Lettland

land í Norður-Evrópu

56°57′00″N 24°06′00″A / 56.95000°N 24.10000°A / 56.95000; 24.10000

Lýðveldið Lettland
Latvijas Republika
Fáni Lettlands Skjaldarmerki Lettlands
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Föðurland og frelsi
Þjóðsöngur:
Dievs, svētī Latviju!
(Guð blessi Lettland)
Staðsetning Lettlands
Höfuðborg Ríga
Opinbert tungumál lettneska
Stjórnarfar Þingræði

Forseti
Forsætisráðherra
Edgars Rinkēvičs
Evika Siliņa
Sjálfstæði
 • frá Rússlandi 6. september 1991 
Evrópusambandsaðild 1. maí 2004
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
122. sæti
64.589 km²
2,09
Mannfjöldi
 • Samtals (2020)
 • Þéttleiki byggðar
147. sæti
1.907.675
29,6/km²
VLF (KMJ) áætl. 2021
 • Samtals 63,539 millj. dala (106. sæti)
 • Á mann 33.393 dalir (43. sæti)
VÞL (2019) 0.866 (37. sæti)
Gjaldmiðill evra (EUR)
Tímabelti UTC+2
Þjóðarlén .lv
Landsnúmer +371

Lettland (lettneska: Latvija) er eitt af Eystrasaltsríkjunum ásamt Litáen og Eistlandi. Næstu nágrannar Lettlands eru Eistland í norðri, Litáen í suðri og Rússland og Hvíta-Rússland í austri. Í vestri liggur landið að Eystrasalti og þar mætast landhelgi þess og Svíþjóðar. Íbúar Lettlands eru tæplega 2 milljónir og landið er 64.589 km² að stærð. Þar er temprað loftslag ríkjandi.

Lettland hefur í gegnum aldirnar verið hluti af Svíaveldi, Póllandi og Rússneska keisaradæminu, en þýskumælandi aðall ríkti yfir íbúunum. Lýðveldið Lettland var stofnað eftir Fyrri heimsstyrjöld þann 18. nóvember 1918 en það breyttist í einræði eftir valdarán Kārlis Ulmanis 1934. Við upphaf Síðari heimsstyrjaldar var landið hernumið af Sovétmönnum. Þjóðverjar gerðu innrás í landið 1941 en Sovétmenn náðu því aftur 1944. Næstu hálfa öld var Lettland sovétlýðveldi.

Árið 1987 hófst Söngvabyltingin með kröfu um sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Lettlandi lýsti yfir sjálfstæði 4. maí 1990 sem var viðurkennt í kjölfar upplausnar Sovétríkjanna 1991. Lettland er einstýrt þingræðisríki með 110 sveitarstjórnir og 9 borgarstjórnir. Landið situr hátt á lista yfir lönd eftir þróun lífsgæða. Ríga var menningarhöfuðborg Evrópu árið 2014.

Frumbyggjar Lettlands eru Lettar og Líflendingar. Lettneska er annað tveggja núlifandi baltneskra tungumála ásamt litáísku. Þótt landið hafi verið undir erlendri stjórn frá 13. öld til 20. aldar hafa tungumál landsins og menning haldið sérstöðu sinni. Fram að Síðari heimsstyrjöld bjuggu þar stórir hópar Eystrasaltsþjóðverja og gyðinga. Um fjórðungur íbúa Lettlands er af rússneskum uppruna. Rúmur helmingur þeirra hefur ekki borgararéttindi vegna þeirra ströngu skilyrða sem sett voru fyrir borgararétti í Lettlandi eftir sjálfstæðið frá Sovétríkjunum. Rúmur þriðjungur íbúa eru lútherstrúar en um fjórðungur rómversk-kaþólskir, aðallega í héraðinu Latgale í suðausturhluta landsins. Tæp 20% íbúa eru í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni.

Þann 20. september 2003 kusu Lettar um inngöngu í Evrópusambandið og samþykktu það. Innganga í sambandið varð að veruleika þann 1. maí 2004. Þann 29. mars 2004 gerðist Lettland aðili að NATO. Auk þess er Lettland aðili að Evrópuráðinu, Eystrasaltsráðinu, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, NB8, Norræna fjárfestingarbankanum, Efnahags- og framfarastofnuninni, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu og Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Lettland tók upp evru sem gjaldmiðil 1. janúar 2014 í stað lettneska latsins.

Nafnið Latvija er dregið af heiti Lettgalla sem voru ein af fjórum Eystrasaltsþjóðum (ásamt Kúrum, Selum og Semgöllum) sem bjuggu á þessu svæði á miðöldum, ásamt finnskumælandi Líflendingum.[1] Trúboðinn Hinrik af Lettlandi bjó til latnesku heitin Lettigallia og Lethia út frá nafni þjóðflokksins á 13. öld. Þaðan kom latneska heitið Letonia og þýska heitið Lettland.[2]

Orðið „Letti“ kemur líklega fyrst fyrir í íslensku í grein Gísla Brynjúlfssonar, „Frelsis hreifingarnar“ sem birtist í Norðurfara árið 1849,[3] en „Lettland“ kemur fyrst fyrir í Heimskringlu árið 1918.[4]

Elstu ummerki um menn frá Salaspils tilheyra Swider-menningunni og eru 11-12.000 ára gömul. Samkvæmt vinsælli kenningu settust forverar núverandi Letta að á austurströnd Eystrasaltsins um 3000 f.o.t.[5] Baltneskar þjóðir komu á verslunarleiðum til Rómar og Býsantíum, þar sem þær versluðu með verðmætt raf.[6] Um 900 bjuggu fjórir baltneskir þjóðflokkar þar sem Lettland er nú: Kúrir (kurši), Latgallar (latgaļi), Selir (sēļi) og Semgallar (zemgaļi), auk hinna finnsk-úgrísku Líflendinga (lībieši).[7]

Á 12. öld skiptist landið í eftirfarandi smáríki: Vanema, Ventava, Bandava, Piemare, Duvzare, Sēlija, Koknese, Jersika, Tālava og Adzele.[8]

Miðaldir

breyta
 
Turaida-kastali við Sigulda, reistur af Alberti af Ríga árið 1214.

