Rúanda er lítið landlukt land í Mið-Afríku við Stóru vötnin. Það á landamæriÚganda, Búrúndí, Lýðveldinu Kongó og Tansaníu. Rúanda er frjósamt, hæðótt land og hefur verið kallað „þúsund hæða landið“ (pays des mille collines). Það er með þéttbýlustu löndum álfunnar. Landið varð hluti af Þýsku Austur-Afríku 1895, en varð að belgísku verndarsvæði eftir fyrri heimsstyrjöld, þar til það fékk sjálfstæði árið 1962. Árið 1994 komst þjóðarmorðið í Rúanda í heimsfréttirnar þar sem hundruð þúsunda voru drepin á örskömmum tíma. Árið 2008 varð rúandska þingið það fyrsta í heiminum þar sem konur voru meirihluti þingmanna. Í Rúanda vinna konur í öllum starfsgreinum og aukin völd kvenna hafa meðal annars leitt til þess að forn feðraveldislög hafa verið afnumin.

Republika y'u Rwanda
Fáni Rúanda Skjaldarmerki Rúanda
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Frelsi, samvinna, framþróun
Þjóðsöngur:
Rwanda nziza
Staðsetning Rúanda
Höfuðborg Kígalí
Opinbert tungumál kinyarwanda, franska og enska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti
Forsætisráðherra
Paul Kagame
Pierre Habumuremyi
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
144. sæti
26.338 km²
5,3
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
81. sæti
12.012.589
419,8/km²
VLF (KMJ) áætl. 2013
 - Samtals 7,769 millj. dala (134. sæti)
 - Á mann 1.592 dalir (165. sæti)
Gjaldmiðill rúandískur franki
Tímabelti UTC+2
Þjóðarlén .rw
Landsnúmer 250

BorgarastyrjöldinBreyta

Árið 1990 varð borgarastyrjöld í Rúanda á milli þjóðarbrotanna Hútúa sem voru í ríkistjórn og Tútsa sem voru andspyrnusinnar. Tútsar voru ljósari yfirlitum og hávaxnir og þar með líkari Belgum. Hútúar eru þeldökkir og ólíkari Belgum. Hvort sem það var af þeim sökum eða öðrum höfðu Belgar gert Tútsum hærra undir höfði þegar Rúanda var nýlenda Belgíu en þegar Belgar fóru fengu Hútúar, sem eru fjölmennari, völdin. Hútúmenn ákváðu að hefna sín á Tútsum og ætluðu hreinlega að drepa alla Tútsímenn í landinu.

Í apríl 1994 var flugvél þáverandi forseta skotin niður og varð sá atburður kveikjan að þjóðarmorðinu. Útvarpsstöð sem var kölluð "Hutu power" eða "Kraftur Hútú" hafði mjög mikil áhrif á Hútúmenn og hvatti þá til þess að drepa alla Tútsa og líka Hútúmenn ef þeir voru að hýsa eða reyna að hjálpa Tútsímönnum. Vestrænar þjóðir gerðu lítið sem ekkert til þess að grípa inn í ástandið sem upp var komið og hafa margar Afríkuþjóðir fordæmt vestrænar þjóðir eftir þessi hræðilegu þjóðarmorð. Talið er að um 800 þúsund manns hafið látið lífið í þessum átökum.

   Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.