Gerald McCullouch
Gerald McCullouch (fæddur 30. mars 1967) er bandarískur leikari, leikstjóri, handritshöfundur og söngvari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í CSI: Crime Scene Investigation sem Bobby Dawson.
Gerald McCullouch | |
---|---|
Fæddur | Gerald McCullouch 30. mars 1967 |
Ár virkur | 1990 - |
Helstu hlutverk | |
Bobby Dawson í CSI: Crime Scene Investigation |
Einkalíf
breytaMcCullouch fæddist í Huntsville, Alabama í Bandaríkjunum og er af írskum og skoskum uppruna. Fyrsta hlutverk hans fékk hann aðeins aðeins 16 ára sem söngvari í vestrarevíu við Six Flags Over Georgia. Hafnaði hann námsstyrk við Savannah College of Art and Design til þess að stunda nám við Ríkisháskólann í Flórída á BFA Musical Theatre-námsbrautinni. Eftir að hafa lifað af alvarlegt bílslys á öðru ári sínu sem skildi hann eftir í dauðadái, þá byrjaði hann feril sinn í Atlanta, Georgíu. McCullouch kom fram sem uppistandari á hinum fræga stað Improv.
McCullouch er samkynheigður og hefur bæði leikstýrt og leikið í mörgum samkynheigðum uppfærslum.
Ferill
breytaFyrsta hlutverk McCullouch var í sjónvarpsþættinum In the Heat of the Night frá árinu 1990. Hefur síðan þá komið fram í sjónvarpsþáttum á borð við: Melrose Place, NCIS og Law & Order: Special Victims Unit. Hann hefur frá árinu 2000 verið með reglulegt gestahlutverk í CSI: Crime Scene Investigation sem skotvopnasérfræðingurinn Bobby Dawson.
McCullouch leikstýrði verðlauna-stuttmyndinni The Moment After frá 2002, sem fékk góðar viðtökur og var sýnd á hátíðum um heim allan.
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1999 | Smut | Blaðamaður | |
2000 | Home to Horror Story | Meðallögreglumaður | |
2000 | Auggie Rose | Mr. Lark | |
2002 | The Moment After | Tracey | |
2006 | Locked | Rhys O´Connor | |
2009 | Hungry for Love | Lamont Fowler | |
2010 | The Mikado Project | Dennis | |
2010 | BearCity | Roger | |
2011 | G.W.B. | Fréttaþulur | Talaði inn á |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1990 | In the Heat of the Night | Tom | Þáttur: Home Is Where the Heart Is |
1994 | Chicago Hope | N.D. tæknimaður nr. 2 | Þáttur: Pilot |
1995 | Beverly Hills, 90210 | Dan McGrath | 4 þættir |
1998 | 7th Heaven | John Gorman | Þáttur: And a Nice Chianti |
1998-1999 | Melrose Place | Frank | 2 þættir |
1999 | Pirates of Silicon Valley | Rod Brock | Sjónvarpsmynd |
2003 | NCIS | Alríkisfulltrúi | Þáttur: Yankee White |
2007 | Law & Order: Criminal Intent | Kevin Quinn | Þáttur: Amends |
2010 | Law & Order: Special Victims Unit | Ben McWilliams | Þáttur: Quickie |
2000-2010 | CSI: Crime Scene Investigation | Bobby Dawson | 36 þættir |
Leikstjóri
breyta- 2002: The Moment After
Handritshöfundur
breyta- 2002: The Moment After
Verðlaun og tilnefningar
breytaFort Worth Gay and Lesbian alþjóðlega kvikmyndahátíðin
- 2003: Verðlaun sem besta stuttmyndin fyrir Quintessence
Rhode Island alþjóðlega kvikmyndahátíðin
- 2002: Verðlaun fyrir bestu stuttmyndina fyrir The Moment After
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Gerald McCullouch“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. apríl 2011.
- Gerald McCullouch á IMDb
- Heimasíða Gerald McCullouch