Tengsl Eystrasaltsþjóðanna við ríkin á meginlandi Evrópu urðu sterkari á 12. öld.[9] Páfi sendi fyrstu trúboðana eftir Daugava-fljóti seint á 12. öld.[10] Heilagur Meinhard frá Segeberg kom til Ikšķile með kaupmönnum árið 1184, til að snúa íbúum frá heiðni. Þegar friðsamlegar aðferðir til að kristna íbúana mistókust hugðist Meinhard snúa Líflendingum með vopnavaldi.[11] Selestínus 3. páfi kallaði eftir krossferð gegn Eistum árið 1193. Eftirmenn Meinhards, Berthold frá Hanóver og Albert af Ríga, leiddu krossferðina. Albert stofnaði Ríga og varð biskupsfursti með lén frá Hinriki 3.. Hann stofnaði riddararegluna Sverðbræður sem síðar urðu hluti Þýsku riddaranna.

Þýskum krossförum fjölgaði á síðari hluta 13. aldar eftir hnignun og fall krossfararíkjanna í Mið-Austurlöndum.[12] Þýsku riddararnir stofnuðu krossfararíkið Terra Mariana („land Maríu“) sem náði yfir núverandi Lettland og suðurhluta núverandi Eistlands.[13] Árið 1282 varð Ríga hluti af Hansasambandinu, og seinna borgirnar Cēsis, Limbaži, Koknese og Valmiera. Ríga varð mikilvæg hafnarborg og var í nánum samskiptum við Vestur-Evrópu.[14] Fyrstu þýskumælandi landnemarnir voru riddarar frá Norður-Þýskalandi og borgarar frá norðurþýskum borgum sem töluðu lágþýsku.[15] Eystrasaltsþjóðverjar mynduðu landeigendaaðal í Lettlandi og gerðu bændur að leiguliðum.

Pólsk og sænsk yfirráð

breyta

Árið 1558 hófst Líflandsstríðið um yfirráð yfir Líflandi. Helstu stríðsaðilar voru Pólsk-litáíska samveldið og Rússaveldi, en bæði Danmörk og Svíþjóð tóku þátt um skeið. Eftir að Rússar biðu ósigur var Líflandi skipt þannig að Norður-Eistland fór til Svía og Eysýsla (Saaremaa) til Dana. Afgangurinn gekk til litáíska stórhertogadæmisins sem hertogadæmið Lífland og til hins nýja hertogadæmis Kúrlands og Semigallíu undir stjórn síðasta stórmeistara Líflandsreglunnar, Gotthard Kettler.[16] Austasti hlutinn, Latgallía, varð landstjóraumdæmið Inflanty eða Pólska Lífland.[17]

Á 17. og 18. öld tókust Pólsk-litáíska samveldið, Svíaveldi og Rússaveldi á um yfirráð yfir Eystrasalti. Eftir stríð Póllands og Svíþjóðar (1600-1611) komst norðurhluti Líflands undir sænsk yfirráð. Ríga varð höfuðborg Sænska Líflands og stærsta borgin í öllu Svíaveldi.[18] Átök milli Svía og Pólverja héldu áfram þar til ríkin gerðu með sér vopnahléð í Altmark árið 1629.[19][20] Líkt og Eistar, hafa Lettar talað um „gömlu góðu sænsku tímana“, þar sem sænsk yfirvöld drógu úr bændaánauð, komu á sveitaskólum og drógu úr völdum þýsku landeigendanna.[21][22]

Á þessum tíma urðu mikilvægar breytingar á menningu landsins. Lettar tóku að stærstum hluta upp lúterstrú, undir sænskum og þýskum áhrifum.[23] Hinar fornu þjóðir Kúra, Semigalla, Sela, Lífa og Latgalla, tóku að líta á sig sem Letta og tala lettnesku sem sameiginlegt tungumál.[24][25] Ekkert lettneskt ríki var þó til, og mörk ríkja og skilgreining þjóða á þessum tíma eru mjög á reiki. Suðurhluti Latgalla hélt áfram að aðhyllast kaþólska trú vegna áhrifa Pólverja og Jesúíta. Mállýska þeirra hélst aðskilin, en með mörgum tökuorðum úr pólsku og rússnesku.[26]

Lífland og Kúrland í Rússaveldi

breyta

Í Norðurlandaófriðnum mikla létust allt að 40% íbúa Lettlands úr hungri og farsóttum.[27] Helmingur íbúa Ríga fórst í Norðurlandaplágunni miklu 1710-1711.[28] Uppgjöf Eistlands og Líflands 1710 og Nystad-samningurinn bundu enda á stríðið árið 1721. Vidzeme gekk til Rússlands (sem hluti af landstjóraumdæminu Ríga). Latgallía var áfram hluti af Pólsk-litáíska samveldinu sem Landstjóraumdæmið Inflanty til 1772 þegar það var innlimað í Rússland. Árið 1795 lagði Rússland svo undir sig hertogadæmið Kúrland og Semigallíu í þriðju skiptingu Póllands. Þar með voru allir hlutar núverandi Lettlands orðnir hluti af Rússaveldi. Öll héruðin þrjú héltu í sín lög og sín þing (landtag) og þýska var áfram stjórnsýslumál.

