Öræfasveit
Öræfasveit, Öræfi áður Litlahérað er vestasta sveitin í Sveitarfélaginu Hornafirði (Áður Austur-Skaftafellssýslu), milli Breiðamerkursands og Skeiðarársands, austan við Kirkjubæjarklaustur og sunnan Öræfajökuls. Á miðöldum var þessi sveit kölluð Hérað eða Litlahérað en hún fór í eyði í kjölfar eldgoss í Öræfajökli árið 1362 og vatnsflóðs sem því fylgdi og var eftir það kölluð Öræfi.
Sveitin var lengst af mjög einangruð þar sem tvö stór vatnsföll tálmuðu ferðir bæði í austur og vestur. Þessi einangrun stóð þar til Jökulsá á Breiðamerkursandi var brúuð árið 1967 og Skeiðarárbrúin opnaði 1974 og þar með Hringvegurinn.
Í Öræfum var þjóðgarður í Skaftafelli sem var stofnaður 1967. Síðar varð hann hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.
Tenglar
breyta- Vísindavefurinn: Líkist Öræfasveit Pompeii á Ítalíu?
- MBL: Líklegt að gusthlaup hafi eytt Litla-Héraði
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.