Hraðbanki
Hraðbanki er tölvustýrð sjálfsafgreiðsluvél sem gerir viðskiptavinum banka kleift að athuga stöðu bankareikninganna sinna, taka peninga út og stundum leggja þá inn. Í sumum hraðbönkum er líka hægt að fylla á farsíma og sinna öðrum aðgerðum eins og að millifæra milli reikninga. Notendur hraðbankans getur notað debetkortið sitt eða kreditkort ásamt PIN-númeri til að fá aðgang að reikningunum sínum. Hraðbankinn les segulrönd eða flís kortsins og notar þær upplýsingar til að staðfesta deili korthafans. Eftir að færslan er framkvæmd hefur notandinn þann möguleiki á að prenta út kvittun yfir færslunni og öðrum nýlegum færslum. Yfirleitt er takmörkun á hversu marga peninga má taka út af hraðbanka í einni færslu, og stundum er líka dagleg eða vikuleg takmörkun.
Hraðbanka er oft að finna fyrir utan eða nálægt bönkum auk þess á samgöngu- og verslunarmiðstöðvum. Það eru um það bil 1,5 milljónir hraðbankar í heimi. Hraðbankar eru í samkeppni við aðra greiðslumáta, t.d. heimabanka, debetkort og kreditkort.
Heimsins fyrsti hraðbanki var tekinn í notkun þann 21. júní 1967 í útibúi bankans Barclays í London.
Þjófnaður á peningum eða auðkennisþjófnaður getur komið fyrir notendur hraðbanka, t.d. geta glæpamenn sett upp myndavélar við hraðbanka sem tekur upp notandana slá inn PIN-númer sín eða annar kortalesari er festur við hraðbankann þannig að glæpamenn geti lesið gögnin á segulröndinni.