30. maí
dagsetning
Apr – Maí – Jún | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
2024 Allir dagar |
30. maí er 150. dagur ársins (151. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 215 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1431 - Jóhanna af Örk var brennd á báli í Rúðuborg í Frakklandi.
- 1434 - Bæheimsku styrjaldirnar: Orrustan við Lipan átti sér stað.
- 1536 - Hinrik 8. Englandskonungur gekk að eiga Jane Seymour, 11 dögum eftir aftöku Anne Boleyn.
- 1539 - Hernando de Soto lenti í Tampa Bay í Flórída með 600 manna lið.
- 1574 - Hinrik af Anjou, nýlega kjörinn konungur Póllands, varð Hinrik 3. Frakkakonungur þegar Karl 9. bróðir hans lést. Móðir þeirra, Katrín af Medici, stýrði ríkinu þar til Hinrik sneri aftur frá Póllandi.
- 1581 - Mikill jarðskjálfti reið yfir á Suðurlandi. Bæir á Rangárvöllum og í Hvolhreppi hrundu og mannskaði varð.
- 1635 - Ferdinand 2. keisari og þýsku mótmælendafurstarnir gerðu með sér friðarsamkomulag í Prag sem fól í sér að Endurheimtartilskipunin frá 1629 var afturkölluð.
- 1646 - Áttatíu ára stríðið: Spánn og Holland gerðu með sér tímabundið vopnahlé.
- 1662 - Karl 2. Englandskonungur giftist Katrínu af Braganza.
- 1768 - Eggert Ólafsson skáld og varalögmaður fórst á Breiðafirði ásamt konu sinni og sex öðrum mönnum. Voru þau að koma frá vetursetu í Sauðlauksdal.
- 1814 - Fyrri Parísarfriðurinn var undirritaður í París.
- 1829 - Jónas Hallgrímsson flutti prófræðu sína í Bessastaðakirkju.
- 1836 - Paul Gaimard kom með leiðangur sinn til Reykjavíkur.
- 1851 - Jón Sigurðsson var kosinn forseti Kaupmannahafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags og gegndi þeirri stöðu til dauðadags.
- 1889 - Hallgrímur Sveinsson var vígður biskup.
- 1894 - Eldey var klifin í fyrsta skipti. Var þar að verki Eldeyjar-Hjalti (Hjalti Jónsson) og tveir aðrir Vestmannaeyingar. Var þetta talin hættuför hin mesta.
- 1917 - Bandalag kvenna í Reykjavík var stofnað.
- 1919 - Fyrsti íslenski ríkisráðsfundurinn var haldinn í Fredensborgarhöll í Danmörku. Fyrsti slíkur fundur hérlendis var haldinn tveimur árum síðar.
- 1940 - Róstur urðu eftir knattspyrnuleik milli Fram og Víkings í Reykjavík. Þrjátíu manns voru handteknir.
- 1962 - HM í knattspyrnu hófst í Síle.
- 1967 - Suðausturhluti Nígeríu lýsti yfir sjálfstæði undir nafninu Biafra. Í ágúst gerðu nígerískar hersveitir innrás í Biafra og þar með hófst Biafrastyrjöldin, sem stóð til 1970.
- 1971 - Marineráætlunin: Bandaríkin sendu könnunarfarið Mariner 9 á loft.
- 1977 - Kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Blóðrautt sólarlag, var frumsýnd og urðu um hana deilur.
- 1979 - Brúðubíllinn hóf starfsemi sína í Reykjavík.
- 1981 - Forseti Bangladess, Ziaur Rahman, var myrtur í Chittagong.
- 1982 - Spánn varð sextánda aðildarland NATO og fyrsta ríkið til að gerast meðlimur frá því Vestur-Þýskaland gekk í bandalagið árið 1955.
- 1982 - Hussain Muhammad Ershad rændi völdum í Bangladess.
- 1984 - Alþingismönnum var fjölgað úr 60 í 63 og kosningaaldur lækkaður úr 20 árum í 18 ár.
