2007
ár
(Endurbeint frá Febrúar 2007)
Árið 2007 (MMVII í rómverskum tölum) var 7. ár 21. aldar og almennt ár sem byrjaði á mánudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 1. janúar - Embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu tók til starfa.
- 1. janúar - Búlgaría og Rúmenía gengu í Evrópusambandið.
- 1. janúar - Slóvenía tók upp evruna í stað hins slóvenska tolars.
- 1. janúar - Dönsku sveitarstjórnarumbæturnar 2007 gengu í gildi. Sveitarfélögum í Danmörku fækkaði úr 271 í 98.
- 1. janúar - Suður-Kóreumaðurinn Ban Ki-moon tók við af Kofi Annan sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
- 1. janúar - Angóla gekk í Samtök olíuframleiðenda.
- 1. janúar - Matís ohf tók til starfa á Íslandi.
- 5. janúar - Orkufyrirtækið Geysir Green Energy var stofnað í Reykjanesbæ.
- 5. janúar - Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar voru veitt í fyrsta sinn.
- 8. janúar - Rússnesk olíufyrirtæki hættu að dæla olíu um leiðslur í Hvíta-Rússlandi vegna olíudeilu landanna.
- 9. janúar - Apple Inc. kynnti snjallsímann iPhone í Bandaríkjunum.
- 11. janúar - Víetnam gekk í Alþjóðaviðskiptastofnunina.
- 12. janúar - Bygging tónlistarhússins Hörpu hófst formlega.
- 13. janúar - Gríska skipið Server brotnaði í tvennt úti fyrir strönd Noregs. Um 200 lítrar af hráolíu láku í sjóinn.
- 15. janúar - Meðferðarheimilinu Byrginu var lokað.
- 15. janúar - Hálfbróðir Saddams Husseins Barzan Ibrahim al-Tikriti og dómarinn Awad Hamed al-Bandar voru hengdir fyrir aðild að morðum á 148 sjíamúslimum í bænum Dujail árið 1982.
- 17. janúar - Dómsdagsklukkan var stillt á 5 mínútur í miðnætti.
- 18. janúar - Fellibylurinn Kýrill gekk yfir Norður-Evrópu.
- 19. janúar - Íslenska kvikmyndin Foreldrar var frumsýnd.
- 20. janúar - Fyrsti hópur gangandi manna náði á „óaðgengipólinn“ á Suðurheimskautinu.
- 23. janúar - Ríkisútvarpinu var breytt í opinbert hlutafélag.
- 23. janúar - Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja voru stofnuð.
- 30. janúar - Windows Vista stýrikerfið frá Microsoft kom út.
Febrúar
breyta- 2. febrúar - Loftslagsráð Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir að 90% líkur væru á að hnattræn hlýnun væri af mannavöldum.
- 3. febrúar - 135 létust og yfir 300 særðust þegar bílasprengja sprakk á fjölmennum markaði í Bagdad.
- 4. febrúar - Þjóðverjar unnu heimsmeistaratitilinn í handbolta á heimavelli.
- 5. febrúar - Bandaríski geimfarinn Lisa M. Nowak var handtekin fyrir mannrán og morðtilraun.
- 8. febrúar - Palestínsku hreyfingarnar Hamas og Fatah sammæltust um samsteypustjórn.
- 8. febrúar - Bandaríska fyrirsætan Anna Nicole Smith fannst látin vegna ofneyslu lyfja á hótelherbergi í Hollywood.
- 11. febrúar - Portúgalar samþykktu með þjóðaratkvæðagreiðslu að leyfa fóstureyðingar.
- 13. febrúar - Norður-Kórea samþykkti að loka kjarnorkurannsóknarstöð sinni í Yongbyon í skiptum fyrir olíu.
- 21. febrúar - Ríkisstjórn Romano Prodi sagði af sér eftir ósigur í atkvæðagreiðslu um utanríkismál.
- 26. febrúar - Alþjóðadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að fjöldamorðin í Srebrenica hefðu verið þjóðarmorð en að Serbía bæri ekki beina ábyrgð á atburðunum.
- 27. febrúar - Björgunarsveitin Húnar var stofnuð á Hvammstanga.
- 27. febrúar - 23 létust í sjálfsmorðssprengjuárás á bandaríska herstöð í Bagram í Afganistan meðan varaforsetinn Dick Cheney var staddur þar.
