Marburg er borg í þýska sambandslandinu Hessen og er með 73 þúsund íbúa (31. des 2013). Borgin var áður víðfræg fyrir háskólann (Philipps-Universität) en þar lærðu og kenndu margir þekktir einstaklingar.

Marburg
Skjaldarmerki Marburg
Staðsetning Marburg
SambandslandHessen
Flatarmál
 • Samtals124,5 km2
Hæð yfir sjávarmáli
186 m
Mannfjöldi
 • Samtals73.125 (31 des 2.013)
 • Þéttleiki587/km2
Vefsíðawww.marburg.de
Göngugatan Wettergasse

Marburg liggur við ána Lahn nokkuð miðsvæðis í Hessen. Næstu borgir eru Frankfurt am Main til suðurs (70 km) og Kassel til norðurs (60 km).

Skjaldarmerki

breyta

Skjaldarmerki Marburg sýnir riddara á hvítum hesti. Hann heldur á flaggi sem er blátt M á gulum grunni í einni hendi, í hinni er skjöldur með hvítu ljóni á bláum grunni. Riddarinn er landgreifinn af Hessen. Ljónið er tákn Hessen en M-ið í fánanum er upphafstafur Marburg. Skjaldarmerki þetta var tekið upp í lok 19. aldar.

Orðsifjar

breyta

Marburg hét upphaflega Marbachburg, eftir læknum Marbach. Marbach merkir landamerkjalækur. Mar er dregið af orðinu Marken (mörk) og merkir hér landamerki. Bach er lækur.[1]

Saga Marborgar

breyta

Upphaf

breyta
 
Elísabetarkirkjan er reist á gröf heilagrar Elísabetar

Upphaf Marburg er kastalavirkið mikla sem reist var á 11. öld, jafnvel aðeins fyrr. Bæjarheitið kom fyrst við skjöl 1138 eða 1139. Á skjali frá 1222 kemur fram að Marburg sé þegar komin með borgarréttindi. 1228 kaus landgreifafrúin Elísabet frá Þýringalandi (Thüringen) Marburg sem aðsetur sitt. Við það byrjaði borgin að vaxa. Elísabet reisti spítala, þjónustaði sjúka og varð að goðsögn í lifanda lífi. Hún lést aðeins 24 ára gömul og var tekin í hóp dýrlinga aðeins 7 árum eftir dauða sinn. Hin mikla Elísabetarkirkja var reist á gröf hennar. Marburg varð þá að pílagrímsborg fyrir kaþólikka í Evrópu.

Upplýsing

breyta

1509 varð Filippus hinn kjarkmikli nýr landgreifi í héraðinu, þá aðeins 13 ára gamall. Snemma aðhylltist hann lúterstrú og barðist hann alls staðar af miklum þrótti fyrir siðaskiptunum. Í Marburg fóru siðaskiptin einnig snemma fram. Fyrir vikið stofnaði Filippus háskóla í borginni 1527 og var hann fyrsti háskóli mótmælenda í Þýskalandi yfir höfuð (Philipps-Universität). Hann bauð til mikils þings í háskólanum 1529 þar sem nafntogaðir siðaskiptamenn mættu og ræddu um hina nýju trú. Má þar nefna Martein Lúther, Ulrich Zwingli, Philipp Melanchton, Stephan Agricola og fleiri. Hápunkturinn voru rökræður Lúthers og Zwinglis um sakramentið. 1623 hertók Tilly borgina og hélt henni til skamms tíma í 30 ára stríðinu. Borgin kom hins vegar lítið við sögu næstu aldir.

Nýrri tímar

breyta

1866 var Marburg innlimuð í Prússland og var það mikil lyftistöng háskólann. Á þremur áratugum þrefaldaðist íbúafjöldi borgarinnar. Í heimstyrjöldinni síðari slapp Marburg að mestu við loftárásir, nema hvað aðaljárnbrautarstöðin og tvö önnur mannvirki voru sprengd. 29. mars 1945 hertóku bandarískir hermenn undir stjórn Pattons hershöfðingja borgina bardagalaust og varð hún hluti af bandaríska hernámssvæðinu. Í dag er háskólinn enn langstærsti vinnustaðurinn í borginni. Þar nema tæplega 20 þúsund stúdentar.

Íþróttir

breyta

Helstu íþróttagreinar borgarinnar eru körfubolti og ruðningur. Kvennaliðið BC Marburg í körfubolta varð þýskur meistari 2003 og bikarmeistari sama ár. Karlaliðið Marburg Mercenaries í ruðningi urðu Evrópubikarmeistarar 2005 og lentu í 2. sæti í þýsku deildinni árið eftir.

Vinabæir

breyta
 
Skilti með skjaldarmerkjum vinabæja Marborgar

Marburg viðheldur vinabæjatengslum við eftirfarandi borgir:

Helstu stúdentar og kennarar við háskólann

breyta

Byggingar og kennileiti

breyta
 
Marbach-kastalinn
  • Elísabetarkirkjan er þekktasta kirkja borgarinnar. Hún var reist á 13. öld og erhelguð heilagri Elísabetu frá Thüringen.
  • Marbach-kastalinn er kastalavirkið sem byggðin myndaðist upphaflega í kringum. Hann var upphaflega reistur á 11. öld. Það var í honum sem siðaskiptin upphófust í Hessen 1526 og það var í honum sem háskólinn var formlega stofnaður ári síðar. Og þar var í honum sem trúfundurinn mikli fór fram 1529.

Myndasafn

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Geographische Namen in Deutschland. Duden. 1993. Bls 179.

Heimildir

breyta