Forugh Farrokhzad
Forugh Farrokhzad (28. desember 1934 – 14. febrúar 1967) var íranskt skáld og kvikmyndagerðarkona undir áhrifum frá módernisma og femínisma. Ljóð hennar voru umdeild og eftir írönsku byltinguna voru þau bönnuð í meira en áratug. Hún leikstýrði árið 1963 heimildarmyndinni Húsið er svart um heimili fyrir líkþráa í Teheran, sem er talin eitt af lykilverkum írönsku nýbylgjunnar. Hún lést í bílslysi, aðeins 32 ára gömul.