- 29. febrúar - Hið íslenska töframannagildi var stofnað.
Mars
breyta- 1. mars - Ungdomshuset í Kaupmannahöfn var rutt af lögreglu.
- 1. mars - Fjórða Alþjóðlega heimskautaárið, rannsóknaráætlun fyrir bæði heimskautin, hófst í París.
- 4. mars - Í þingkosningum í Eistlandi var í fyrsta sinn hægt að kjósa á netinu.
- 6. mars - Fyrrum aðstoðamaður Bandaríkjaforseta, I. Lewis Libby, var dæmdur sekur fyrir meinsæri og hindrun réttvísinnar í tengslum við Plame-málið þar sem nafni leyniþjónustumanns var lekið í fjölmiðla.
- 7. mars - Garuda Indonesia flug 200 hrapaði við Yogyakarta í Indónesíu með þeim afleiðingum að 20 farþegar og 1 áhafnarmeðlimur létust en 119 komust lífs af.
- 9. mars - Byggingu nýja Wembley-leikvangsins lauk.
- 11. mars - Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í Máritaníu frá því landið fékk sjálfstæði árið 1960 fóru fram.
- 13. mars - Danski athafnamaðurinn Klaus Riskær Pedersen var dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik í tengslum við sölu fyrirtækisins CyberCity.
- 21. mars - Stjórn Marshalleyja lýsti yfir neyðarástandi vegna vatnsskorts.
- 23. mars - Nýja leikjatölvan frá Sony, PlayStation 3, kom út í Evrópu, Ástralíu og Singapúr.
- 23. mars - Sjóher Íranska byltingarvarðarins handtóku 15 breska sjóliða á umdeildu hafsvæði milli Írans og Íraks.
- 27. mars - Samningur um landamæri Lettlands og Rússlands var undirritaður.
- 28. mars - Frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð var samþykkt á Alþingi.
- 29. mars - 179 létust í fimm sjálfsmorðssprengjutilræðum í Írak.
Apríl
breyta- 1. apríl - Íslenska fjarskiptafyrirtækið Míla ehf var stofnað.
- 2. apríl - Reykingabann á almannafæri og vinnustöðum tók gildi í Wales.
- 2. apríl - Jarðskjálfti að stærðargráðu 8,1 á Richter skók Salómonseyjar og olli flóðbylgju.
- 3. apríl - Franska háhraðalestin TGV náði 574,8 km/klst hraða og setti þannig hraðamet hefðbundinna járnbrautarlesta.
- 11. apríl - Sam Mansour, „bóksalinn frá Brønshøj“, var dæmdur í 3 og hálfs árs fangelsi eftir nýjum dönskum lögum fyrir að hvetja til hryðjuverka.
- 13. apríl - Bílanaust og Olíufélagið ESSO sameinuðust og stofnuðu N1.
- 14. apríl - 42 létust í hryðjuverkaárás í Karbala í Írak.
- 16. apríl - Virginia Tech-fjöldamorðin: Nemandinn Seung-Hui Cho við Tækniháskólann í Virginíu í Bandaríkjunum myrti 32, særði 29 og framdi síðan sjálfsmorð.
- 18. apríl - Mikill bruni varð á horni Austurstrætis og Lækjargötu.
- 18. apríl - Vatnstjón varð þegar allt að 80 °C heitt vatn rann niður Vitastíg og þar út í átt að Snorrabraut um Laugaveg.
- 18. apríl - Nær 200 létust í röð árása í Bagdad.
- 19. apríl - Dagblaðastríðið í Danmörku: Fríblaðið Dato hætti útgáfu.
- 21. apríl - Forsetakosningar voru haldnar í Nígeríu.
- 22. apríl - Fyrsta umferð forsetakosninga í Frakklandi fór fram.
- 23. apríl - Glóperur voru bannaðar í Kanada.
- 24. apríl - Fóstureyðingar voru leyfðar í Mexíkóborg.
- 24. apríl - Stjörnufræðingar uppgötvuðu lífvænlegu plánetuna Gliese 581 c í stjörnumerkinu Voginni.
- 26. apríl - Bronsnóttin: Óeirðir brutust út í Tallinn í Eistlandi í kjölfar þess að borgaryfirvöld létu færa umdeilda styttu.
- 28. apríl - AFL Starfsgreinafélag var myndað með sameiningu þriggja stéttarfélaga á Austurlandi.