Bændaánauð var afnumin í Kúrlandi árið 1817 og í Vidzeme árið 1819.[29] Í reynd kom það sér vel fyrir landeigendur og aðal, þar sem bændur misstu jarðir sínar bótalaust og neyddust því til að vinna á stórjarðeignum.

Á þessum tveimur öldum var uppgangur í Lettlandi. Hafnir voru stækkaðar (Ríga varð stærsta höfnin í Rússaveldi), járnbrautir lagðar, nýjar verksmiðjur, bankar og háskólar stofnaðir; margar stórbyggingar voru reistar og almenningsgarðar stofnaðir. Breiðstrætin í Ríga eru frá þessum tíma. Talnalæsi var útbreiddara í Líflandi og Kúrlandi en öðrum hlutum Rússaveldis, sem gæti verið vegna áhrifa lúterstrúarinnar.[30]

Þjóðernisvakning

breyta
 
Þjóðfundur Letta í Dundaga árið 1905.

Á 19. öld urðu miklar samfélagsbreytingar í Lettlandi.[31] Til varð stétt sjálfseignarbænda eftir að leiguliðar fengu að kaupa jarðir sínar. Um leið fækkaði fólki í sveitum og margir Lettar fluttu í borgirnar í leit að menntun og störfum í iðnaði.[31] Til varð stór verkalýðsstétt og lítil en áhrifamikil borgarastétt.[31] Ungir Lettar (Jaunlatvieši) voru æskulýðshreyfing sem lagði grunninn að lettneskri þjóðernisstefnu frá miðri 19. öld. Margir af leiðtogum hreyfingarinnar horfðu til Slavahreyfingarinnar vegna andstöðu við hina þýskumælandi yfirstétt Lettlands.[32][33] Vaxandi notkun lettnesku í bókmenntum og almennt í samfélaginu á þessum tíma hefur verið nefnd fyrsta lettneska þjóðernisvakningin.[32] Rússneskuvæðing hófst í Latgallíu eftir Janúaruppreisn Pólverja 1863. Á 9. áratugnum hafði hún breiðst út til annarra hluta landsins. Eftir Unga Letta varð Nýstefnan, vinstrisinnuð stjórnmálahreyfing, leiðandi í þjóðernisvakningunni undir lok aldarinnar.[34] Óánægja almennings braust fram í byltingunni 1905 sem í Eystrasaltshéruðunum fékk á sig yfirbragð sjálfstæðisbaráttu.[35]

Sjálfstæðisyfirlýsing og millistríðsárin

breyta
 
Jānis Čakste (1859–1927) var fyrsti forseti Lettlands.

Miklir bardagar áttu sér stað í Lettlandi og öðrum vesturhéruðum Rússaveldis í fyrri heimsstyrjöld. Í byrjun snerust kröfur um sjálfsákvörðunarrétt um að fá heimastjórn. Þetta breyttist eftir rússnesku byltinguna 1917 og friðarsamningana í Brest-Litovsk milli Rússlands og Þýskalands í mars 1918. Þann 18. nóvember 1918 lýsti Alþýðuráð Lettlands yfir fullu sjálfstæði og Kārlis Ulmanis fékk það verkefni að mynda ríkisstjórn sem forsætisráðherra.[36] Fulltrúi Þýskalands, August Winnig, undirritaði formlega viðurkenningu þýska ríkisins á bráðabirgðastjórninni 26. nóvember.

Í kjölfarið fylgdi sjálfstæðisstríð Lettlands, eitt af mörgum landamæra- og borgarastríðum sem háð voru í Austur-Evrópu í kjölfar heimsstyrjaldarinnar. Vorið 1919 voru þrjár ríkisstjórnir sem gerðu tilkall til Lettlands: bráðabirgðastjórnin undir forystu Kārlis Ulmanis, studd af Alþýðuráðinu og Bandamönnum; Sósíalíska lettneska sovétlýðveldið undir forystu Pēteris Stučka, studd af Rauða hernum; og bráðabirgðastjórn undir forystu Andrievs Niedra, studd af hersveitum þýskra landeigenda (Baltische Landeswehr) og þýsku Freikorps-sveitinni „Járndeildinni“.

Eistneskar og lettneskar hersveitir sigruðu Þjóðverja í orrustunni um Wenden í júní 1919,[37] og hrundu stórsókn vesturrússneska sjálfboðaliðahersins undir stjórn Pavel Bermondt-Avalov í nóvember. Hersveitir Rauða hersins voru hraktar frá austurhluta landsins af lettneskum og pólskum hersveitum snemma árs 1920 (Pólverjar líta á orrustuna um Daugavpils sem hluta af stríði Póllands og Sovétríkjanna).

