Mikheil Saakashvili
Mikheil Saakashvili (f. 21. desember, 1967) er georgískur og úkraínskur stjórnmálamaður sem var forseti Georgíu á árunum 2004-2007 og 2008-2013.
Mikheil Saakashvili მიხეილ სააკაშვილი | |
---|---|
Forseti Georgíu | |
Í embætti 20. janúar 2004 – 25. nóvember 2007 | |
Í embætti 20. janúar 2008 – 17. nóvember 2013 | |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 21. desember 1967 Tíblisi, georgíska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum (nú Georgíu) |
Þjóðerni | Georgískur og úkraínskur |
Stjórnmálaflokkur | Sameinaða þjóðarhreyfingin (2001–) |
Maki | Sandra Roelofs (g. 1994) |
Börn | 2 |
Háskóli | Þjóðarháskólinn í Kænugarði Columbia-háskóli George Washington-háskóli Alþjóðamannréttindastofnunin |
Undirskrift |
Saakashvili var einn af leiðtogum rósabyltingarinnar, friðsamlegrar mótmælahreyfingar sem leiddi til þess að forsetinn Eduard Sjevardnadse hrökklaðist frá völdum í lok 2003.[1] Saakashvili var í kjölfarið kjörinn forseti Georgíu. Á stjórnartíð Saakashvili árið 2008 háði Georgía stutt stríð gegn Rússlandi sem leiddi til þess að Georgíumenn glötuðu öllum yfirráðum í Abkasíu og Suður-Ossetíu.
Saakashvili yfirgaf Georgíu eftir að hann lét af forsetaembætti árið 2013. Stuttu eftir að hann fór frá landinu var hann sakfelldur fyrir spillingu en hann hefur ætíð neitað sök og hefur haldið því fram að dómurinn sé hluti af pólitískum ofsóknum gegn sér. Árið 2015 afsalaði Saakashvili sér georgískum ríkisborgararétti þegar hann tók til skamms tíma við embætti sveitarstjóra í Odesa í Úkraínu.[2]
Í október 2021 sneri Saakashvili aftur til Georgíu til þess að styðja stjórnarandstöðuna gegn ríkisstjórn Georgíska draumsins en var umsvifalaust handtekinn.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ Jenik Radon og David Onoprishvili (3. janúar 2004). „Georgíu bjargað“. Morgunblaðið. bls. 32-33.
- ↑ 2,0 2,1 Þorgrímur Kári Snævarr (1. október 2021). „Fyrrum forseti Georgíu handtekinn“. Fréttablaðið. Sótt 10. október 2021.