- 28. apríl - 55 létust í hryðjuverkaárásum í Karbala í Írak.
- 30. apríl - Reykingabann á almannafæri og vinnustöðum tók gildi á Norður-Írlandi.
Maí
breyta- 3. maí - Madeleine McCann, þriggja ára gamalli stúlku, var rænt úr hótelherbergi í Portúgal, þar sem hún var með fjölskyldu sinni í fríi.
- 4. maí - Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs var stofnuð við Keflavíkurflugvöll.
- 4. maí - Kvikmyndin Köngulóarmaðurinn 3 var frumsýnd.
- 6. maí - Nicolas Sarkozy var kosinn forseti Frakklands.
- 7. maí - Gröf Heródesar konungs fannst í hæðinni Herodium og hafði hennar verið leitað þar í yfir 30 ár.
- 7. maí - Frjálslynda bandalagið var stofnað í Danmörku af Naser Khader, Anders Samuelsen og Gitte Seeberg.
- 8. maí - Norður-Írland fékk heimastjórn að nýju. Flokkar sambandssinna og aðskilnaðarsinna, Democratic Unionist Party og Sinn Féin, mynduðu samsteypustjórn.
- 10. maí - Eiríkur Hauksson steig á svið í undankeppninni í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
- 12. maí - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi.
- 12. maí - Serbía sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2007 með laginu „Molitva“.
- 13. maí - Manchester United lyftu níunda bikar sínum í ensku úrvalsdeildinni.
- 16. maí - Nicolas Sarkozy tók við embætti forseta Frakklands.
- 16. maí - Alex Salmond tók við sem æðsti ráðherra Skotlands.
- 17. maí - Rússneska rétttrúnaðarkirkjan utan Rússlands sameinaðist rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni eftir 80 ára klofning.
- 21. maí - Breski klipparinn Cutty Sark skemmdist mikið í eldi.
- 23. maí - Úrslitaleikur meistaradeildar Evrópu 2007 fór fram á Ólympíuleikvanginum í Aþenu.
- 24. maí - Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við völdum.
Júní
breyta- Júní - Íslenska vefritið Eyjan.is var stofnað.
- 1. júní - Reykingabann tók gildi á öllum veitinga- og skemmtistöðum á Íslandi.
- 7. júní - Fyrsta netfréttaveita DR, DR Update, fór í loftið.
- 13. júní - Shimon Peres var kjörinn forseti Ísraels.
- 15. júní - 15 áhorfendur á Heineken Jammin' Festival í Mestre á Ítalíu slösuðust þegar skýstrokkur olli hruni bygginga.
- 22. júní - Bandaríska kvikmyndin Evan Almighty var frumsýnd.
- 22. júní - Spangarheiðarskurðurinn var opnaður fyrir bátaumferð að nýju.
- 24. júní - Kanadíski glímukappinn Chris Benoit myrti eiginkonu sína, Nancy Daus, og son og framdi síðan sjálfsmorð.
- 24. júní - Íraski stjórnmálamaðurinn Ali Hassan al-Majid (Efnavopna-Alí) var dæmdur til dauða.
- 25. júní - Hitabylgjan í Evrópu 2007: Hitamet var slegið á Ítalíu þegar hiti mældist 47 gráður í Foggia.
- 27. júní - Bandaríska kvikmyndin Die Hard 4.0 var frumsýnd.
- 27. júní - Tony Blair sagði af sér embætti forsætisráðherra. Gordon Brown tók við.
- 28. júní - Hitabylgjan í Evrópu 2007: 11 létust í verstu hitabylgju Grikklands í heila öld.
- 29. júní - Tvær bílsprengjur fundust í City of Westminster.
- 29. júní - Danmörk og Þýskaland undirrituðu samkomulag um byggingu brúar yfir Femernsund.
- 30. júní - Hryðjuverkaárásin á Glasgow-flugvöll: Grænum Cherokee-jeppa var ekið inn í flugstöð Glasgow-flugvallar. Hann sprakk og olli miklum bruna.
Júlí
breyta- 1. júlí - Hólaskóli varð háskóli.
- 1. júlí - Ný lög um kosningarétt tóku gildi í Austurríki. Lögin veita Austurríkismönnum kosningarétt frá 16 ára aldri.
- 1. júlí - Reykingabann tók gildi á vinnustöðum og almannafæri í Englandi.
