Máritanía

Máritanía (arabíska موريتانيا‎ Mūrītānyā; berbíska Muritanya eða Agawej; wolof Gànnaar; soninke Murutaane; pulaar Moritani) er land í Norður-Afríku, en er stundum einnig talið til Vestur-Afríku þar sem það tilheyrir bæði Magrebsvæðinu og Sahelsvæðinu. Það á strandlengju að Atlantshafi í vestri og landamæri að Vestur-Sahara í norðri, Alsír í norðaustri, Malí í austri og Senegal í suðri. Ríkið dregur nafn sitt af hinu forna konungsríki Berba, Máretaníu. Höfuðborg og stærsta borg Máritaníu er Núaksjott.

Íslamska lýðveldið Máritanía
الجمهورية الإسلامية الموريتانية
Al-Jumhuriyah al-Islamiyah al-Muritaniyah
République Islamique de Mauritanie
Fáni Máritaníu Skjaldarmerki Máritaníu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
شرف إخاء عدل;
(arabíska: Heiður, bræðralag, réttlæti)
Þjóðsöngur:
Bilada-l ubati-l hudati-l kiram
Staðsetning Máritaníu
Höfuðborg Núaksjott
Opinbert tungumál arabíska, franska
Stjórnarfar Herforingjastjórn

Forseti Mohamed Ould Ghazouani
Forsætisráðherra Mohamed Ould Bilal
Sjálfstæði
 - frá Frakklandi 28. nóvember 1960 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
28. sæti
1.030.000 km²
~0
Mannfjöldi
 - Samtals (2018)
 - Þéttleiki byggðar
127. sæti
4.403.313
3,4/km²
VLF (KMJ) áætl. 2018
 - Samtals 18,117 millj. dala (134. sæti)
 - Á mann 4.563 dalir (140. sæti)
VÞL (2019) Increase2.svg 0.546 (157. sæti)
Gjaldmiðill Ouguiya (MRO)
Tímabelti UTC
Þjóðarlén .mr
Landsnúmer +222

Þann 6. ágúst 2008 var gerð herforingjabylting í landinu og hershöfðinginn Mohamed Ould Abdel Aziz tók við völdum. Hann sagði af sér herforingjatign árið eftir til að taka þátt í forsetakosningum sem hann vann. Forsetakosningar í Máritaníu 2019 voru fyrsta friðsamlega valdatilfærslan í landinu frá sjálfstæði.

Máritanía er rík af náttúruauðlindum en landið er þó enn fátækt. Flestir landsmenn vinna við landbúnað, námugröft og í olíuvinnslu, auk fiskveiða.

Þrælahald er útbreitt vandamál í Máritaníu, en áætlað er að 600.000 manns, tæplega 20% íbúa, lifi við þrældóm. Þrælahald hefur verið bannað með lögum í landinu oftar en einu sinni, síðast árið 2007.

HeitiBreyta

Máritanía dregur nafn sitt af hinu forna Berbaríki Máretaníu sem var við lýði á 3. öld f.Kr. og varð síðar rómverskt skattland til 7. aldar e.Kr. Löndin eru þó ekki alveg hin sömu: hin sögulega Máretanía var mun norðar en núverandi Máritanía, og náði yfir allan vesturhluta Miðjarðarhafsstrandar Afríku.

Nafnið er upphaflega dregið af grísku, og síðar rómversku, heiti yfir þeldökka íbúa svæðisins, Mára, sem einnig gáfu Marokkó nafn sitt.

íbúarBreyta

 
A Moorish family in the Adrar Plateau.

Íbúar Máritaníu eru um 4,3 milljónir. Uppruni íbúa landsins er þrenns konar: Sahrawar (Bidhan) eða „hvítir Márar“, Haratinar eða „svartir Márar“, og ýmsir vesturafrískir þjóðflokkar. Um 52% íbúa eru Bidhan, um 30% Haratin og 17% af öðrum þjóðum samkvæmt tölfræðiskrifstofu. Bidhanar tala hassanya-arabísku og eru Berbar að uppruna. Haratinar eru afkomendur upprunalegra íbúa Tassili n'Ajjer og Acacus-fjalla.[1][2] Aðrir íbúar landsins eru aðallega af vesturafrískum uppruna. Þar á meðal eru nígerkongómælandi Fúlar, Soninkar, Bambarar og Wolofar.[3]

TilvísanirBreyta

  1. Anthony Appiah; Henry Louis Gates (2010). Encyclopedia of Africa. Oxford University Press. p. 549. ISBN 978-0-19-533770-9 ., Quote: "Haratine. Social caste in several northwestern African countries consisting of blacks, many of whom are former slaves (...)"
  2. Gast, M. (2000). "Harṭâni". Encyclopédie berbère - Hadrumetum – Hidjaba (in French). 22.
  3. „The World Factbook – Africa – Mauritania“. CIA. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. nóvember 2015. Sótt 16. maí 2007.
   Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.