Þjóðkjörið stjórnlagaþing kom saman 1. maí 1920 og samþykkti frjálslynda stjórnarskrá, Satversme, í febrúar 1922.[38] Kārlis Ulmanis nam stjórnarskrána úr gildi eftir valdaránið 1934, en hún var aftur tekin upp árið 1990. Þar sem megnið af iðnfyrirtækjum Lettlands höfðu verið flutt til Rússlands árið 1915 var helsta verkefni stjórnarinnar róttækar jarðaumbætur.[39] Árið 1923 var hlutfall ræktarlands orðið meira en fyrir stríðið. Efnahagur landsins óx hratt en varð fyrir áfalli í heimskreppunni 1929. Þann 15. maí 1934 framdi Ulmanis valdarán án blóðsúthellinga og kom á þjóðernissinnaðri alræðisstjórn sem ríkti til 1940.[40] Ulmanis stofnaði ríkisfyrirtæki sem keyptu einkafyrirtæki í þeim tilgangi að „lettneskuvæða“ efnahagslífið.[41]

Síðari heimsstyrjöld

breyta
 
Rauði herinn kemur til Ríga 1940.

Snemma morguns 24. ágúst 1939 undirrituðu Sovétríkin og Þriðja ríkið 10 ára griðasáttmála (Mólotov-Ribbentrop-samningurinn).[42] Hluti sáttmálans voru leynileg ákvæði sem birt voru eftir ósigur Þýskalands 1945. Þar kom fram að ríkin tvö skiptu Norður- og Austur-Evrópu í „áhrifasvæði“.[43] Í norðri lentu Finnland og Eistland á áhrifasvæði Sovétríkjanna.[43] Viku síðar, 1. september 1939, gerði Þýskaland innrás í Pólland og 17. september gerðu Sovétmenn líka innrás hinum megin frá.[44]: 32 

Eftir gerð Mólotov-Ribbentrop-samningsins fluttu flestir Eystrasaltsþjóðverjar frá Lettlandi eftir samkomulag stjórnar Ulmanis og Þýskalands um Heim in Reich-verkefnið.[45] Alls höfðu 50.000 Eystrasaltsþjóðverjar flust á brott fyrir lokafrest í desember 1939, 1600 áttu eftir að ganga frá sínum málum og 13.000 kusu að búa áfram í Lettlandi.[45] Flestir þeirra sem urðu eftir, fluttu sumarið 1940, þegar gerð var önnur áætlun um fólksflutninga.[46] Þeir sem hluti samþykki sem „hreinræktaðir Þjóðverjar“ fengu flestir lönd og fyrirtæki í Póllandi í skiptum fyrir það fé sem fékkst fyrir sölu á eigum þeirra í Lettlandi.[44]: 46 

Þann 5. október 1939 neyddist Lettland til að samþykkja samning við Sovétríkin um „gagnkvæma aðstoð“, sem gaf þeim leyfi til að koma fyrir 25-30.000 manna herliði í Lettlandi.[47] Embættismenn voru myrtir og aðilar hlynntir Sovétríkjunum skipaðir í þeirra stað.[48] Í kosningum voru víðast hvar aðeins frambjóðendur hlynntir Sovétríkjunum. Þingið sem kosið var óskaði strax eftir inngöngu í Sovétríkin.[48] Mynduð var leppstjórn undir forystu Augusts Kirhenšteins.[49] Sovétríkin innlimuðu Lettland 5. ágúst 1940 sem Sovétlýðveldið Lettland.

 
Þýskir hermenn koma til Ríga í júlí 1941.

Sovétmenn tóku hart á andstæðingum sínum áður en Barbarossa-aðgerðin hófst. Minnst 34.250 Lettar voru fluttir úr landi eða drepnir.[50] Flestir fóru til Síberíu þar sem dánarhlutfallið var áætlað 40%.[44]: 48 

Þann 22. júní 1941 hófst innrás Þjóðverja í Sovétríkin.[51] Í nokkur skipti gerðu Lettar uppreisnir gegn Rauða hernum til að aðstoða Þjóðverja. Þann 29. júní náði þýski herinn Ríga og snemma í júlí var landið allt undir stjórn Þjóðverja.[52][44]: 78–96  Í kjölfarið fylgdi þýskt hernámslið, Einsatzgruppen, sem framfylgdu áætluninni Generalplan Ost. Hún fól í sér að íbúum Lettlands skyldi fækkað um 50%.[44]: 64 [44]: 56 

Meðan á þýska hernáminu stóð heyrði Lettland undir Reichskommissariat Ostland.[53] Hernámsstjórnin kom á fót lettneskum vopnuðum sveitum og aðstoðarlögreglu sem tók þátt í Helförinni og öðrum óhæfuverkum.[40] 30.000 gyðingar voru skotnir til bana í Lettland haustið 1941.[44]: 127  Önnur 30.000 úr gettóinu í Ríga voru myrt í Rumbula-skógi í nóvember og desember 1941 til að fækka fólki í gettóinu og rýma fyrir gyðingum sem voru fluttir þangað frá Þýskalandi og Vestur-Evrópu.[44]: 128  Fyrir utan andspyrnuna var hlé á bardögum þar til eftir orrustuna um Leníngrad í janúar 1944. Sovétherinn sótti fram eftir það og lagði Ríga undir sig 13. október 1944.[44]: 271 

Yfir 200.000 Lettar týndu lífinu í síðari heimsstyrjöld, þar á meðal um 75.000 lettneskir gyðingar sem hernámslið nasista myrti.[40] Lettneskir hermenn tóku þátt í bardögum með báðum aðilum, aðallega í þýska hernum þar sem 140.000 menn gengu í lettnesku fylkinguna sem var hluti af Waffen-SS-liðinu[54] 308. lettneska riffilsveitin var stofnuð innan Rauða hersins árið 1944. Í sumum tilvikum, sérstaklega árið 1944, börðust lettneskir hermenn hverjir við aðra.[44]: 299 

Sovéttíminn

breyta
 
Hermenn úr rauða hernum fyrir framan Minnismerki um frelsi í Ríga sumarið 1944.