- 1. júlí - Reykingabann tók gildi á öllum veitinga- og skemmtistöðum í New South Wales og Victoria í Ástralíu.
- 2. júlí - Átta létust í sprengjutilræði Al-Kaída í norðurhluta Jemen.
- 4. júlí - Ítalski bílaframleiðandinn FIAT kynnti nýja útgáfu af smábílnum Fiat 500.
- 7. júlí - Heimsmet var slegið í vatnsbyssuslag á Landsmóti UMFÍ í Kópavogi (Kópavogur). Fyrir þessu stóðu Sparisjóður Keflavíkur og útvarpsstöðin FM957.
- 7. júlí - Live Earth-tónleikar voru haldnir í 9 borgum um allan heim til að vekja athygli á umhverfismálum.
- 7. júlí - Svissneska félagið New Open World Corporation kynnti „Sjö nýju undur veraldar“: Kínamúrinn, Petru í Jórdan, Cristo Redentor í Brasilíu, Machu Picchu, Chichen Itza, Colosseum í Róm og Taj Mahal á Indlandi.
- 8. júlí - Boeing-verksmiðjurnar afhjúpuðu nýja risafarþegaþotu, Boeing 787.
- 9. júlí - Það snjóaði í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, í fyrsta sinn í nær hundrað ár.
- 11. júlí - Kvikmyndin Harry Potter og Fönixreglan var frumsýnd.
- 17. júlí - Á alþjóðaflugvellinum Congonhas-São Paulo í Brasilíu rann farþegaþota út af flugbraut, yfir stóra umferðaræð á háannatíma og inn í vöruhús, þar sem hún sprakk. Allir um borð og nokkrir aðrir létust, samtals yfir 190 manns.
- 17. júlí - Öflugur jarðskjálfti í Niigata í Japan olli bruna í stærsta kjarnorkuveri heims, Kashiwazaki-Kariwa-kjarnorkuverinu.
- 18. júlí - Úrvalsvísitala kauphallarinnar á Íslandi náði hámarki, 9.016,48 punktum, en tók að falla hratt eftir það.
- 19. júlí - Prathiba Patil var kosin fyrsti kvenforseti Indlands.
- 19. júlí - Kauphöllin í Osló náði hámarki, 524,37 punktum.
- 21. júlí - Síðasta bók J.K. Rowling um Harry Potter kom út og seldist í yfir 8 milljónum eintaka á fyrsta sólarhringnum.
- 24. júlí - Bamir Topi varð forseti Albaníu.
- 24. júlí - HIV-réttarhöldin í Líbýu: Fimm búlgörskum hjúkrunarkonum var sleppt eftir 8 og hálfs árs fangelsisvist í Líbýu.
- 27. júlí - Simpsonskvikmyndin var frumsýnd.
Ágúst
breyta- 1. ágúst - 41.000 skátar frá 158 löndum héldu upp á 100 ára afmæli skátahreyfingarinnar á World Scout Jamboree í Englandi.
- 1. ágúst - 8 akreina vegabrú, I-35W Mississippi River bridge í Minneapolis, hrundi skyndilega á háannatíma með þeim afleiðingum að 13 létust og 145 slösuðust.
- 2. ágúst - Rússneskur smákafbátur komst á botninn undir Norðurskautinu og skildi eftir rússneska fánann í málmhylki á 4.261 metra dýpi.
- 3. ágúst - Bandaríska kvikmyndin The Bourne Ultimatum var frumsýnd.
- 4. ágúst - Reykingabann tók gildi á almannafæri í Slóveníu.
- 4. ágúst - NASA sendi geimfarið Fönix til Mars.
- 9. ágúst - Fjármálakreppan 2007-2008 hófst með því að franski bankinn BNP Paribas stöðvaði greiðslur úr þremur vogunarsjóðum sem höfðu fjárfest mikið í undirmálslánum.
- 11. ágúst - Forseta- og þingkosningar fóru fram í Síerra Leóne.
- 13. ágúst - 320 metra löng bílabrú í Kína hrundi með þeim afleiðingum að yfir 20 létust.
- 14. ágúst - 572 manns létu lífið í nokkrum sjálfsmorðsárásum í Qahtaniya í Írak.
- 15. ágúst - Jarðskjálfti að stærðinni 8,0 Richter varð 512 manns að bana í Perú. Yfir 1500 manns slösuðust.
- 22. ágúst - Íslenska kvikmyndin Astrópía var frumsýnd.
