Hnattræn hlýnun
Hnattræn hlýnun er mæld og áætluð aukning á meðalhita yfirborðs jarðar og sjávar frá iðnbyltingunni.
OrsökBreyta
GróðurhúsaáhrifBreyta
Joseph Fourier uppgötvaði gróðurhúsaáhrif árið 1824 og þau voru fyrst rannsökuð af Svante Arrhenius árið 1896.
Ýmsar lofttegundir í lofthjúpi jarðar, s.n. gróðurhúsalofttegundir, valda gróðurhúsaáhrifum, en án þeirra myndi meðalhiti jarðar vera um 30 °C lægri en hann er, sem þýddi að jörðin væri óbyggileg.[1] . Helstu gróðurhúsalofttegundir í lofthjúpi jarðar eru: 0-4 % vatnsgufa, 9-26% koltvíoxíð (CO2), 4-9% metan (CH4) og 3-7% ósón (O3).[2]
Geislun frá sóluBreyta
Kenningar hafa verið settar fram um að geislun sólar kunni að hafa valdið hækkun á meðalhita jarðar.[3] Engin samsvörun er hins vegar milli breytinga í sólargeislun og hnattrænnar hlýnunar á síðustu áratugum og því er sú hugmynd að inngeislun sólar sé ábyrg fyrir yfirstandandi hækkun í meðalhita jarðar almennt ekki lengur talin trúverðug.[4][5]
Tengt efniBreyta
TilvísanirBreyta
- ↑ www.greenhouse.gov.au/impacts/overview/pubs/overview4.pdf Geymt 2008-07-19 í Wayback Machine (PDF), Australian Greenhouse Office, sótt 16. maí 2007
- ↑ www.grida.no/climate/ipcc_tar/wg1/006.htm Geymt 2004-01-03 í Wayback Machine, skoðað 16. maí 2007
- ↑ www.dsri.dk/~hsv/SSR_Paper.pdf Geymt 2008-05-27 í Wayback Machine (PDF), skoðað 16. maí 2007
- ↑ „„Er hnatthlýnunin gabb?““. Veðurstofa Íslands. 28. júní 2007. Sótt 6. júní 2021.
- ↑ Vísindavefurinn: „Hvernig vitum við að hlýnun jarðar er af manna völdum?“
TenglarBreyta
VísindiBreyta
- Spurt og svarað um hlýnun jarðar frá NOAA
- Uppgötvun hlýnunar jarðar Geymt 2009-02-13 í Wayback Machine
FræðslaBreyta
- Hvað er hlýnun jarðar? - frá heimasíðu National Geographic
- Daglega uppfærður yfirborðshiti á jörðinni Geymt 2007-05-27 í Wayback Machine - frá heimasíðu NASA