Lækjargata er gata í miðbæ Reykjavíkur sem dregur nafn sitt af læk sem rann upphaflega opinn meðfram allri götunni, frá Tjörninni til sjávar en var síðar settur í stokk og liggur nú undir götunni.

Lækjargata
Siemsenshús í forgrunni og kalkofninn í bakgrunni. Lækurinn sem rann um Lækjargötu til hægri
Lækurinn og Lækjargata 1905-1907.

Lækjargata var upphaflega lítil gata, enda voru þar í fyrstu aðeins tvö hús. Hún var í þá daga kölluð Heilagsandastræti. Nafngiftin kom til vegna þess að í öðru þessara húsa bjó Helgi Thordersen biskup og í hinu Ólafur Pálsson dómkirkjuprestur. Smám saman, þegar íbúafjöldinn í Reykjavík jókst, lengdist gatan suður með læknum alla leið að Tjörninni.

Lækurinn

breyta

Á fyrstu árum Reykjavíkur rann lækurinn á milli steinhlaðinna bakka en Lækjargata var þá eina „breiðgata“ miðbæjarins. Steinbrýr lágu yfir lækinn á þremur stöðum, niður af Bankastræti, önnur frá Þingholti og sú þriðja niður undan Stöðlakoti. Þegar lækurinn var settur í bunustokk og farvegur hans fylltur árið 1911, breikkaði gatan um helming. Lækjargata var kölluð „hin ilmandi slóð“ í hálfkæringi meðan lækurinn var opinn vegna þess fnyks sem lagði af honum en í hann lágu mörg opin skolpræsi áður fyrr.

Í Innansveitarkroniku, eftir Halldór Laxness, segir:

Í þann tíma rann opinn lækur í gegnum höfuðborg vora og var kallaður Lækurinn; í honum voru hornsíli. Stundum mátti sjá þar ál sem var að koma úr Saragossahafinu og gánga í tjörn þá sem kölluð er Tjörnin og liggur á bak við Alþingishúsið og Dómkirkjuna.

Tengt efni

breyta

Tengill

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.