Sumarið 1944 komst hluti Lettlands aftur undir stjórn Sovétríkjanna sem hófust strax handa við að endurreisa sovétstjórnina. Eftir uppgjöf Þjóðverja varð ljóst að Sovétmenn yrðu í Lettlandi til frambúðar og lettneska andspyrnan hóf brátt að berjast gegn nýju hernámsstjórninni, oft með aðstoð Letta sem áður börðust með Þjóðverjum.[55]

Allt frá 120.000 að 300.000 Lettum flúðu undan Sovéthernum til Þýskalands og Svíþjóðar.[56] Samkvæmt flestum heimildum voru flóttamenn frá Lettlandi milli 200 og 250.000, en allt að 100.000 ýmist náðust eða sneru aftur eftir stríðið.[57] Sovétmenn hófu nauðungarflutninga frá Lettlandi og samyrkjuvæðingu landbúnaðar.[40] Þann 25. mars voru 43.000 bændur („kúlakkar“) og lettneskir þjóðernissinnar fluttir til Síberíu í Priboi-aðgerðinni sem náði til allra Eystrasaltslandanna.[58] Þessi aðgerð varð til þess að draga úr andspyrnu gegn Sovétríkjunum.[44]: 326  Talið er að milli 136.000 og 190.000 Lettar hafi verið fluttir í Gúlagið á eftirstríðsárunum, frá 1945 til 1952.[59]

 
Endurgerður kofi í Gúlaginu í Hernámssafninu í Ríga.

Eftir stríð neyddist Lettland til að taka upp sovéskar framleiðsluaðferðir í landbúnaði.[60] Gerð var áætlun um aukið tvítyngi og notkun lettnesku takmörkuð, meðan rússneska varð hið opinbera tungumál. Öllum skólum minnihlutahópa (gyðinga, Pólverja, Hvítrússa, Eista og Litáa) var lokað þannig að aðeins var kennt á tveimur málum í lettneskum skólum (lettnesku og rússnesku).[61] Aðflutningur nýrra íbúa frá Rússlandi og öðrum sovétlýðveldum hófst.

Þar sem Lettland bjó við þróaða innviði og átti menntaða sérfræðinga ákvað Moskvuvaldið að koma þar fyrir hátæknifyrirtækjumn. Ný iðnfyrirtæki eins og vélaverksmiðja RAF í Jelgava, raftæknifyrirtæki í Ríga, efnaverksmiðjur í Daugavpils, Valmiera og Olaine, auk matvæla- og olíuvinnslufyrirtækja, voru stofnuð í landinu.[62] Í Lettlandi voru framleiddar lestar, skip, rútur, skellinöðrur, símar, sjónvörp, hljómtæki, raf- og díselvélar, klæðaefni, húsgögn, föt, töskur, skór, hljóðfæri, heimilistæki, úr, verkfæri, flug- og landbúnaðartæki og margt fleira. Lettland var með sína eigin kvikmynda- og tónlistarframleiðslu. Til að reka allan þennan iðnað varð að flytja inn fólk alls staðar að úr Sovétríkjunum, sem dró úr hlutfalli íbúa af lettneskum uppruna.[63] Árið 1959 höfðu um 400.000 aðfluttir Rússar sest að í landinu og hlutfall íbúa af lettneskum uppruna orðið 62%.[64] Íbúafjöldi Lettlands náði hámarki árið 1990 þegar hann var rétt innan við 2,7 milljónir.

Síðla árs 2018 gaf Þjóðskjalasafn Lettlands út lista í stafrófsröð með nöfnum 10.000 aðila sem störfuðu sem uppljóstrarar eða fulltrúar sovésku öryggislögreglunnar KGB.[65]

Sjálfstæði endurheimt

breyta
 
Götuvígi í Ríga til að stöðva sókn Sovéthersins til þingsins 1991.

Seint á 9. áratugnum hóf sovéski aðalritarinn Mikhaíl Gorbatsjev umbætur í stjórnkerfinu sem nefndar voru perestrojka og glasnost. Sumarið 1987 fóru fyrstu stóru mótmælin fram við Minnismerki um frelsi í Ríga. Sumarið 1988 urðu til andstæðar stjórnmálahreyfingar, Alþýðufylking Lettlands og Alþjóðlegi framvörður lettnesks verkafólks (Interfront). Sovétlýðveldið Lettland hlaut aukið sjálfræði, líkt og hin Eystrasaltslöndin, og árið 1988 var tekið að flagga fána Lettlands að nýju. Árið 1990 varð hann nýr fáni landsins í stað Sovétfánans.[66][67]

Árið 1989 samþykkti Æðstaráð Sovétríkjanna ályktun um hernám Eystrasaltslandanna þar sem það lýsti hernámið andstætt lögum og vilja íbúa Sovétríkjanna. Í kosningum 1990 fékk Alþýðufylkingin tvo þriðju sæta í æðstaráði Sovétlýðveldisins Lettlands. Þann 4. maí samþykkti ráðið ályktun um endurheimt sjálfstæðis Lettlands. Sovétlýðveldið Lettland breytti um nafn og varð Lýðveldið Lettland.[68]

Miðstjórnarvaldið í Moskvu hélt þó áfram að líta á Lettland sem sovétlýðveldi. Í janúar 1991 reyndi Sovétstjórnin að steypa yfirvöldum af stóli með því að ráðast gegn fjölmiðlum í Ríga og stofna bjargráðanefnd sem átti að taka yfir stjórnina. Á þessum tíma voru margir fulltrúar Sovétstjórnarinnar starfandi í Lettlandi.[68]