- 1992 - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti efnahagsþvinganir gegn Júgóslavíu vegna Bosníustríðsins.
- 1996 - Hoover-stofnunin lét frá sér bjartsýna skýrslu þar sem ályktað var að hnattræn hlýnun myndi draga úr dánartíðni í Norður-Ameríku.
- 1998 - Allt að 5.000 manns fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Afganistan.
- 1998 - Pakistan framkvæmdi Chagai-II-kjarnorkutilraunina.
- 2005 - Knattspyrnuleikvangurinn Allianz Arena í München var opnaður.
- 2008 - Fulltrúar 111 landa undirrituðu alþjóðasamning um bann við klasasprengjum.
- 2016 - Fyrrum forseti Tjad, Hissène Habré, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni.
- 2020 – Fyrsta mannaða flug geimfarsins SpaceX Dragon 2 fór fram á Canaveral-höfða.
Fædd
breyta- 1201 - Teóbeld 4., greifi af Champagne (d. 1253).
- 1220 - Alexander Nevskíj, rússnesk þjóðhetja og dýrlingur (d. 1263).
- 1664 - Giulio Alberoni, ítalskur kardináli og stjórnmálamaður (d. 1754).
- 1672 - Pétur mikli, keisari Rússlands (d. 1725).
- 1757 - Henry Addington, enskur stjórnmálamaður (d. 1844).
- 1814 - Mikhail Bakunin, rússneskur byltingarsinni (d. 1876).
- 1860 - Ari Johnsen, íslenskur óperusöngvari (d. 1927).
- 1909 - Benny Goodman, bandarískur hljómsveitarstjóri (d. 1986).
- 1926 - Christine Jorgensen, bandarísk trans kona (d. 1989).
- 1944 - Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti (d. 2010).
- 1944 - Katsuyoshi Kuwahara, japanskur knattspyrnumaður.
- 1947 - David Sedley, breskur fornfræðingur.
- 1955 - Richard Janko, bandarískur fornfræðingur.
- 1955 - David Devaney, íslensk-bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 1956 - Katerína Sakellaropúlú, forseti Grikklands.
- 1963 - Nasrin Sotoudeh, íranskur lögfræðingur.
- 1964 - Tom Morello, bandarískur gítarleikari.
- 1964 - Mark Sheppard, enskur leikari.
- 1975 - Stefán Álfsson, íslenskur athafnamaður.
- 1979 - Pavel E. Smid, íslenskt tónskáld.
- 1980 - Steven Gerrard, breskur knattspyrnumaður.
- 1984 - Málfríður Erna Sigurðardóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 1990 - Austin Magnús Bracey, íslenskur körfuknattleiksmaður.
Dáin
breyta- 1431 - Jóhanna af Örk (Jeanne d'Arc, mærin frá Orleans).
- 1574 - Karl 9. Frakkakonungur (f. 1550).
- 1593 - Christopher Marlowe, enskt skáld (f. 1564).
- 1606 - Ardjan Dev, síkagúrú (f. 1563).
- 1640 - Peter Paul Rubens, flæmskur listmálari (f. 1577).
- 1695 - Pierre Mignard, franskur listmálari (f. 1612).
- 1744 - Alexander Pope, bresk skáld (f. 1688).
- 1768 - Eggert Ólafsson, íslenskt skáld og varalögmaður (f. 1726).
- 1778 - Voltaire, franskur heimspekingur (f. 1694).
- 1912 - Wilbur Wright, frumkvöðull í flugi (f. 1867).
- 1960 - Boris Pasternak, rússneskur rithöfundur (f. 1890).
- 1961 - Rafael Trujillo, dóminískur einræðisherra (f. 1891).
- 1970 - Heinrich Brüning, þýskur stjórnmálamaður (f. 1885).
- 2011 - Rosalyn Yalow, bandarískur Nóbelsverðlaunahafi í lífeðlis- og læknisfræði (f. 1921).
- 2012 - Andrew Huxley, breskur líffræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1917).
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Category:30 May.