David Ginola
David Désiré Marc Ginola (fæddur 25. janúar 1967) í Gassin er franskur fyrrum leikmaður sem lék sem miðjumaður. Hann var mest áberandi sem leikmaður á ferlinum þegar hann spilaði með Newcastle United , Tottenham Hotspur F.C. og PSG árin 1992-2000 . Ginola vann Ligue 1 með PSG árið 1994. Hann lék 17 leiki fyrir franska karlalandsliðið í knattspyrnu og skoraði í þeim 3 mörk.
Utanvallar
breytaGinola giftist fyrisætunni Coraline árið 1991, þau eiga saman dæturnar Andreu og Cörlu og bjuggu saman í Saint Tropez í Suður-Frakklandi. Þau skildu og núna er hann giftur Maevu Denat og saman eiga þau eitt barn. 19. maí 2016 fékk Ginola hjartaáfall þegar hann var að spila fótbolta í góðgerðarleik. 30. maí sama ár var hann útskrifaður af spítala.
Félög
breyta- Toulon (1985-1988)
- RC Paris (1988-1990)
- Stade Brestois 29 (1990-1992)
- Paris Saint-Germain (1992–1995)
- Newcastle United (1995-1997)
- Tottenham Hotspur (1997-2000)
- Aston Villa (2000-2002)
- Everton (2002)