Alþýðufylkingin barðist fyrir því að allir íbúar landsins ættu rétt á lettneskum ríkisborgararétti, en það var ekki samþykkt. Þess í stað fengu íbúar sem voru ríkisborgarar við missi sjálfstæðis 1940 og afkomendur þeirra ríkisborgararétt. Afleiðingin var að meirihluti þeirra sem ekki voru Lettar að uppruna urðu lettneskir ekki-borgarar. Árið 2011 hafði yfir helmingur þeirra fengið lettneskan ríkisborgararétt, en árið 2015 voru enn yfir 290 þúsund ekki-borgarar í Lettlandi, eða 14,1% íbúa. Þeir eru án ríkisborgararéttar og geta ekki tekið þátt í þingkosningum.[69] Börn þeirra eiga hins vegar rétt á að fá ríkisborgararétt sjálfkrafa.

Lýðveldið Lettland lýsti yfir fullu sjálfstæði 21. ágúst 1991, eftir hina misheppnuðu valdaránstilraun í Sovétríkjunum 1991.[70] Landið tók aftur upp stjórnmálasamband við vestræn ríki líkt og Svíþjóð.[71] Þing Lettlands, Saeima, kom aftur saman árið 1993. Rússar drógu herlið sitt frá landinu 1994 og lokuðu ratsjárstöðinni Skrunda-1 árið 1998.

Frá inngöngu í Evrópusambandið

breyta

Árið 2004 náði Lettland helstu markmiðum sínum frá 10. áratugnum: að ganga í Evrópusambandið og gerast aðili að Atlantshafsbandalaginu. Leiðtogafundur NATO var haldinn í Ríga árið 2006.[72] Vaira Vīķe-Freiberga var forseti Lettlands frá 1999 til 2007. Hún var fyrsti kvenkyns forseti fyrrum sovétlýðveldis.[73] Lettland undirritaði Schengen-samkomulagið 16. apríl 2003 og varð hluti af Schengen-svæðinu 2007.[74]

Um 72% lettneskra ríkisborgara eru Lettar, meðan um 20% eru Rússar að uppruna.[75] Ríkisstjórnin einkavæddi þær eignir sem Sovétstjórnin hafði þjóðnýtt og afhenti þær fyrri eigendum eða greiddi þeim bætur. Flest ríkisfyrirtæki voru einkavædd. Þrátt fyrir erfiðleika við umbreytinguna úr áætlunarbúskap í markaðsbúskap varð Lettland eitt af mestu hagvaxtarlöndum Evrópusambandsins.[76] Í nóvember 2013 hrundi þakið á Zolitūde-verslunarmiðstöðinni með þeim afleiðingum að 54 létust.[77]

Árið 2014 var Ríga menningarborg Evrópu.[78] Sama ár tók Lettland upp evru sem gjaldmiðil landsins[79] og hinn lettneski Valdis Dombrovskis var varaforseti Evrópuráðsins.[80] Árið 2015 fór Lettland með forsæti í Ráðherraráði Evrópusambandsins.[81] Stórviðburðir eins og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2003[82] og afhending evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2014[83] hafa farið fram í Ríga. Þann 1. júlí varð Lettland aðili að OECD.[84] Í maí 2023 kaus þingið Edgars Rinkēvičs sem nýjan forseta Lettlands. Hann varð fyrsti opinberlega samkynhneigði þjóðhöfðingi Evrópusambandslands.[85] Eftir áralangar deilur staðfesti Lettland Istanbúlsáttmálann um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum í nóvember 2023.[86]

Landfræði

breyta

Lettland er í Norður-Evrópu við austurströnd Eystrasalts og á norðausturhluta Austurevrópska meginlandskjarnans, milli 55. og 58. breiddargráðu norður, og 21. og 29. lengdargráðu austur. Lettland er um 65.000 ferkílómetrar að stærð. Þar af eru um 18.000 km² landbúnaðarland,[87] 35.000 km² skóglendi[88] og 2.400 km³ stöðuvötn.[89]

Lettland á landamæri að Eistlandi í norðri, Rússlandi í austri, Hvíta-Rússlandi í suðaustri og Litáen í suðri. Landhelgi landsins liggur að landhelgi Svíþjóðar, Eistlands og Litáen. Landið nær 210 km frá norðri til suðurs og 450 km frá vestri til austurs.[89]

Megnið af landsvæði Lettlands er innan við 100 metra yfir sjávarmáli. Stærsta stöðuvatnið, Lubāns, er 80,7 km² að stærð og dýpsta vatnið, Drīdzis, er 65,1 metri á dýpt. Lengsta á Lettlands er Gauja, 452 km löng, en lengsta áin sem rennur um Lettland er Daugava sem er alls 1.005 km löng, þar af 325 km í Lettlandi. Hæsti punktur Lettlands er hæðin Gaiziņkalns í 311,6 metra hæð. Strönd Lettlands við Eystrasalt er 494 km að lengd. Grunnur Rígaflói liggur að norðvesturhluta landsins.

