Sjóræningjar á Karíbahafi

(Endurbeint frá Pirates of the Caribbean)
Inngangur í sjóræningjaatriðið í Disney Magic Kingdom í Flórída.

Sjóræningjar á Karíbahafi er miðlunarsérleyfi í eigu Walt Disney Company. Undir þessu merki eru skemmtigarðstæki, kvikmyndaröð og bækur, tölvuleikir og önnur útgáfa. Upphaflega voru sjóræningjarnir skemmtigarðsatriði í Disneylandi. Þetta var síðasta atriðið sem Walt Disney hannaði sjálfur. Það var opnað 18. mars 1967, þremur mánuðum eftir að hann lést. Sjóræningjaatriði með sama heiti hafa verið sett upp síðan í skemmtigarðinum Magic Kingdom og Disneylandi í Tókýó, París og Sjanghæ.

Eftir aldamótin 2000 hófu Walt Disney Pictures og Jerry Bruckheimer framleiðslu kvikmyndar sem byggðist á atriðinu í skemmtigörðunum. Sjóræningjar á Karíbahafi: Bölvun Svörtu perlunnar var frumsýnd árið 2003 og naut mikillar velgengni. Í kjölfarið fylgdu fjórar framhaldsmyndir; Sjóræningjar á Karíbahafi: Dauðs manns kista (2006), Sjóræningjar á Karíbahafi: Á heimsenda (2007), Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides (2011) og Pirates of the Caribbean: Dead Men Tell No Tales (2017). Samhliða komu út tölvuleikir og bókaraðir ætlaðar ungum lesendum.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.