1968
ár
Árið 1968 (MCMLXVIII í rómverskum tölum)
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Á ÍslandiBreyta
- 26. maí - H-dagurinn, en þann dag var skipt yfir í hægri umferð á Íslandi.
- 23. júní - Keflavíkurganga á vegum hernámsandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur.
- 30. júní - Kristján Eldjárn kjörinn forseti Íslands.
Fædd
- 23. mars - Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri.
- 27. maí - Sæmundur Kristinn Sigurðsson, tæknistjóri RÚV
Dáin
- 30. janúar - Ágúst Jósefsson, íslenskur verkalýðsleiðtogi (f. 1874).
- 19. febrúar - Guðrún Indriðadóttir, íslensk leikkona (f. 1882).
- 30. júlí - Jón Leifs, tónskáld (f. 1899)
ErlendisBreyta
- 5. janúar - Vorið í Prag byrjar.
- 16. mars - Víetnamstríðið: Fjöldamorðin í My Lai. Bandarískir hermenn slátra heilu þorpi þrátt fyrir að þar væru engir karlmenn á hermennskualdri.
- 4. apríl - Martin Luther King er myrtur af James Earl Ray í Memphis, Tennessee.
- 20. apríl - Pierre Elliott Trudeau er valinn fimmtándi forsætisráðherra Kanada.
- 2. maí - Maíuppþotin í París hefjast með því að stjórn Parísarháskóla í Nanterre ákveður að loka skólanum vegna árekstra við stúdenta.
- 5. júní - Robert F. Kennedy er myrtur af Sirhan Sirhan í Los Angeles, Kalifornía.
- 20. ágúst - Vorið í Prag er brotið aftur af 200.000 hermönnum og 5.000 skriðdrekum frá Varsjárbandalaginu.
Fædd
- 18. febrúar - Molly Ringwald, leikkona.
- 2. mars - Daniel Craig, leikari.
- 4. mars - Patsy Kensit, leikkona og söngkona.
- 6. mars - Moira Kelly, leikkona.
- 30. mars - Céline Dion, söngkona.
- 7. maí - Traci Lords, söngkona og leikkona.
- 28. maí - Kylie Minogue, söngkona og leikkona.
- 1. júní - Jason Donovan, leikari og söngvari.
- 13. júní - David Gray, enskur tónlistarmaður.
- 21. júlí - Brandi Chastain
- 5. ágúst - Marine Le Pen, franskur stjórnmálamaður
- 25. september - Will Smith, bandarískur söngvari, rappari og leikari.
- 23. nóvember - Hamid Hassani, íranskur fræðimaður og rannsakandi.
- 2. desember - Lucy Liu, leikkona.
Dáin
- 27. mars - Júrí Gagarín, fyrsti maðurinn sem fór út í geiminn (f. 1934).
- 4. apríl - Martin Luther King, bandarískur mannréttindafrömuður (f. 1929).
- 28. júlí - Otto Hahn, þýskur efnafræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1879).
- 20. desember - John Steinbeck, bandarískur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1902).