Stjórnmál

breyta

Lettneska þingið nefnist Saeima og kemur saman í einni deild. Þingkosningar fara fram á 4 ára fresti. Forseti Lettlands er kosinn af þinginu í sérstökum kosningum á 4 ára fresti. Forsetinn skipar forsætisráðherra Lettlands, sem myndar ríkisstjórn sem fer með framkvæmdavald, eftir að hafa fengið samþykki þingsins í kosningum. Þetta er sama kerfi og var við lýði fyrir síðari heimsstyrjöld.[90] Núverandi ríkisstjórn Lettlands skiptist á milli 13 ráðuneyta.[91]

Þingið er skipað 100 þingmönnum sem eru kosnir með hlutfallskosningu í fimm kjördæmum (með mismörgum fulltrúum) á 4 ára fresti. Það kemur saman í þinghúsinu í Ríga. Flokkar þurfa að ná 5% atkvæða til að ná inn á þing. Síðustu þingkosningar voru haldnar árið 2022. Stærstu flokkarnir eru Ný eining, Bandalag græningja og bænda og Framsóknarflokkurinn, sem mynduðu saman ríkisstjórn. Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir eru Sameinaði listinn, Þjóðarbandalagið og Stöðugleiki!.[92] Forsetinn getur leyst þingið upp og boðað til kosninga áður en kjörtímabilinu lýkur. Það gerðist síðast árið 2011.[93]

Að flestu leyti eru völd forsetans aðeins táknræn. Forsetinn er yfirmaður heraflans, samþykkir lög með undirskrift sinni og er fulltrúi landsins erlendis, en hann fer með þessi völd eftir að hafa ráðfært sig við forsætisráðherra og ríkisstjórn, sem er bindandi. Forseti getur synjað lögum staðfestingar og boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu, en þar sem hann er kosinn af þinginu en ekki í beinni kosningu, felur það í sér meiri áhættu fyrir hann. Forsetinn skipar forsætisráðherra, en ríkisstjórn þarf að standast vantraust í þinginu og þingið getur hvenær sem er sett forsætisráðherra af með vantrausti.

Dómsvald í Lettlandi skiptist í umdæmisdómstóla, héraðsdómstóla og hæstarétt. Skipan dómara er staðfest af þinginu til frambúðar. Þingið getur ekki sett dómara af nema eftir úrskurð aganefndar dómara eða dóm í sakamáli. Í Lettlandi er sérstakur stjórnlagadómstóll sem úrskurðar um hvort lög standist stjórnarskrá.[94]

Stjórnsýslueiningar

breyta
 
Tölfræðihéruð Lettlands.

Lettland skiptist í 110 sveitarfélög (novadi) og 9 borgarlýðveldi (republikas pilsētas) með eigin borgarráð og stjórnkerfi. Borgirnar eru Daugavpils, Jēkabpils, Jelgava, Jūrmala, Liepāja, Rēzekne, Ríga, Valmiera og Ventspils. Sögulega skiptist Lettland í fjögur héruð: Latgallíu, Semgallíu, Kúrland og Vidzeme. Þessi fjögur héruð eru nefnd í stjórnarskrá Lettlands. Selonía, sem er hluti af Semgallíu, er stundum talin sér, en hefur enga opinbera stöðu. Í skipulagsmálum mynda Ríga og nærliggjandi sveitarfélög sérstakt skipulagssvæði, sem tekur hluta af hinum héruðunum fjórum. Skipulagssvæðin voru sett upp 2009 til að tryggja jafna þróun allra landsvæða. Tölfræðihéruð Lettlands eru sex talsins þar sem borgin Ríga og nærsveitir Ríga (Pieriga) eru aðskilin héruð. Ríga er stærsta borg Lettlands, en Daugavpils kemur þar á eftir og Liepaja í þriðja sæti.

Efnahagslíf

breyta
 
Lettland er hluti af innri markaði Evrópusambandsins (ljósblátt), evrusvæðinu (dökkblátt) og Schengen-svæðinu (ekki litað).
 
Þróun landsframleiðslu á mann í Eistlandi, Lettlandi og Litáen.
 
Hlutfallslegt virði útflutningsvara frá Lettlandi 2019.

Lettland á aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (frá 1999) og Evrópusambandinu (frá 2004). Þann 1. janúar 2014 tók landið upp evru sem gjaldmiðil í stað lettneska latsins. Samkvæmt tölfræði frá 2013 studdu 43% þjóðarinnar upptöku evrunnar en 52% voru henni andsnúin.[95] Eftir upptöku evrunnar hafa kannanir Eurobarometer sýnt að stuðningur við nýja gjaldmiðilinn er í kringum 53%, sem er svipað og meðaltalið í Evrópu.[96]

Hagvöxtur í Lettlandi hefur verið með því mesta sem gerist í Evrópu síðan 2000.[97] Þessi neysludrifni hagvöxtur leiddi líka til hruns landsframleiðslu seint árið 2008 og snemma árs 2009, sem varð enn verra vegna alþjóðlegu fjármálakreppunnar, skorti á lánstrausti og hversu mikið kostaði að bjarga Parex-banka.[98] Fyrstu fimm mánuði ársins 2009 dróst hagkerfi Lettlands saman um 18% sem var mesti samdráttur í Evrópusambandinu.[99][100]

Fjármálakreppan 2009 leiddi í ljós það sem margir höfðu óttast að hinn mikli vöxtur væri efnahagsbóla, þar sem hann var drifinn áfram af einkaneyslu innanlands og fjármagnaður með skuldasöfnun einkaaðila, auk neikvæðs viðskiptajöfnuðar. Fasteignaverð hækkaði um 150% á milli 2004 og 2006 og hafði mikil áhrif á myndun bólunnar.[101]

