Sex daga stríðið

Sex daga stríðið var stríð milli Ísraels annars vegar og Egyptalands, Jórdaníu og Sýrlands hins vegar. Stríðið var háð 5.–10. júní árið 1967. Írak, Sádi-Arabía, Súdan, Túnis, Marokkó og Alsír lögðu einnig til hersveitir til stuðnings arabalöndunum.

Sex daga stríðið
Hluti af deilum araba og Ísraela

Ísraelskir skriðdrekar halda í gegnum Gólanhæðir.
Dagsetning5. – 10. júní 1967 (6 dagar)
Staðsetning
Niðurstaða Ísraelskur sigur.
Breyting á
yfirráðasvæði
Ísraelar hertaka Gólanhæðir, Vesturbakkann, Gasaströndina og Sínaískaga
Stríðsaðilar
Fáni Ísraels Ísrael Fáni Egyptalands Egyptaland
Fáni Jórdaníu Jórdanía
Fáni Sýrlands Sýrland
Leiðtogar
Fáni Ísraels Levi Eshkol
Fáni Ísraels Moshe Dayan
Fáni Egyptalands Gamal Abdel Nasser
Fáni Jórdaníu Hússein
Fáni Sýrlands Nureddin al-Atassi
Fjöldi hermanna

  • 50.000 hermenn
  • 214.000 varaliðar
  • 300 herflugvélar
  • 800 skriðdrekar
Allir hermenn: 264.000
100.000 virkir

  • Egyptaland: 240.000
  • Sýrland, Jórdan og Írak: 307.000
  • 957 herflugvélar
  • 2.504 skriðdrekar
Allir hermenn: 547.000
240.000 virkir
Mannfall og tjón

776–983 drepnir
4.517 særðir
15 handteknir

  • Egyptaland: 10.000–15.000 drepnir eða týndir
    4.338 handteknir
  • Jórdanía: 696 drepnir eða týndir
    533 handteknir
  • Sýrland: 2.500 drepnir
    591 handteknir
  • Írak: 10 drepnir
    30 særðir

Í maí árið 1967 rak Nasser Egyptalandsforseti friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna frá Sínaí-skaga. Friðargæsluliðið hafði verið þar frá árinu 1957 í kjölfar innrásar ísraelskra, breskra og franskra hersveita í Súez-deilunni. Egyptaland kom fyrir 1000 skriðdrekum og um það bil 100.000 hermönnum við landamæri Ísraels og lokaði Tíran-sundi öllum skipum sem sigldu undir fána Ísraels eða fluttu hergögn eða mikilvæg efni til hergagnaframleiðslu. Gjörðir Egyptalands nutu mikils stuðnings frá öðrum arabalöndum. Þann 5. júní gerði Ísrael árás á flugher Egyptalands. Jórdanía hafði undirritað varnarsamning við Egyptaland 30. maí sama ár og gerði því Netanya. Í stríðslok hafði Ísrael náð yfirráðum yfir Sínaí-skaga, Gaza-svæðinu, Vesturbakka Jórdanár, Austur-Jerúsalem og Gólanhæðum. Afleiðingar stríðsins hafa enn í dag áhrif á stjórnmál Miðausturlanda.

Talið er að í liðum arabalandanna hafi um 21 þúsund manns farist og um 45 þúsund særst en um 800 Ísraelsmenn létu lífið í átökunum og 2563 særðust.

Heimildir og ítarefni

breyta
  • Aloni, Shlomo (2001). Arab-Israeli Air Wars 1947-1982 (Osprey Aviation).
  • Barzilai, Gad (1996). Wars, Internal Conflicts, and Political Order: A Jewish Democracy in the Middle East (New York University Press).
  • Bowen, Jeremy (2003). Six Days: How the 1967 War Shaped the Middle East (London: Simon & Schuster).
  • Bregman, Ahron (2002). Israel's Wars: A History Since 1947 (London: Routledge).
  • Hammel, Eric (1992). Six Days in June: How Israel Won the 1967 Arab-Israeli War (Simon & Schuster).
  • Herzog, Chaim (1982). The Arab-Israeli Wars (Arms & Armour Press).
  • Mutawi, Samir (2002). Jordan in the 1967 War (Cambridge: Cambridge University Press).
  • Oren, Michael (2002). Six Days of War (Oxford University Press).
  • Sela, Avraham (1997). The Decline of the Arab-Israeli Conflict: Middle East Politics and the Quest for Regional Order (SUNY Press).

Tengt efni

breyta