Nígería

Nígería (opinber enska: Federal Republic of Nigeria) er land í Vestur-Afríku með landamæriBenín í vestri, Tsjad í austri, Kamerún í suðaustri og Níger í norðri, og ströndGíneuflóa í suðri. Nígería er fjölmennasta land Afríku. Landið er sambandsríki sem skiptist í 36 fylki og eitt alríkissvæði sem er höfuðborgin Abútja. Yfir 500 þjóðarbrot búa í landinu. Þau helstu eru hásar, igbóar og jórúbar. Um helmingur íbúa er kristinn og um helmingur múslimar.

Federal Republic of Nigeria
Fáni Nígeríu Skjaldarmerki Nígeríu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Unity and Strength, Peace and Progress
Þjóðsöngur:
Arise O Compatriots, Nigeria's Call Obey
Staðsetning Nígeríu
Höfuðborg Abútja
Opinbert tungumál enska
Stjórnarfar Sambandslýðveldi

Forseti Muhammadu Buhari
Sjálfstæði
 - Frá Bretlandi 1. október, 1960 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
31. sæti
923.768 km²
1,4
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
7. sæti
177.155.754
165/km²
VLF (KMJ) áætl. 2014
 - Samtals 522,180 millj. dala (30. sæti)
 - Á mann 3.002 dalir (143. sæti)
Gjaldmiðill Naira
Tímabelti UTC +1
Þjóðarlén .ng
Landsnúmer 234

Þar sem Nígería er nú voru áður mörg konungsríki sem tókust á um yfirráð yfir landi og fólki. Þrælahald var stundað og ríkin seldu þræla til Norður-Afríku og síðar til evrópskra kaupmanna við ströndina sem fluttu þá til Ameríku. Sum af þessum ríkjum efldust mjög vegna verslunarinnar við Evrópumenn en þegar þrælaverslunin lagðist af eftir Napóleonsstyrjaldirnar urðu pálmaafurðir, fílabein, timbur og vax helstu útflutningsvörur. Bretar stunduðu mikla verslun við Nígerfljót. Konunglega Nígerfélagið var stofnað til að bregðast við ásælni Þjóðverja á svæðinu. Aldamótin 1900 gengu eignir félagsins til bresku ríkisstjórnarinnar sem hóf þá að leggja landið undir sig. Landið var allt gert að bresku verndarsvæði árið 1914. Landið fékk sjálfstæði árið 1960 en fljótlega hófust átök milli helstu þjóðarbrota landsins og árið 1967 braust út borgarastyrjöld. Styrjöldinni lauk 1970 en þá tók við langt tímabil þar sem herforingjastjórnir ríktu yfir landinu nær óslitið til 1999.

Nígería er sjöunda fjölmennasta land heims og er kallað „risinn í Afríku“. Olíulindir við ósa Níger hafa fært landinu mikil auðæfi. Nígería er tólfti stærsti eldsneytisframleiðandi heims og aðili að Samtökum olíuframleiðsluríkja frá 1971. Olíuafurðir mynda um 40% af útflutningi landsins. Alþjóðabankinn skilgreinir Nígeríu sem nývaxtarland og býst við því að landið taki við af Suður-Afríku sem stærsta hagkerfi álfunnar. Nígería er í Afríkusambandinu og Breska samveldinu.

StjórnsýsluskiptingBreyta

Nígería skiptist í 36 fylki og eitt alríkishérað. Fylkin skiptast síðan í 774 sveitarstjórnarumdæmi. Fjöldi fylkja hefur margfaldast frá því landið fékk sjálfstæði, en þá voru þau aðeins þrjú. Fjöldinn endurspeglar átakasögu landsins og erfiðleikana við að halda saman svo fjölmennu og fjölbreyttu ríki.

Í Níger eru sex borgir með meira en milljón íbúa: Lagos, Kano, Ibadan, Kaduna, Port Harcourt og Benínborg. Lagos er stærsta borg Afríku sunnan Sahara með átta milljón íbúa.

 # Akwa Ibom# Akwa Ibom

 1. Abia
 2. Adamawa
 3. Akwa Ibom
 4. Anambra
 5. Bauchi
 6. Bayelsa
 7. Benue
 8. Borno
 9. Cross River
 10. Delta
 11. Ebonyi
 12. Ekiti
 1. Edo
 2. Enugu
 3. Gombe
 4. Imo
 5. Jigawa
 6. Kaduna
 7. Kano
 8. Katsina
 9. Kebbi
 10. Kogi
 11. Kwara
 12. Lagos
 1. Nasarawa
 2. Niger
 3. Ogun
 4. Ondo
 5. Osun
 6. Oyo
 7. Plateau
 8. Rivers
 9. Sokoto
 10. Taraba
 11. Yobe
 12. Zamfara
   Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.