskur rithöfundur (f. 1852).
- 1925 - Sigurður Kristófer Pétursson, íslenskur fræðimaður (f. 1882).
- 1936 - Federico García Lorca, spænskt skáld (f. 1898).
- 1954 - Alcide De Gasperi, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1881).
- 1967 - Hugo Gernsback, bandarískur útgefandi (f. 1884).
- 1977 - Groucho Marx, bandarískur leikari (f. 1890).
- 1994 - Linus Pauling, bandarískur efnafræðingur (f. 1901).
- 2008 - Levy Mwanawasa, forseti Sambiu (f. 1948).
- 2012 - Tony Scott, breskur kvikmyndaleikstjóri (f. 1944).
- 2021 - Raoul Cauvin, belgískur myndasöguhöfundur (f. 1938).