6. október
dagsetning
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2024 Allir dagar |
6. október er 279. dagur ársins (280. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 86 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 891 - Formósus varð páfi.
- 1521 - Hannes Eggertsson var skipaður hirðstjóri á Íslandi.
- 1659 - Hollenskt kaupskip sökk í höfninni í Flatey á Breiðafirði.
- 1689 - Pietro Vito Ottoboni varð Alexander 8. páfi.
- 1863 - Stofnað var félag til að byggja sjúkrahús í Reykjavík. Konur söfnuðu fyrir sjúkrahúsinu, sem tók til starfa við Aðalstræti árið 1866.
- 1895 - Vígt var samkomuhús Hjálpræðishersins í Reykjavík, sem þar með hóf að starfa á Íslandi. Húsið var gamli spítalinn við Aðalstræti.
- 1919 - Alþingi setti lög um stofnun hæstaréttar á Íslandi, og tók hann til starfa um miðjan febrúar 1920.
- 1942 - Húsmæðrakennaraskóli Íslands tók til starfa undir stjórn Helgu Sigurðardóttur.
- 1961 - Minnst var hálfrar aldar afmælis Háskóla Íslands og var Háskólabíó vígt við það tækifæri. Þar var lengi stærsta bíótjald í Evrópu, um 200 fermetrar.
- 1973 - Jom kippúr-stríðið hófst með árás Egypta og Sýrlendinga á Ísrael.
- 1976 - Fjöldamorðin í Thammasat-háskóla: Tugir námsmanna sem höfðu mótmælt endurkomu hershöfðingjans Thanom Kittikachorn til Taílands voru myrtir af vopnuðum konungssinnum. Síðar sama dag tók ný herforingjastjórn við völdum í landinu.
- 1978 - Ruhollah Khomeini var rekinn frá Írak. Hann flúði til Frakklands.
- 1980 - Jarðstöðin Skyggnir var tekin í notkun og var þá komið gervihnattasamband við útlönd.
- 1981 - Anwar Sadat, forseti Egyptalands var myrtur.
- 1987 - Sænski njósnarinn Stig Bergling slapp úr fangelsi og flúði frá Svíþjóð með eiginkonu sinni. Í kjölfarið sagði dómsmálaráðherra Svíþjóðar, Sten Wickbom, af sér.
- 1992 - Lennart Meri varð fyrsti forseti Eistlands eftir endurheimt sjálfstæðis.
- 1998 - Matthew Shepard var barinn illa í Laramie, Wyoming.
- 1999 - Spacewatch-verkefnið uppgötvaði eitt af tunglum Júpíters, Kalliróe.
- 2000 - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin CSI hóf göngu sína á CBS.
- 2000 - Bandaríska kvikmyndin Meet the Parents var frumsýnd.
- 2000 - Síðasti Mini-bíllinn var framleiddur í Longbridge á Englandi.
- 2002 - Jóhannes Páll 2. páfi lýsti stofnanda Opus Dei, Josemarìa Escrivà de Balaguer, dýrling kaþólsku kirkjunnar.
- 2004 - Þriðja lestarslysið varð á Íslandi þegar farþegalest og vöruflutningalest skullu saman við Kárahnjúkavirkjun.
- 2006 - Fyrsta tölublað Nyhedsavisen kom út í Danmörku.
- 2007 - Forsetakosningar fóru fram í Pakistan.
- 2007 - Bandaríski líffræðingurinn Craig Venter tilkynnti að tekist hefði að búa til litning á tilraunastofu.
- 2008 - Geimkönnunarfarið MESSENGER flaug framhjá Merkúr í annað sinn.
- 2008 - Bankahrunið: Alþingi samþykkti neyðarlög um auknar valdheimildir Fjármálaeftirlitsins til að hlutast til um rekstur fjármálafyrirtækja.
- 2008 - Bankahrunið: Geir Haarde forsætisráðherra Íslands flutti sjónvarpsávarp þar sem hann bað Guð að blessa Ísland.
- 2018 - Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipun Brett Kavanaugh við Hæstarétt Bandaríkjanna með 50 atkvæðum gegn 48, sem var minnsti munur atkvæða frá 1881.