- 22. ágúst - Menntaskóli Borgarfjarðar var settur í fyrsta sinn.
- 25. ágúst - Valur vígði Vodafonehöllina. Þetta var mikil hátíð komu skrúðgöngur frá hverfisskólunum Austurbæjarskóla, Hlíðaskóla og Háteigsskóla.
- 28. ágúst - Abdullah Gül var kjörinn forseti Tyrklands.
September
breyta- 4. september - Fellibylurinn Felix gekk yfir Puerto Cabezas í Níkaragva og eyðilagði 90% af innviðum borgarinnar.
- 4. september - Norska ríkissjónvarpið hóf útsendingar á þriðju rás sinni, NRK3.
- 6. september - Ísraelsher gerði loftárás á meintan kjarnakljúf í Sýrlandi.
- 7. september - Íslenska kvikmyndin Veðramót var frumsýnd.
- 8. september - Bílsprengja varð yfir 50 manns að bana í Dellys í Alsír.
- 13. september - Yfirlýsing um réttindi frumbyggja var samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
- 14. september - Japanska geimfarinu SELENE var skotið á braut um Tunglið.
- 16. september - Íslenska sjónvarpsþáttaröðin Næturvaktin hóf göngu sína á Stöð 2.
- 17. september - Fjármálakreppan 2007-2008: Northern Rock lenti í lausafjárvanda og áhlaup á bankann hófst.
- 19. september - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Gossip Girl hóf göngu sína á The CW.
- 19. september - Ísrael lýsti því yfir að Gasaströndin, undir stjórn Hamassamtakanna, væri óvinveitt svæði og hætti að veita þar grunnþjónustu.
- 20. september - Aðgerð Pólstjarnan: lögregla og tollayfirvöld gerðu tugi kílóa af amfetamíni upptæk á Fáskrúðsfirði sem reynt var að smygla með seglskútu.
- 22. september - Hæstiréttur Chile samþykkti framsal Alberto Fujimori til Perú.
- 26. september - Eftir margra daga mótmæli gegn stjórn Mjanmar brást stjórnarherinn við og reyndi að stöðva mótmælin. Fyrstu dauðsföll af völdum stjórnarhersins voru staðfest. Búddamunkar og aðrir mótmælendur voru handteknir og lokað var algjörlega fyrir Internetaðgang í landinu.
- 28. september - Síðasti hluti M2-leiðarinnar í neðanjarðarlestarkerfi Kaupmannahafnar milli Lergravsparken og Kastrup-flugvallar var opnaður.
Október
breyta- 1. október - Kvikmyndin The Amazing Truth About Queen Raquela var frumsýnd.
- 1. október - Lánasýsla ríkisins var lögð niður og verkefni hennar færð til Seðlabanka Íslands.
- 1. október - Forlagið var stofnað á Íslandi.
- 2. október - Sjónvarpsstöðin ÍNN tók til starfa á Íslandi.
- 2. október - Annar leiðtogafundur Suður- og Norður-Kóreu frá Kóreustríðinu átti sér stað.
- 6. október - Forsetakosningar fóru fram í Pakistan.
- 6. október - Bandaríski líffræðingurinn Craig Venter tilkynnti að tekist hefði að búa til litning á tilraunastofu.
- 8. október - Spretthlauparinn Marion Jones skilaði fimm Ólympíuverðlaunum sem hún vann í Sydney árið 2000 eftir að hafa játað ólöglega lyfjanotkun.
- 9. október - Yoko Ono afhjúpaði Friðarsúluna í Viðey á afmælisdegi John Lennon.
- 11. október - REI-málið: Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn Reykjavíkur sprakk.
- 11. október - KR-TV hóf útsendingar.
- 15. október - Fyrsta Airbus A380-breiðþotan hóf reglulega farþegaflutninga.
- 16. október - Dagur B. Eggertsson tók við embætti borgarstjóra í Reykjavík.
- 18. október - Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, sneri heim til Pakistan eftir átta ára útlegð til að taka þátt í forsetakosningum. Sama kvöld var sjálfsmorðsárás gerð á bílalest Bhutto. Hún slapp ómeidd en 136 aðrir létust.
- 18. október - Velsensamningurinn staðfesti stofnun Evrópsku herlögreglunnar í fimm löndum Evrópusambandsins.
- 19. október - Ný heildarþýðing Biblíunnar á íslensku kom út, Biblía 21. aldar.
