Singapúr (einfölduð kínverska: 新加坡共和国; pinyin: Xīnjiāpō Gònghéguó, malasíska: Republik Singapura; tamílska: சிங்கப்பூர் குடியரசு) er borgríki á eyju við suðurodda Malakkaskaga í Suðaustur-Asíu. Landið liggur sunnan við malasíska héraðið Johor og norðan við Riau-eyjar í Indónesíu. Nafnið er dregið af malasíska orðinu singa sem merkir „ljón“ og sanskrít pura sem merkir „borg“. Singapúr gengur líka undir sínu gamla malasíska nafni Temasek. Landið er mjög þéttbýlt og borgin nær yfir svo til allt landsvæði þess. Land Singapúr hefur verið stækkað með landfyllingum í sjó.

Republic of Singapore
新加坡共和国
Republik Singapura
சிங்கப்பூர் குடியரசு
Fáni Singapúr Skjaldarmerki Singapúr
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Majulah Singapura
(malasíska: "Áfram, Singapúr")
Þjóðsöngur:
Majulah Singapura
Staðsetning Singapúr
Höfuðborg Singapúr
Opinbert tungumál enska, mandarín, malasíska, tamílska
Stjórnarfar lýðveldi

Forseti
Forsætisráðherra
Halimah Yacob
Lee Hsien Loong
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
190. sæti
718,3 km²
1,444
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
114. sæti
5.469.700
7.615/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2013
425,251 millj. dala (40. sæti)
78.762 dalir (3. sæti)
Gjaldmiðill Singapúrdalur (SGD)
Tímabelti UTC+8
Þjóðarlén .sg
Landsnúmer +65
Kort.

Singapúr var ásamt suðurhluta Malakkaskaga hluti af Srivijaya á miðöldum og síðan Chola-veldinu. Árið 1587 brenndu Portúgalir byggðina til að slíta á tengsl Malakkaskaga við Soldánsdæmið Johor í suðri. Núverandi byggð í Singapúr var stofnuð af breska landstjóranum í Bengkulu-borg á Súmötru, Stamford Raffles. Breta vantaði höfn á sjóleiðinni til Kína. Eyjan heyrði þá aðeins að nafninu til undir soldáninn í Johor. Raffles stofnaði þarna fríhöfn og brátt tók íbúafjöldinn að vaxa mjög hratt. William Farquhar var gerður að landstjóra. Raffles sneri aftur árið 1822 en nýlendan var orðin illa þokkaður staður. Hann tók þá til hendinni, gerði nýtt skipulag (Jackson-skipulagið) og setti stjórnarskrá sem bannaði fjárhættuspil og þrælahald. Borgin óx enn á 19. öld og varð ein mikilvægasta hafnarborgin í heimshlutanum. Helstu viðskipti Singapúr fólust í umskipun. Japanir lögðu Singapúr undir sig eftir orrustuna um Singapúr 1942 og sýndu þar með fram á að Bretar gætu ekki alltaf varið lönd sín í Asíu. Eftir Síðari heimsstyrjöld fóru því íbúar Singapúr að krefjast sjálfstjórnar í auknum mæli. Fyrstu þingkosningar í Singapúr voru haldnar 1948 og landið fékk heimastjórn að hluta 1955. Margir töldu að Singapúr væri best borgið í sambandi við önnur ríki á Malakkaskaga og Singapúr tók því þátt í stofnun Malasíu 1963. Vaxandi þjóðernishyggja í Malasíu og ótti við að viðskiptaveldið Singapúr drægi mátt úr Kúala Lúmpúr varð til þess að forsætisráðherra Malasíu, Tunku Abdul Rahman, ákvað að reka Singapúr úr sambandsríkinu.

Singapúr er ein af mikilvægustu viðskiptaborgum heims, fjórða stærsta fjármálamiðstöð heims og fimmta mest notaða höfnin. Landið er eitt af Asíutígrunum fjórum ásamt Hong Kong, Suður-Kóreu og Tævan. Verg landsframleiðsla á mann með kaupmáttarjöfnuði er sú þriðja mesta í heimi, en landið er líka heimsmeistari í launaójöfnuði meðal þróaðra ríkja. Íbúar Singapúr eru um 5,5 milljónir, þar af 2 milljónir aðfluttra. 75% íbúa eru af kínverskum uppruna. Í landinu er þingræði að breskri fyrirmynd en frá 1959 til 2011 var Aðgerðaflokkur alþýðunnar við völd. Flokkurinn dró úr borgararéttindum og fjölmiðlafrelsi svo Singapúr var gjarnan talið vera flokksræði í reynd. Þingkosningarnar 2011 voru sögulegar þar sem flokkurinn lenti í minnihluta í fyrsta sinn.

MenntunBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.