Sunnudagur

helgidagur kristinnar kirkju og lögboðinn frídagur á Íslandi

Sunnudagur er 1. dagur vikunnar og er nefndur eftir sólinni en á skáldamáli er hún einnig nefnd sunna. Dagurinn er á eftir laugardegi og undan mánudegi.

Í dagatölum er sunnudagurinn oft hafður sem seinasti dagur vikunnar vegna þess að almenn vinnuvika byrjar yfirleitt á mánudegi.

Allir mánuðir sem hefjast á sunnudegi innihalda föstudaginn þrettánda.

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu