Morðið á John F. Kennedy

(Endurbeint frá Morðið á Kennedy)

Morðið á John F. Kennedy átti sér stað þann 22. nóvember 1963 í Dallas í Texas, þegar John F. Kennedy þáverandi forseti Bandaríkjanna var skotinn til bana af Lee Harvey Oswald á svörtum föstudegi. Ekki er vitað hvað Oswald gekk til með morðinu en hann var myrtur tveimur dögum síðar af kráareigandanum Jack Ruby. Margar kenningar eru uppi um óljós áform Ruby en hann lést þremur árum eftir morðið á Oswald.

John F. Kennedy ekur um Dallas í limmósínu ásamt eiginkonu sinni, Jackie, fáeinum mínútum fyrir morðið.

Kennedy ákvað að fara í heimsókn til Dallas, Texas til þess að leysa ágreining fylkisstjóra Texas, John Connally og öldungadeildarþingmannsins, Ralph Yarborough. Kennedy var í miðbæ Dallas að heilsa upp á fólk í aftursæti á bifreið ásamt eiginkonu sinni Jackie, fylkisstjóranum Jack Connally og eiginkonu hans, Nellie Connally, ásamt bílstjóra. Lee Harvey Oswald var staddur á sjöttu hæð Texas School Book Depository húsnæðisins, þar sem að hann skaut Kennedy þrisvar sinnum á átta sekúndum. Síðasta skotið fór beint í hausinn á Kennedy og var hann fluttur á sjúkrahús, þar sem að hann var úrskurðaður látinn um hálftíma síðar.

Atvikið náðist upp á fimm upptökum og af þeim voru þrjár í mikilli fjarlægð, en tvær þeirra voru í góðri fjarlægð og náðu atvikinu vel. Abraham Zapruder náði atvikinu á upptöku í góðri fjarlægð og var upptakan fyrst gerð opinber árið 1975. Sú upptaka heitir Zapruder myndin og er mjög þekkt. Hin upptakan í góðri fjarlægð, var tekin af Orville Nix og var afhent alríkislögreglunni á áttunda áratugnum en hefur verið týnd síðan árið 1978.[1] Margar samsæriskenningar segja að á upptökunni og á öðrum ljósmyndum sést annar byssumaður að fela sig með hlut sem að gæti verið skotvopn. Einstaklingurinn er kallaður Badge Man og segja margar kenningar að Lee Harvey hafi einungis verið sá sem að tók fallið fyrir morðið, og að stærri aðilar áttu ábyrgðina.[2] Einnig skýra margir að ástæðan fyrir því að alríkislögreglan týndi upptökunni, er vegna þess að þau voru að fela aðhild sína að morðinu.

Ýmsar aðrar kenningar eru uppi um mögulegar ástæður fyrir morðinu og hafa margir verið bendlaðir við aðild að morðinu. Eru þar helst nefndir Lyndon B. Johnson, J. Edgar Hoover, Earl Warren, Níkíta Khrústsjov og Fidel Castro. Sumir telja að Johnson og alríkislögreglan eigi alla sökina á morðinu, þó að ekkert er sannað í þeim efnum. Árið 1973 mun alríkislögreglumaðurinn, David Sanchez Morales hafa viðurkennt að alríkislögreglan bæri ábyrgð á morðinu á John F. Kennedy og á morðinu á bróður hans, Robert F. Kennedy, en mjög erfitt er að sanna þetta.[3] Árið 1967 var Clay Shaw handtekinn, ákærður fyrir að hafa hjálpað Oswald að myrða Kennedy ásamt David Ferrie. Shaw var ákærður fyrir að vera Badge Man maðurinn en var á endanum látinn laus. Clay var einnig ákærður fyrir að vera Clay Bertrand, dulnefni sem að var notað af fólki sem að tengdist morðinu.[4]

Lyndon B. Johnson, varaforseti Bandaríkjanna undir Kennedy tók við sem forseti Bandaríkjanna sama dag. Þann 29. nóvember skipaði Johnson nefnd til þess að leysa gátuna á bak við morðið. Í september 1964 var hinni 888-blaðsíðna Warren skýrsla gerð opinber, og var í henni sagt að Oswald var einn ábyrgur á morðinu á Kennedy, og að Ruby var einn ábyrgur á morðinu á Oswald.

Tilvísanir

breyta
  1. https://www.newsnationnow.com/prime/jfk-assassination-orville-nix-film/. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  2. „Badge Man“, Wikipedia (enska), 7. júlí 2024, sótt 7. september 2024
  3. Staff, Guardian (20. nóvember 2006). „Did the CIA kill Bobby Kennedy?“. the Guardian (enska). Sótt 7. september 2024.
  4. „Clay Bertrand“, Wikipedia (enska), 28. júlí 2024, sótt 7. september 2024