- 2019 – Þingkosningar voru haldnar í Portúgal. Sósíalistaflokkurinn undir forystu António Costa vann sigur með um 36,65% atkvæða.
- 2021 - Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samþykkti fyrsta bóluefnið gegn malaríu.
- 2022 - Fyrsti fundur Evrópska stjórnmálabandalagsins fór fram í Prag.
Fædd
breyta- 1289 - Venseslás 3., konungur Bæheims (d. 1306).
- 1550 - Karin Månsdóttir Svíadrottning, kona Eiríks 14. (d. 1612)
- 1552 - Matteo Ricci, ítalskur trúboði (d. 1610).
- 1654 - Johan Peringskiöld, sænskur fornfræðingur (d. 1720).
- 1742 - Johan Herman Wessel, danskt skáld (d. 1785).
- 1773 - Loðvík Filippus Frakkakonungur (d. 1850).
- 1808 - Friðrik 7. Danakonungur (d. 1863).
- 1820 - Jenny Lind, sænsk sópransöngkona (d. 1887).
- 1826 - Benedikt Gröndal, íslenskur rithöfundur (d. 1907).
- 1849 - Basil Zaharoff, grískur vopnasölumaður (d. 1936).
- 1872 - Carl Gustaf Ekman, forsætisráðherra Svíþjóðar (d. 1945).
- 1887 - Charles-Édouard Jeanneret-Gris, síðar þekktur sem Le Corbusier, svissneskur arkitekt (d. 1965).
- 1888 - Ásmundur Guðmundsson, íslenskur biskup (d. 1969)
- 1907 - Stefán Íslandi, íslenskur söngvari (d. 1994).
- 1908 - Luis de Souza, perúskur knattspyrnumaður (d. 2008).
- 1914 - Thor Heyerdahl, norskur landkönnuður (d. 2002).
- 1919 - Jónas H. Haralz, íslenskur hagfræðingur (d. 2012).
- 1930 - Hafez al-Assad, forseti Sýrlands (d. 2000).
- 1942 - Britt Ekland, sænsk leikkona.
- 1945 - Ársæll Örn Kjartansson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1958 - Lai Ching-te, taívanskur stjórnmálamaður.
- 1963 - Elisabeth Shue, bandarísk leikkona.
- 1963 - Thomas Bickel, svissneskur knattspyrnumaður.
- 1965 - Jürgen Kohler, þýskur knattspyrnumaður.
- 1972 - Mark Schwarzer, ástralskur knattspyrnumaður.
- 1975 - Olga Færseth, íslensk knattspyrnukona.
- 1978 - Ricky Hatton, breskur boxari.
- 1980 - Hjörvar Hafliðason, íslenskur fjölmiðlamaður.
- 1990 - Hotaru Yamaguchi, japanskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1349 - Jóhanna 2. Navarradrottning (f. 1312).
- 1892 - Alfred Tennyson, breskt skáld (f. 1809).
- 1912 - Auguste Beernaert, belgískur stjórnmálamaður (f. 1829).
- 1943 - Ignaz Trebitsch-Lincoln, ungverskur njósnari, trúarleiðtogi og svikahrappur (f. 1879).
- 1946 - Per Albin Hansson, sænskur stjórnmálamaður (f. 1885).
- 1953 - Vera Mukhina, sovéskur myndhöggvari (f. 1889).
- 1955 - Jean Doisy, belgískur myndasöguhöfundur (f. 1900).
- 1962 - Jón Kjartansson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1893).
- 1976 - Gilbert Ryle, breskur heimspekingur (f. 1900).
- 1980 - Shigemaru Takenokoshi, japanskur knattspyrnumaður (f. 1980).
- 1981 - Anwar Sadat, forseti Egyptalands (f. 1918).
- 1986 - Björn Þorsteinsson, íslenskur sagnfræðingur (f. 1918).
- 1989 - Bette Davis, bandarísk leikkona (f. 1908).
- 2009 - Hjalti Gestsson, íslenskur búfjárræktarráðunautur (f. 1916).
- 2012 - J.J.C. Smart, ástralskur heimspekingur (f. 1920).
- 2017 - Ralphie May, bandarískur leikari (f. 1972).
- 2020 – Eddie Van Halen (f. 1955).