Jim Morrison

Bandarískur söngvari, einn meðlima The Doors (1943-1971)

James Douglas Morrison eða Jim Morrison (f. 8 desember, 1943 – d. 3. júlí, 1971) var bandarískur söngvari og skáld sem var söngvari hljómsveitarinnar The Doors. Hann er talinn einn áhrifamesti söngvari rokksögunnar. Hann var með villta og óútreiknanlega sviðsframkomu og fór stundum með ljóðalestur á tónleikum. Morrison tók upp 6 stúdíóplötur með The Doors.

Jim Morrison, 1969.

Hann ánetjaðist áfengi og hafði það áhrif á frammistöðu hans á tónleikum. Morrison lést aðeins 27 ára í París. Dauði hans er sveipaður dulúð þar sem engin krufning var gerð.

The Doors störfuðu í 2 ár í viðbót og áttu erfitt með að fóta sig á ný. Plata með ljóðalestri Morrison við undirspil sveitarinnar kom út 1978; An American Prayer.

Morrison var lestrarhestur og var undir áhrifum frá m.a. Friedrich Nietzsche, Plútarkos, Arthur Rimbaud, William S. Burroughs, Jack Kerouac, Allen Ginsberg, Charles Baudelaire, Vladimir Nabokov, Molière, Franz Kafka, Albert Camus, Honoré de Balzac og Jean Cocteau.

Árið 1991 gerði Oliver Stone kvikmynd um Morrison með leikaranum Val Kilmer í aðalhlutverki. Myndin var gagnrýnd fyrir að einblína um of á villt líferni Morrisons.