23. apríl
dagsetning
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | ||||
2024 Allir dagar |
23. apríl er 113. dagur ársins (114. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 252 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1014 - Brjánsbardagi var háður á Írlandi.
- 1016 - Játmundur járnsíða varð konungur Englands eftir lát föður síns Aðalráðs ráðlausa.
- 1374 - Játvarður 3. Englandskonungur veitti rithöfundinum Geoffrey Chaucer gallón (um 3,8 lítra) af víni á dag það sem hann ætti eftir ólifað. Síðar var skáldalaununum breytt í peningagreiðslu.
- 1455 - Kalixtus 3. (Alfons de Borja) kjörinn páfi.
- 1516 - Reinheitsgebot, reglur um hreinleika bjórs, sett í Bæjaralandi.
- 1568 - Fyrsta orrusta Áttatíu ára stríðsins, orrustan við Rínardal, átti sér stað.
- 1660 - Svíþjóð og Pólland gerðu með sér Oliwasáttmálann.
- 1661 - Karl 2. Englandskonungur var krýndur öðru sinni í Westminster Abbey.
- 1889 - Kaupfélag Skagfirðinga var stofnað.
- 1924 - Thorvald Stauning myndar fyrstu ríkisstjórn danskra jafnaðarmanna.
- 1927 - Cardiff City sigrar Arsenal í úrslitum enska bikarsins og verður þar með eina liðið utan Englands til að verða bikarmeistari.
- 1935 - Ný stjórnarskrá tók gildi í Póllandi.
- 1964 - Leikfélag Reykjavíkur hélt upp á 400 ára afmæli Shakespeares með hátíðarsýningu á Rómeó og Júlíu.
- 1961 - Judy Garland kom fram í Carnegie Hall.
- 1968 - Nemendur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum lögðu undir sig skólabyggingar til þess að mótmæla Víetnamstríðinu.
- 1970 - Borðtennisfélagið Örninn var stofnað á Íslandi.
- 1972 - Haldið var upp á sjötugsafmæli Halldórs Laxness, hann var útnefndur heiðursborgari Mosfellsbæjar og heiðursdoktor við Háskóla Íslands.
- 1972 - Sporvagnar voru lagðir niður í Kaupmannahöfn.
- 1976 - Fyrsta hljómplata Ramones kom út í Bandaríkjunum.
- 1983 - Alþingiskosningar 1983: Kvennalistinn fékk 3 konur kjörnar á Alþingi.
- 1983 - Corinne Hermès sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Lúxemborg með laginu „Si la vie est cadeau“.
- 1984 - Bandarískir vísindamenn sögðu frá uppgötvun AIDS-vírussins.
- 1985 - Coca-Cola Company gaf út nýja útgáfu af kóka kóla undir heitinu New Coke. Viðbrögð urðu svo neikvæð að fyrirtækið tók aftur upp gömlu uppskriftina þremur mánuðum síðar.
- 1990 - Neslistinn, fyrsta bæjarmálafélag á Íslandi, var stofnaður á Seltjarnarnesi.
- 1990 - Namibía gerist aðildarríki Sameinuðu þjóðanna.
- 1992 - Halldór Laxness varð níræður og af því tilefni var farin blysför að Gljúfrasteini og efnt til leiksýninga.
- 1993 - Stærstur hluti bátasafns Þjóðminjasafns Íslands brann í skemmu við Vesturvör í Kópavogi.
- 1993 - Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að berklar væru orðnir að heimsvá.
- 1993 - Yfirgnæfandi meirihluti íbúa Erítreu samþykkti sjálfstæði frá Eþíópíu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 1997 - Omaria-fjöldamorðin áttu sér stað í Omaria, litlu þorpi í suðurhluta Alsír þar sem 42 þorpsbúar, konur og börn voru drepin.
- 1998 - Júgóslavíuher veitti sveit úr Frelsisher Kosóvó fyrirsát þar sem þeir reyndu að smygla vopnum frá Albaníu til Kosóvó.
- 2003 - British Airways og Air France gáfu út yfirlýsingu um að þau myndu ekki notast við Concorde-flugvélar framar.
- 2005 - Fyrsta myndskeiðið var sett inn á YouTube.
- 2007 - Glóperur voru bannaðar í Kanada.
- 2008 - Mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008 héldu áfram. Lögreglan var vopnuð óeirðabúnaði, t.d. múgskjöldum og piparúða og beitti gegn mótmælendum.
- 2009 - Jacob Zuma var kjörinn forseti Suður-Afríku.
- 2012 - Dómur féll í Landsdómsmálinu, Alþingi gegn Geir H. Haarde, með sakfellingu fyrir hluta ákæruliða.
- 2018 - Trukkaárásin í Torontó: 10 létust og 16 særðust þegar 25 ára gamall maður ók trukk á hóp fólks í Torontó í Kanada.
Fædd
breyta- 1121 - Jón Ögmundsson, Hólabiskup (f. 1052).
