Vestur-Þýskaland
Vestur-Þýskaland er algengt heiti á þeim hluta Þýskalands sem nefndist Sambandslýðveldið Þýskaland eða Bundesrepublik Deutschland eftir de facto skiptingu hins hernumda Þýskalands í tvo hluta sem voru annars vegar hernámssvæði Frakka, Bandaríkjanna og Bretlands og hins vegar Sovétríkjanna árið 1949 við upphaf Kalda stríðsins. Sá hluti sem var á áhrifasvæði Sovétríkjanna var þá nefndur Austur-Þýskaland. Höfuðborg Vestur-Þýskalands var Bonn. Berlín var öll innan Austur-Þýskalands en var skipt í tvennt með Berlínarmúrnum og annar helmingurinn var hluti Vestur-Þýskalands en hinn höfuðborg Austur-Þýskalands.
Árið 1990 voru ríkin tvö sameinuð í eitt Þýskaland með því að Austur-Þýskaland varð hluti af sambandslýðveldinu.
Stofnun Vestur-Þýskalands
breytaVestur-Þýskaland var formlega stofnað þann 23. maí 1949, en aðeins nokkrum mánuðum síðar var alþýðulýðveldið Þýskaland stofnað.
Stofnun Vestur-Þýskalands var einnig umdeild innanlands því margir Þjóðverjar héldu enn í þá von að Þýskaland myndi sameinast á ný. Í þingnefndinni sem kom að stofnun Vestur-Þýskalands sátu tveir kommúnistar og neituðu þeir að skrifa undir samninginn, vegna þess að þeir vonuðust eftir sameiningu við austurhluta landsins.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ History.com Editors (20. maí 2020). „Federal Republic of Germany established“. History.com. Sótt mars 2021.