- 21. október - Kimi Räikkönen var krýndur heimsmeistari í Formúlu 1 eftir Brasilíukappaksturinn.
- 21. október - Kosningabandalag Donald Tusk sigraði þingkosningar í Póllandi.
- 25. október - Fyrsta farþegaflug Airbus 380-farþegaþotunnar flaug á milli Singapúr og Ástralíu.
- 26. október - Stýrikerfið Mac OS X v10.5 („Leopard“) kom út.
- 28. október - Vatíkanið blessaði píslarvottana 498 sem voru fórnarlömb trúarofsókna í Spænsku borgarastyrjöldinni.
- 28. október - Cristina Fernández de Kirchner var kjörin forseti Argentínu.
Nóvember
breyta- 1. nóvember - Meredith Kercher var myrt í Perugia á Ítalíu. Bandarísk sambýliskona hennar, Amanda Knox, og unnusti hennar, Raffaele Sollecito, voru handtekin í kjölfarið.
- 3. nóvember - Pervez Musharraf, forseti Pakistan, lýsti yfir neyðarástandi í landinu í kjölfar umdeildra forsetakosninga. Musharraf var í kjölfarið sakaður um valdarán.
- 6. nóvember - 50 létust í sjálfsmorðssprengjuárás í Mazar-i-Sharif í Afganistan, þar á meðal 6 þingmenn.
- 7. nóvember - Ungur námsmaður gerði skotárás í skóla í bænum Jokela í Finnlandi. Hann varð 8 manns að bana, særði 12 og framdi síðan sjálfsmorð.
- 7. nóvember - Mikheil Saakashvili, forseti Georgíu, lýsti yfir neyðarástandi í höfuðborg landsins í kjölfar mikilla mótmæla gegn stjórn hans.
- 11. nóvember - Andie Sophia Fontaine, bandarískur innflytjandi, tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður Vinstri-grænna. Hún er fyrsti útlendingurinn til þess að sitja á Alþingi.
- 11. nóvember - Rússneskt olíuskip brotnaði í tvennt í miklum stormi í Svartahafi og olli miklu tjóni.
- 12. nóvember - The Hope, fjórða breiðskífa íslensku rokksveitarinnar Sign, kom út.
- 14. nóvember - Jarðskjálfti upp á 7,7 á Richter skók Chile.
- 14. nóvember - Háhraðalest frá London að Ermarsundsgöngunum, High Speed 1, var opnuð.
- 16. nóvember - Þúsundir létust og milljónir misstu heimili sín í gífurlegum fellibyl sem gekk yfir Bangladess.
- 18. nóvember - 101 námuverkamaður lét lífið í námuslysi í Úkraínu.
- 18. nóvember - Silvio Berlusconi tilkynnti að flokkur hans Forza Italia yrði lagður niður og Popolo della Libertà stofnaður í staðinn.
- 19. nóvember - Íslenska torrentvefnum Torrent.is var lokað.
- 19. nóvember - Norski netbankinn Bank Norwegian hóf starfsemi.
- 19. nóvember - C Sharp 3.0 kom út.
- 20. nóvember - Elísabet 2. Bretadrottning og Filippus prins héldu demantsbrúðkaup sitt hátíðlegt.
- 30. nóvember - Kárahnjúkavirkjun var gangsett.
Desember
breyta- 2. desember - Íbúar Venesúela höfnuðu stjórnarskrárbreytingum sem hefðu gefið forseta meiri völd.
- 3. desember - Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst á Balí.
- 11. desember - Mænuskaðastofnun Íslands var stofnuð.
- 11. desember - Tvær bílsprengjur urðu 31 manni að bana í Algeirsborg í Alsír.
- 18. desember - Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti stöðvun dauðarefsinga með 104 atkvæðum gegn 54. 29 sátu hjá.
- 20. desember - Jarðskjálfti upp á 6,6 á Richter skók Nýja Sjáland og olli miklum skemmdum í borginni Gisborne. Einn lét lífið.
- 21. desember - Schengensvæðið stækkaði. Aðildarlönd sem bættust við voru Eistland, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland.
- 24. desember - Stjórn Nepal tilkynnti að 240 ára einræði verði lagt niður árið 2008 og lýðræði tekið upp.
- 26. desember - Íslenska kvikmyndin Duggholufólkið var frumsýnd.
