22. apríl
dagsetning
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | ||||
2024 Allir dagar |
22. apríl er 112. dagur ársins (113. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 253 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 238 - Ár keisaranna sex: Rómverska öldungaráðið lýsti Maximinus útlægan og útnefndi Pupienus og Balbinus sem keisara.
- 1445 - Hinrik 6. Englandskonungur og Margrét af Anjou gengu í hjónaband.
- 1509 - Hinrik 8. varð konungur Englands við lát föður síns Hinriks 7..
- 1529 - Austurhveli jarðar var skipt milli Spánar og Portúgals með Saragossasáttmálanum.
- 1678 - Karl 11. Svíakonungur gaf út þá skipun að allir karlmenn milli 15 og 60 ára í Ørkened á Skáni skyldu teknir af lífi vegna gruns um að þeir væru snapphanar, uppreisnarmenn gegn yfirráðum Svía á Skáni.
- 1906 - Sérstakir aukaólympíuleikar voru settir í Aþenu í tilefni af tíu ára afmæli nútímaólympíuleikanna.
- 1917 - Jón Helgason var vígður biskup. Hann skrifaði meðal annars Árbækur Reykjavíkur.
- 1918 - Konur voru kosnar í fyrsta skiptið til þjóðþings Danmerkur í þingskosningum.
- 1944 - Bresk flugvél fórst rétt við nýja stúdentagarðinn í Reykjavík, Nýja garð. Öll áhöfnin fórst með vélinni.
- 1950 - Leikritið Íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu.
- 1970 - Sex aðildarríki Evrópubandalagsins undirrituðu Lúxemborgarsáttmálann.
- 1970 - Dagur jarðar var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti.
- 1976 - Ingmar Bergman flutti frá Svíþjóð vegna ásakana um skattaundanskot.
- 1977 - Olíuslys varð í olíuborpallinum Ekofisk 2/4 B í Norðursjó. Olía lak úr borholunni í átta daga stjórnlaust.
- 1978 - Ísrael sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu „A-Ba-Ni-Bi“.
- 1987 - Gro Harlem Brundtland, formaður nefndar Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, skilaði skýrslunni Our Common Future þar sem hugtakið sjálfbær þróun kom fyrir.
- 1988 - Gíslatakan á Ouvéa: Tugir lögreglumanna og einn saksóknari voru teknir í gíslingu af sjálfstæðissinnum á Nýju-Kaledóníu.
- 1991 - 84 létust í jarðskjálfta í Kosta Ríka og Panama.
- 1992 - Sprenging varð í Guadalajara í Mexíkó eftir að eldsneyti lak ofan í niðurfall. 215 létust og 1.500 særðust.
- 1997 - Haouch Khemisti-fjöldamorðin í Alsír áttu sér stað.
- 1997 - Eftir 126 daga umsátur um japanska sendiráðið í Líma í Perú réðust stjórnarliðar inn í bygginguna og drápu alla skæruliða Túpac Amaru.
- 1998 - Dýragarðurinn Disney's Animal Kingdom var opnaður í Walt Disney World í Orlandó í Flórída.
- 2000 - Alríkislögreglumenn tóku Elian Gonzalez frá ættingjum í Miami, Flórída.
- 2004 - Ryongchon-slysið: Sprenging varð í lest sem flutti eldfiman varning í Norður-Kóreu.
- 2007 - Fyrsta umferð forsetakosninga í Frakklandi fór fram.
- 2008 - Læknar við Moorfields Eye Hospital í London græddu í fyrsta sinn gerviaugu í tvo blinda sjúklinga.
- 2016 - 175 lönd höfðu undirritað Parísarsamkomulagið.
- 2020 – Ryfast-vegtengingin var opnuð í Noregi.
- 2021 - Dagur jarðar: Haldinn var netfundur þjóðarleiðtoga um loftslagsmál þar sem sett voru metnaðarfyllri markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Fædd
breyta- 1451 - Ísabella 1. af Kastilíu, Spánardrottning (d. 1504).
- 1518 - Anton af Bourbon, Navarrakonungur, faðir Hinriks 4. Frakkakonungs (d. 1562).
- 1610 - Alexander 8. páfi (d. 1691).
- 1658 - Giuseppe Torelli, ítalskt tónskáld (d. 1709).
- 1692 - James Stirling, skoskur stærðfræðingur (d. 1770).
- 1707 - Henry Fielding, breskur rithöfundur (d. 1754).
- 1724 - Immanuel Kant, þýskur heimspekingur (d. 1804).
- 1854 - Henri La Fontaine, belgískur stjórnmálamaður (d. 1943).
- 1870 - Lenín, rússneskur byltingarleiðtogi (d. 1924).
- 1888 - Edmund Jacobson, bandarískur læknir (d. 1983).
- 1899 - Vladimir Nabokov, rússneskur rithöfundur (d. 1977).
- 1904 - Robert Oppenheimer, bandarískur eðlisfræðingur (d. 1967).
- 1906 - Snorri Hjartarson, íslenskt skáld (d. 1986).
- 1906 - Gústaf Adólf erfðaprins í Svíþjóð (d. 1947).
- 1916 - Yvette Lundy, frönsk andspyrnukona og kennari (d. 2019).
- 1917 - Sidney Nolan, ástralskur myndlistarmaður (d. 1992).
- 1922 - Richard Diebenkorn, bandarískur listmálari (d. 1993).
- 1931 - Sigmund Johanson Baldvinsen, íslenskur skopmyndateiknari (d. 2012).
- 1935 - Úlfur Hjörvar, íslenskur rithöfundur (d. 2008).
- 1937 - Jack Nicholson, bandarískur leikari.
- 1940 - Ragnheiður Jónasdóttir, íslensk fyrirsæta.
- 1946 - John Waters, bandarískur leikari og leikstjóri.
- 1948 - George Abela, maltneskur stjórnmálamaður.
- 1957 - Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands.
- 1960 - Mart Laar, eistneskur stjórnmálamaður.
- 1966 - Jeffrey Dean Morgan, bandarískur leikari.
- 1967 - Víðir Reynisson, íslenskur lögreglustjóri.
- 1972 - Heiðar Már Guðjónsson, íslenskur hagfræðingur.
- 1974 - Shavo Odadjian, bassaleikari bandarísku hljómsveitarinnar System of a Down.
- 1974 - Kenichi Uemura, japanskur knattspyrnumaður.
- 1975 - Pavel Horváth, tékkneskur knattspyrnumaður.
- 1986 - Kim Noorda, hollensk fyrirsaeta.
- 1987 - John Obi Mikel, nigeriskur knattspyrnuleikari.
- 1989 - Aron Einar Gunnarsson, íslenskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 296 - Gajus páfi.
- 536 - Agapitus 1. páfi.
- 1672 - Georg Stiernhielm, sænskt skáld (f. 1598).
- 1827 - Thomas Rowlandson, enskur skopteiknari (f. 1756).
- 1908 - Henry Campbell-Bannerman, breskur stjórnmálamaður (f. 1836).
- 1930 - Jeppe Aakjær, danskt ljóðskáld (f. 1866).
- 1994 - Richard Nixon, Bandaríkjaforseti (f. 1913).
- 2013 - Ingólfur Júlíusson, íslenskur tónlistarmaður (f. 1970).
- 2015 - Páll Skúlason, íslenskur heimspekingur (f. 1945).
- 2019 - Hörður Sigurgestsson, íslenskur viðskiptafræðingur (f. 1938).