16. september
dagsetning
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2024 Allir dagar |
16. september er 259. dagur ársins (260. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 106 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1345 - Jóhann 5. varð hertogi af Bretagne, fimm ára að aldri, en móðir hans, Jóhanna af Flæmingjalandi, stýrði Montfort-arminum í Bretónska erfðastríðinu þar til hann varð fullveðja.
- 1380 - Karl 6. Frakkakonungur (f. 1368) tók við ríki eftir lát föður síns, Karls 5.
- 1408 - Síðustu heimildir um norræna menn á Grænlandi geta um brúðkaup í kirkjunni í Hvalsey þennan dag.
- 1464 - Pietro Barbo varð Páll 2. páfi.
- 1508 - Ferja sökk á Ölfusá með tugi manna og fórust yfir 30 manns, sem voru að koma frá krossmessu í Kaldaðarnesi í Flóa, en þar var kross, sem var einn merkasti kirkjugripurinn í kaþólskri tíð á Íslandi. Krossinn var tekinn niður og eyðilagður eftir siðaskiptin.
- 1607 - Floti Mölturiddara og Flórensbúa rændi borgina Hippone á strönd Alsír til að hefna sjórána.
- 1621 - Svíar unnu borgina Ríga frá Pólverjum.
- 1666 - Shabbetaï Zevi snerist til íslam frammi fyrir Tyrkjasoldán.
- 1678 - Brandenborgarar lögðu Rügen undir sig.
- 1761 - Ólafur Stephensen og Sigríður Magnúsdóttir voru gefin saman í hjónaband í Leirárkirkju.
- 1761 - Sjö ára stríðið: Rússar náðu prússnesku borginni Kolberg á sitt vald.
- 1810 - Mexíkó lýsti yfir sjálfstæði frá Spáni.
- 1893 - Lög voru staðfest, sem tóku Austur-Skaftafellssýslu undan Suðuramti og lögðu hana til Austuramtsins.
- 1936 - Vísindamaðurinn Jean-Baptiste Charcot fórst ásamt 37 öðrum skipverjum þegar rannsóknaskipið Pourquoi-pas? fórst í ofviðri í skerjagarðinum við Álftanes á Mýrum.
- 1940 - Tvö íslensk skip, Arinbjörn hersir og Snorri goði, björguðu um 400 manns af franska flutningaskipinu Asca, en það fórst á Írlandshafi eftir árás þýskrar flugvélar.
- 1944 - Sprengjuflugvél frá bandaríska flughernum með tíu manna áhöfn brotlenti ofarlega á norðanverðum Eyjafjallajökli. Eftir tveggja daga vist í flakinu náði áhöfnin að ganga niður af jöklinum við illan leik og komast til byggða.
- 1963 - Lyndon B. Johnson, varaforseti Bandaríkjanna, kom til Íslands í opinbera heimsókn og var vel tekið.
- 1970 - Hussein, konungur Jórdaníu setti herlög í landinu til að hindra palestínska uppreisnarmenn í að ná þar völdum.
- 1975 - Papúa-Nýja Gínea fékk sjálfstæði frá Ástralíu.
- 1976 - Blýantanóttin: Hópi námsmanna var rænt af útsendurum herforingjastjórnarinnar í Argentínu. Þau voru síðan pyntuð og flest þeirra myrt að talið er.
- 1979 - Minnisvarði var afhjúpaður á Hólmavík um Hermann Jónasson ráðherra, sem var í áraraðir þingmaður Strandamanna og Vestfirðinga.
- 1981 - Fyrsti þátturinn í þáttaröðinni Pósturinn Páll var sendur út á BBC1.
- 1982 - Blóðbaðið í Shabra og Shatila hófst þegar Líbanski framvörðurinn réðist inn í flóttamannabúðir í Beirút og myrti milli 762 og 3500 manns.
- 1983 - Ronald Reagan tilkynnti að GPS-staðsetningarkerfið yrði opnað fyrir almenna notendur.
- 1984 - Langholtskirkja var vígð í Reykjavík.
- 1984 - Fyrsti kafli kvikmyndaraðarinnar Heimat eftir Edgar Reitz kom út í Þýskalandi.
- 1985 - Líkamsræktarsalurinn World Class hóf starfsemi í Skeifunni í Reykjavík.
- 1989 - Erró gaf Reykjavíkurborg tvö þúsund listaverk eftir sig og var safninu komið fyrir á Korpúlfsstöðum.
- 1991 - Allar ákærur gegn Oliver North vegna þátttöku hans í Íran-Kontrahneykslinu voru felldar niður.
- 1992 - Svarti miðvikudagurinn: Ítalska líran og breska pundið voru felld út úr gengissamstarfi Evrópu.
- 1993 - Fyrsti þáttur bandarísku þáttaraðarinnar Frasier var sendur út á NBC.
- 1994 - Danska leiðsögumanninum Louise Jensen var rænt, henni nauðgað og hún myrt að lokum af þremur breskum hermönnum á Kýpur.
- 1999 - Íbúðasprengjurnar í Rússlandi: 17 létust þegar bílsprengja sprakk við fjölbýlishús í Volgodonsk.
- 2000 - Úkraínski blaðamaðurinn Georgíj Gongadse sást síðast á lífi.
- 2004 - Danska hirðin tilkynnti að Jóakim Danaprins og Alexandra prinsessa hygðust skilja.