- 27. desember - Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans og forsetaframbjóðandi, var ráðin af dögum á kosningafundi í Rawalpindi.
- 27. desember - Forseta- og þingkosningar voru haldnar í Kenýa.
- 27. desember - Þrír menn rændu Danske Bank í Brabrand og komust undan með 26,7 milljón krónur.
- 28. desember - Í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá í Nepal var samþykkt að leggja konungsvaldið niður.
- 30. desember - Íslenska sjónvarpsþáttaröðin Pressa hóf göngu sína á Stöð 2.
- 31. desember - Yfir tvö hundruð manns létu lífið í átökum sem brutust út vegna úrslita forsetakosninganna í Kenýa.
Ódagsettir atburðir
breyta- Víetnamska lággjaldaflugfélagið VietJet Air var stofnað.
- Forritunarmálið Go leit dagsins ljós.
- Bandaríska fyrirtækið Dropbox var stofnað.
- Íslenska fjárfestingafélagið Gift var stofnað.
- Íslenska hljómsveitin No Class var stofnuð.
- Íslenska fyrirtækið ValaMed var stofnað.
- Streymisveitan Viaplay var stofnuð.
Fædd
breytaDáin
breyta- 7. janúar - Magnús Magnússon, breskur sjónvarpsmaður (f. 1929).
- 29. janúar - Edward Robert Harrison, breskur heimsfræðingur (f. 1919).
- 30. janúar - Sidney Sheldon, bandarískur rithöfundur (f. 1917).
- 1. febrúar - Hallgerður Gísladóttir, íslenskur sagnfræðingur og þjóðfræðingur (f. 1952).
- 8. febrúar - Anna Nicole Smith, bandarísk fyrirsæta og leikkona, fannst meðvitundarlaus inni á hótelherbergi sínu og lést skömmu síðar af völdum of stórs lyfjaskammts (f. 1967).
- 5. mars - Yvan Delporte, belgískur myndasöguhöfundur (f. 1928).
- 8. mars - Bergþóra Árnadóttir, íslensk vísnasöngkona (f. 1948).
- 17. mars - John Backus, bandarískur tölvunarfræðingur (f. 1924).
- 11. apríl - Kurt Vonnegut, bandarískur rithöfundur (f. 1922).
- 16. apríl - Seung-Hui Cho, bandarískur fjöldamorðingi (f. 1984).
- 23. apríl - Boris Jeltsín, forseti Rússlands (f. 1931).
- 23. maí - Elías Mar, íslenskur rithöfundur (f. 1924).
- 8. júní - Richard Rorty, bandarískur heimspekingur (f. 1931).
- 14. júlí - Einar Oddur Kristjánsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1942).
- 20. júlí - Tammy Faye Bakker, bandarískur sjónvarpsprédikari (f. 1942).
- 23. júlí - Múhameð Zahir Sja, síðasti konungur Afganistans (f. 1914).
- 30. júlí - Ingmar Bergman, sænskur kvikmyndaleikstjóri (f. 1918).
- 30. júlí - Michelangelo Antonioni, ítalskur leikstjóri (f. 1912).
- 4. ágúst - Lee Hazlewood, bandarískur kántrísöngvari (f. 1929).
- 25. ágúst - Björn Th. Björnsson, íslenskur listfræðingur og rithöfundur (f. 1922).
- 6. september - Luciano Pavarotti, ítalskur tenórsöngvari (f. 1935).
- 9. september - Ásgeir Elíasson, íslenskur íþróttamaður og knattpsyrnuþjálfari (f. 1949).
- 10. september - Jane Wyman, bandarísk leikkona (f. 1914).
- 15. september - Colin McRae, skoskur fyrrverandi heimsmeistari í rallý, lést í flugslysi á Skotlandi (f. 1968).
- 6. nóvember - Guðmundur Jónsson, íslenskur óperusöngvari (f. 1920).
- 10. nóvember - Norman Mailer, bandarískur rithöfundur (f. 1923).
- 20. nóvember - Ian Smith, forsætisráðherra Ródesíu (f. 1919).
- 29. nóvember - Eyjólfur Jónsson, sundkappi og lögregluþjónn (f. 1925).
- 30. nóvember - J.L. Ackrill, enskur fornfræðingur (f. 1921).
- 27. desember - Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans var myrt á kosningafundi. (f. 1953).
- 31. desember - Ragnar Lár, íslenskur myndlistarmaður (f. 1935).