- 1464 - Jóhanna af Valois, drottning Frakklands (f. 1505).
- 1676 - Friðrik 1. Svíakonungur (d. 1751).
- 1775 - William Turner, breskur listmálari (d. 1851).
- 1791 - James Buchanan, forseti Bandaríkjanna (d. 1868).
- 1858 - Max Planck, þýskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1947).
- 1858 - Pandita Ramabai, indversk baráttukona (d. 1922).
- 1883 - Clara Pontoppidan, dönsk leikkona (d. 1975).
- 1891 - Sergej Prokofjev, rússneskt tónskáld (d. 1953).
- 1897 - Lester B. Pearson, kanadískur ríkiserindreki (d. 1972).
- 1902 - Halldór Guðjónsson (síðar Laxness), rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1998).
- 1924 - Margit Sandemo, norskur rithöfundur.
- 1936 - Roy Orbison, amerískur tónlistarmaður (d. 1988).
- 1937 - Júlíus Sólnes, íslenskur verkfræðingur.
- 1943 - Hervé Villechaize, franskur leikari (d. 1993).
- 1947 - Glenn Cornick, breskur bassaleikari (Jethro Tull).
- 1958 - Hilmar Örn Hilmarsson, tónskáld.
- 1961 - Andrej Kúrkov, úkraínskur rithöfundur.
- 1961 - Þröstur Leó Gunnarsson, íslenskur leikari.
- 1963 - Magnús Ver Magnússon, kraftlyftingamaður.
- 1963 - Robby Naish, bandarískur seglbrettamaður.
- 1967 - Melina Kanakaredes, bandarísk leikkona.
- 1968 - Timothy McVeigh, bandarískur hryðjuverkamaður og fjöldamorðingi (d. 2001).
- 1971 - Silja Bára Ómarsdóttir, íslenskur stjórnmálafræðingur.
- 1972 - Magnús Orri Schram, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1975 - Jón Þór Birgisson, söngvari í hljómsveitinni Sigur Rós.
- 1975 - Christian Corrêa Dionisio, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1979 - Lauri Ylönen, finnskur söngvari (The Rasmus).
- 1986 - Jessica Stam, sænsk fyrirsæta.
- 1990 - Þórarinn Ingi Valdimarsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1997 - Alex Ferris, bandarískur leikari.
- 1999 - Laufey Lín Jónsdóttir, íslensk tónlistarkona.
- 2018 - Lúðvík prins af Cambridge, breskur prins.
Dáin
breyta- 303 - Heilagur Georg, píslarvottur.
- 871 - Aðalráður af Wessex, Englandskonungur.
- 1014 - Brian Boru (Brjánn), yfirkonungur Írlands (f. um 941).
- 1014 - Sigurður Hlöðvisson, Orkneyjajarl (f. um 960).
- 1016 - Aðalráður ráðlausi, Englandskonungur (f. um 968).
- 1121 - Jón Ögmundsson helgi Hólabiskup (f. um 1052).
- 1124 - Alexander 1. Skotakonungur (f. 1078).
- 1151 - Adeliza af Louvain, drottning Englands (f. 1103).
- 1200 - Zhu Xi, kínverskur fræðimaður (f. 1130).
- 1217 - Ingi Bárðarson, Noregskonungur (f. 1185).
- 1605 - Boris Godunov, Rússakeisari (f. um 1550).
- 1616 - Miguel de Cervantes, spænskur rithöfundur (f.1547).
- 1616 - William Shakespeare, enskur rithöfundur (f. 1564).
- 1625 - Mórits af Nassá, staðarhaldari í Hollandi (f. 1567).
- 1670 - Loreto Vittori, ítalskur söngvari (f. 1604).
- 1840 - Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur (f. 1762).
- 1841 - Edmund Fanning, bandarískur landkönnuður (f. 1769).
- 1850 - William Wordsworth, breskt ljóðskáld (f. 1770).
- 1915 - Rupert Brooke, breskt skáld (f. 1887).
- 1939 - Þorbergur Þorleifsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1890).
- 1951 - Charles G. Dawes, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1865).
- 1978 - Jacques Rueff, franskur hagfræðingur og ráðgjafi de Gaulles, hershöfðingja og Frakklandsforseta (f. 1896).
- 1986 - Alberto Zorrilla, argentínskur sundkappi (f. 1906).
- 1992 - Satyajit Ray, bengalskur kvikmyndagerðarmaður (f. 1921).
- 2007 - Boris Jeltsín, forseti Rússlands (f. 1931).
- 2008 - Elsa G. Vilmundardóttir, íslenskur jarðfræðingur (f. 1932).
- 2013 - Múhameð Ómar, leiðtogi talíbana (f. 1960).
- 2014 - Yozo Aoki, japanskur knattspyrnumaður (f. 1929).
- 2019 - Jóhann af Lúxemborg, stórhertogi (f. 1921).