1876
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1876 var hlaupár sem byrjaði á fimmtudegi. (MDCCCLXXVI í rómverskum tölum)


Á Íslandi Breyta
- 2. september - Fyrstu ljóskerin til götulýsingar koma til Reykjavíkur. Keypti bæjarstjórnin sjö ljósker og var því fyrsta valinn staður hjá Lækjarbrúnni við Bankastræti. Kveikt var á því 2. september þetta ár og þá um haustið var hinum ljóskerunum komið fyrir á þeim stöðum þar sem mest þótti þörf fyrir þau.
- Goshrinunni í Öskju lauk í árslok.
- Eldgos í Vatnajökli.
- Fyrsta ljóðabókin eftir íslenska konu kom út, Stúlka eftir Júlíönu Jónsdóttur.
- Íslensk króna fyrst gefin út.
- Fyrstu íslensku aurafrímerkin gefin út.
- Skáldsagan Maður og kona kom út, átta árum eftir lát höfundarins, Jóns Thoroddsen.
- Íslenskir Vesturheimsfarar stofnuðu þorpið Riverton í Manitoba.
Fædd
- 4. mars - Ásgrímur Jónsson, listmálari (d. 1958).
- 13. apríl - Þorbjörg Sigurðardóttir Bergmann, hannyrðakona og fornminjasafnari (d. 1952).
- 29. júní - Stefanía Guðmundsdóttir, leikkona (d. 1926).
- 6. nóvember - Þorkell Þorkelsson, eðlisfræðingur (d. 1961).
Dáin
- 17. mars - Björn Gunnlaugsson, landmælingamaður og höfundur stjörnufræðirita (f. 1788).
- 3. nóvember - Bjarni Thorsteinsson, amtmaður (f. 1781).
Erlendis Breyta
- 7. mars - Alexander Graham Bell fékk einkaleyfi á síma.
- 25. júní - Orrustan við Little Big Horn. Custer hershöfðingi féll og 300 manna lið hans var strádrepið í bardaga við 5000 stríðsmenn Indíána undir stjórn Sitting Bull og Crazy Horse.
- 31. október - Fellibylur skall á austurströnd Indlands. 200.000 manns létu lífið.
- 7. nóvember - Rutherford B. Hayes kjörinn 19. forseti Bandaríkjanna. Sigur hans var þó mjög umdeildur og Samuel J. Tilden fékk mun fleiri atkvæði en eftir miklar deilur var niðurstaðan sú að Hayes fékk einum kjörmanni fleira en Tilden og þar með forsetaembættið.
- Melvil Dewey fann upp Dewey-skráningarkerfið fyrir bókasöfn.
Fædd
- 5. janúar - Konrad Adenauer, kanslari Þýskalands (d. 1967).
- 12. janúar - Jack London, bandarískur rithöfundur (d. 1916).
- 2. mars - Píus XII páfi (d. 1958).
- 19. mars - Felix Jacoby, þýskur fornfræðingur og textafræðingur (d. 1959).
- 28. júní - Robert Guérin, franskur forseti FIFA (d. 1956).
- 7. ágúst - Mata Hari, nektardansmær og njósnari (d. 1917).
- 24. desember - Thomas Madsen-Mygdal danskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (d. 1943).
Dáin
- 7. júní - Jósefína, drottning Svíþjóðar og Noregs, kona Óskars 1. (f. 1807).
- 25. júní - George Armstrong Custer, bandarískur herforingi (f. 1839).
- 1. júlí - Mikhaíl Bakúnín, rússneskur byltingarsinni og anarkisti (f. 1814).
- 2. ágúst - Villti Bill Hickok, bandarískur kúreki og skemmtikraftur (f. 1837).