Vestur-Þýskaland er algengt heiti á þeim hluta Þýskalands sem nefndist Sambandslýðveldið Þýskaland eða Bundesrepublik Deutschland eftir de facto skiptingu hins hernumda Þýskalands í tvo hluta sem voru annars vegar hernámssvæði Frakka, Bandaríkjanna og Bretlands og hins vegar Sovétríkjanna árið 1949 við upphaf Kalda stríðsins. Sá hluti sem var á áhrifasvæði Sovétríkjanna var þá nefndur Austur-Þýskaland. Höfuðborg Vestur-Þýskalands var Bonn. Berlín var öll innan Austur-Þýskalands en var skipt í tvennt með Berlínarmúrnum og annar helmingurinn var hluti Vestur-Þýskalands en hinn höfuðborg Austur-Þýskalands.

Skipting Þýskalands.

Árið 1990 voru ríkin tvö sameinuð í eitt Þýskaland með því að Austur-Þýskaland varð hluti af sambandslýðveldinu.

Stofnun Vestur-Þýskalands

breyta

Vestur-Þýskaland var formlega stofnað þann 23. maí 1949, en aðeins nokkrum mánuðum síðar var alþýðulýðveldið Þýskaland stofnað.

Stofnun Vestur-Þýskalands var einnig umdeild innanlands því margir Þjóðverjar héldu enn í þá von að Þýskaland myndi sameinast á ný. Í þingnefndinni sem kom að stofnun Vestur-Þýskalands sátu tveir kommúnistar og neituðu þeir að skrifa undir samninginn, vegna þess að þeir vonuðust eftir sameiningu við austurhluta landsins.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. History.com Editors (20. maí 2020). „Federal Republic of Germany established“. History.com. Sótt mars 2021.
   Þessi sögugrein sem tengist Þýskalandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.