Suður-Afríka

Ekki rugla saman við suðurhluta Afríku.

Suður-Afríka er land í suðurhluta Afríku og nær yfir suðurodda álfunnar. Það á landamæri að Namibíu, Botsvana, Simbabve, Mósambík og Svasílandi. Lesótó er sjálfstætt ríki innan landamæra Suður-Afríku.

Lýðveldið Suður-Afríka
Republic of South Africa (enska)
Republiek van Suid-Afrika (afríkanska)
iRiphabliki yeSewula Afrika (suður-ndebele)
iRiphabliki yomZantsi Afrika (xhosa)
iRiphabhuliki yaseNingizimu Afrika (súlúmál)
iRiphabhulikhi yeNingizimu Afrika (svasí)
Repabliki ya Afrika-Borwa (norður-sótó)
Rephaboliki ya Afrika Borwa (sótó)
Rephaboliki ya Aforika Borwa (tsvana)
Riphabliki ra Afrika Dzonga (tsonga)
Riphabuḽiki ya Afurika Tshipembe (venda)
Fáni Suður-Afríku Skjaldarmerki Suður-Afríku
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
!ke e: ǀxarra ǁke
(/Xam: Eining í fjölbreytni eða bókst. Ólíkt fólk sameinist)
Þjóðsöngur:
Nkosi Sikelel' iAfrika/Die Stem van Suid-Afrika
Staðsetning Suður-Afríku
Höfuðborg Höfðaborg (löggjafinn)
Pretoría (stjórnsýslan)
Bloemfontein (dómsvaldið)
Opinbert tungumál afríkanska, enska, súlúmál, xhosa, svasí, ndebele, suður-sótó, norður-sótó, tsonga, tsvana, venda
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Cyril Ramaphosa
Varaforseti David Mabuza
Sjálfstæði
 - Yfirráðasvæði 31. maí 1910 
 - Lýðveldi 31. maí 1961 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
25. sæti
1.221.037 km²
0
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
25. sæti
52.981.991
42,4/km²
VLF (KMJ) áætl. 2014
 - Samtals 623,201 millj. dala (25. sæti)
 - Á mann 11.914 dalir (82. sæti)
Gjaldmiðill rand (R)
Tímabelti UTC+2
Keyrt er vinstri megin
Þjóðarlén .za
Landsnúmer +27

Suður-Afríka er fjölþjóðlegt samfélag þar sem íbúar tilheyra mörgum ólíkum þjóðarbrotum sem tala ólík tungumál. Í stjórnarskrá Suður-Afríku eru ellefu tungumál skilgreind sem opinber tungumál landsins. Tvö þessara tungumála eru af evrópskum uppruna: enska og afrikaans sem þróaðist út frá hollensku. Enska er almennt notuð á opinberum vettvangi en hún er þó aðeins fjórða algengasta móðurmálið.

Um 80% íbúa Suður-Afríku teljast til afrískra þjóðarbrota sem tala nokkur ólík bantúmál. Um 20% íbúa eiga evrópskan, asískan eða blandaðan uppruna. Öllum þjóðarbrotum og málahópum er tryggt sæti á suðurafríska þinginu. Stjórn landsins var í höndum hvíts minnihluta til ársins 1994. Stjórnin rak aðskilnaðarstefnu frá 1948 þar sem fólk af ólíkum kynþáttum var aðskilið. Þeldökkir íbúar landsins misstu síðan borgararéttindi sín, og þar með kjörgengi og kosningarétt, árið 1970. Vegna aðskilnaðarstefnunnar var landið beitt viðskiptaþvingunum.

HéruðBreyta

 
Héruð Suður-Afríku

Suður-Afríka skiptist í níu héruð sem hvert hefur eigið löggjafarþing. Kosningar til héraðsþings fara fram á fimm ára fresti. Þingið velur héraðsforseta sem skipar framkvæmdaráð. Vald framkvæmdaráðsins er skilgreint í stjórnarskrá og snýst aðallega um heilbrigðismál, menntamál, opinbert húsnæði og almenningssamgöngur.

Héruðin skiptast í 52 umdæmi: 8 stórborgarumdæmi og 44 hverfisumdæmi. Hverfisumdæmin skiptast síðan í 226 sveitarfélög. Stórborgarumdæmin hafa með höndum bæði umdæmisstjórn og sveitarstjórn.

Hérað Höfuðstaður Stærsta borg Flatarmál (km2) Íbúafjöldi (2013)
Austurhöfði Bhisho Port Elizabeth 168.966 6.620.100
Fríríkið Bloemfontein Bloemfontein 129.825 2.753.200
Gauteng Jóhannesarborg Jóhannesarborg 18.178 12.728.400
KwaZulu-Natal Pietermaritzburg Durban 94.361 10.456.900
Limpopo Polokwane Polokwane 125.754 5.518.000
Mpumalanga Nelspruit Nelspruit 76.495 4.128.000
Norðvesturhérað Mahikeng Rustenburg 104.882 3.597.600
Norðurhöfði Kimberley Kimberley 372.889 1.162.900
Vesturhöfði Höfðaborg Höfðaborg 129.462 6.016.900
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
   Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.