Benazir Bhutto
Benazir Bhutto (fædd 21. júní 1953, látin 27. desember 2007) var pakistanskur stjórnmálamaður. Hún varð fyrsti kvenforsætisráðherra í íslömsku landi árið 1988 og var síðar kosin aftur árið 1993. Í bæði skiptin var hún sett af af þáverandi forsetum eftir ásakanir um spillingu. Hún lést eftir skotárás og sprengjutilræði í Rawalpindi þar sem hún var að ávarpa stuðningsmenn sína.
Bhutto flutti til Kúveit í sjálfskipaða útlegð frá 1999 þar til hún sneri heim til Pakistans að nýju 18. október 2007.
Benazir Bhutto var elsta dóttir Zulfikar Ali Bhutto, sem var forseti og síðar forsætisráðherra Pakistans.