- 2007 - Íslenska sjónvarpsþáttaröðin Næturvaktin hóf göngu sína á Stöð 2.
- 2010 - Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn.
- 2018 - Þingkosningarnar í Svíþjóð 2018 fóru fram.
- 2020 – Yoshihide Suga tók við af Shinzō Abe sem forsætisráðherra Japans.
- 2020 - Sendinefnd frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna ásakaði ríkisstjórn Venesúela formlega um glæpi gegn mannkyni.
- 2021 - Mannaða geimfarið Inspiration4 frá SpaceX flaug með fjóra áhafnarmeðlimi á braut um jörðu í þrjá daga.
- 2022 – Mótmæli hófust í Íran eftir að kona að nafni Jina Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar, sem hafði handtekið hana fyrir að hylja hár sitt ekki nægilega vel með hijab-slæðu.
Fædd
breyta- 1098 - Hildegard von Bingen, þýsk abbadís og dulspekingur (d. 1179).
- 1387 - Hinrik 5. Englandskonungur (d. 1422).
- 1584 - Matthias Gallas, austurrískur hershöfðingi (d. 1647).
- 1797 - Anthony Panizzi, ítalskur lögfræðingur (d. 1879).
- 1858 - Bonar Law, breskur stjórnmálamaður (d. 1923).
- 1884 - Jack Binns, breskur loftskeytamaður (d. 1959).
- 1888 - Frans Eemil Sillanpää, finnskur rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (d. 1964).
- 1891 - Karl Dönitz, þýskur flotaforingi (d. 1980).
- 1893 - Alexander Korda, ungverskur leikstjóri (d. 1956).
- 1914 - Gunnar Nielsen formaður Knattspyrnufélagsins Fram (d. 1989).
- 1920 - J.J.C. Smart, ástralskur heimspekingur (d. 2012).
- 1923 - Lee Kuan Yew, fyrsti forsætisráðherra Singapúr.
- 1924 - Lauren Bacall, bandarísk leikkona (d. 2014).
- 1927 - Peter Falk, bandarískur leikari (d. 2011).
- 1930 - Anne Francis, bandarisk leikkona (d. 2011).
- 1939 - Roger Westman, enskur arkitekt (d. 2020).
- 1940 - Ómar Ragnarsson, íslenskur söngvari, leikari og sjónvarpsmaður.
- 1952 - Mickey Rourke, bandarískur leikari.
- 1953 - Kurt Fuller, bandarískur leikari.
- 1953 - Manuel Pellegrini, síleskur knattspyrnustjóri.
- 1955 - Guillermo Lasso, forseti Ekvador.
- 1956 - David Copperfield, bandarískur töframaður.
- 1958 - Jennifer Tilly, bandarísk leikkona.
- 1967 - Hrannar Björn Arnarsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1968 - Marc Anthony, bandarískur leikari og söngvari.
- 1970 - Júríj Níkíforov, rússneskur knattspyrnumaður.
- 1972 - Atli Rafn Sigurðarson, íslenskur leikari.
- 1972 - Bárður á Steig Nielsen, færeyskur stjórnmálamaður.
- 1974 - Loona, hollensk söngkona og dansari.
- 1974 - Mario Haas, austurrískur knattspyrnumaður.
- 1979 - Keisuke Tsuboi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1980 - Davíð Þorláksson, íslenskur lögfræðingur.
- 1984 - Katie Melua, georgísk-bresk söngkona.
- 1985 - Fábio Santos, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1985 - Johan Absalonsen, danskur knattspyrnumaður.
- 1992 - Nick Jonas, bandarískur söngvari (Jonas Brothers).
Dáin
breyta- 307 - Severus 2. Rómarkeisari.
- 655 - Marteinn 1. páfi.
- 1343 - Filippus 3. Navarrakonungur (f. 1306).
- 1380 - Karl 5. Frakkakonungur (f. 1338).
- 1394 - Klemens 7. mótpáfi (f. 1342).
- 1498 - Tomás de Torquemada, leiðtogi spænska rannsóknarréttarins (f. um 1420).
- 1583 - Katrín Jagellon, drottning Svíþjóðar, kona Jóhanns 3. Svíakonungs (f. 1526).
- 1701 - Jakob 2. Englandskonungur (f. 1633).
- 1736 - Daniel Gabriel Fahrenheit, þýskur vísindamaður (f. 1686).
- 1824 - Loðvík 18. Frakkakonungur (f. 1755).
- 1902 - Konrad von Maurer, þýskur sagnfræðingur (f. 1823).
- 1917 - Kristján Eldjárn Þórarinsson, prestur í Svarfaðardal (f. 1843).
- 1932 - Ronald Ross, skoskur læknir (f. 1857).
- 1936 - Jean-Baptiste Charcot, franskur vísindamaður (f. 1867).
- 1944 - Gustav Bauer, þýskur stjórnmálamaður (f. 1870).
- 1977 - Marc Bolan, enskur tónlistarmaður (f. 1947).
- 1977 - Maria Callas, grísk-bandarísk óperusöngkona (f. 1923).
- 1992 - Larbi Benbarek, marokkóskur knattspyrnumaður (f. 1917).
- 2005 - Geirlaugur Magnússon, íslenskt ljóðskáld (f. 1944).
- 2013 - Kim Hamilton, bandarisk leikkona (f. 1932).
- 2021 - Vilborg Dagbjartsdóttir, íslenskur barnakennari og rithöfundur (f. 1930).