Nær öll lítil og meðalstór fyrirtæki sem áður voru í eigu ríkisins hafa verið einkavædd. Einu fyrirtækin í ríkiseigu eru nokkur pólitískt mikilvæg stórfyrirtæki. Árið 2006 stóð einkageirinn undir 70% af vergri landsframleiðslu.[102]

Erlendar fjárfestingar eru enn takmarkaðar í Lettlandi, miðað við Norður- og Mið-Evrópu almennt. Árið 1997 voru sett lög til að auka svigrúm til sölu á landi, líka til útlendinga. Bandarísk fyrirtæki sem eiga 10,2% af erlendri fjárfestingu í Lettlandi, fjárfestu 127 milljón dölum árið 1999. Sama ár fluttu Bandaríkin vörur og þjónustu að andvirði 58,2 milljón dalir til Lettlands, og fluttu inn fyrir 87,9 milljónir. Lettlandi gerði samkomulag við Evrópusambandið árið 1995 í undanfara inngöngu landsins í Alþjóðaviðskiptastofnunina, OECD og Evrópusambandið. Lettland hefur gert samninga um fjárfestingar, viðskipti, hugverkarétt og tvísköttun við Bandaríkin.[103][104]

Árið 2010 tók Lettland að veita svokölluð „gyllt dvalarleyfi“ til að laða að erlenda fjárfesta. Með því fá erlendir aðilar dvalarleyfi í Lettlandi gegn því að fjárfesta 250.000 evrum í fasteignum eða fyrirtækjum með minnst 50 starfsmenn og 10 milljón evra veltu að lágmarki. Árið 2014 voru reglur um þetta hertar og fjöldi fjárfesta hrundi. Ástæður voru meðal annars að fjárfestar reyndust aðallega hafa áhuga á fasteignaviðskiptum sem ollu hækkandi fasteignaverði, en höfðu engan áhuga á lettneskum fyrirtækjum.[105]

Íbúar

breyta
 
Þróun íbúafjölda í Lettlandi frá 1920 til 2014.

Íbúar Lettlands eru 1,8 milljón talsins og hefur farið nokkuð hratt fækkandi frá því landið fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum, en þá bjuggu yfir 2,5 milljónir í landinu. Hlutfall íbúa af lettneskum uppruna var þá rétt rúmlega 50% en er nú um 60%.[106][107] Ásamt Litáen og Búlgaríu er Lettland það Evrópuland sem verður fyrir mestum áhrifum vegna brottflutnings fólks. Helstu ástæður brottflutnings eru brottflutningur íbúa af rússneskum uppruna til Rússlands eða annarra fyrrum Sovétríkja, og brottflutningur lettneskra karlmanna vegna bágs efnahags- og atvinnuástands í Lettlandi.[108] Árið 2015 var áætlað að Lettland væri með lægsta hlutfall karla á móti konum af öllum löndum heims, eða 0,85 karla á hverja konu.[109] Af íbúum yfir 70 ára voru fleiri en tvær konur á hvern karl.

Sögulega hefur Lettland verið fjölþjóðlegt land og íbúar talað fjölmörg tungumál. Stærsti einstaki upprunahópurinn eru Lettar, sem eru Eystrasaltsþjóð sem talar lettnesku. Latgallar eru skilgreindur minnihlutahópur Letta sem aðallega býr í austurhluta landsins. Líflendingar eru líka sögulegur minnihlutahópur sem talaði líflensku (skyld eistnesku), en síðasti íbúi Lettlands sem talaði líflensku sem móðurmál lést árið 2013. Áður bjó stór hópur Eystrasalts-Þjóðverja í borgum og bæjum Lettlands, en langflestir þeirra fluttust á brott í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar, eða sættu nauðungarflutningum á Sovéttímanum. Stórir hópar Eystrasalts-Þjóðverja fluttust til Kanada og Nýja-Sjálands eftir stríðið. Lettneskir gyðingar eru annar minnihlutahópur sem hefur nánast horfið frá Lettlandi, eftir að tugir þúsunda létu lífið í Helförinni og aðrir hafa flust til Ísraels. Af um 100.000 gyðingum sem bjuggu í landinu um 1920 eru innan við 10.000 eftir.

Stærsti einstaki minnihlutahópurinn sem býr í Lettlandi eru íbúar af rússneskum uppruna, sem eru um fjórðungur íbúa.[107] Þegar landið fékk sjálfstæði var ákveðið að íbúar sem flust hefðu til landsins eftir hernám Sovétríkjanna 1940 fengju ekki sjálfkrafa lettneskan ríkisborgararétt þar sem landið hefði verið hernumið á þeim tíma.[110] Lettland leyfir ekki tvöfaldan ríkisborgararétt og umsækjendur um lettneskan ríkisborgararétt þurfa að þreyta próf, meðal annars í lettneskukunnáttu, og sýna fram á að þeir hafi ekki ríkisborgararétt í öðru landi. Þetta leiddi til þess að til varð stór hópur „lettneskra ekki-borgara“ sem hafa eins konar ríkisfang með sérstakt vegabréf og geta ferðast án áritunar innan Schengen og til Rússlands, en njóta ekki fullra borgararéttinda; hafa ekki kosningarétt, geta ekki sótt um opinberar stöður og eru undanþegnir herþjónustu (Lettland var með herskyldu til 2006). Nefnd Sameinuðu þjóðanna um afnám kynþáttamismununar hefur lýst því yfir að lög um „ekki-borgara“ mismuni þegnum á grundvelli uppruna.[111] Þessi mismunun hefur orðið til þess að íbúum af rússneskum uppruna hefur fækkað hratt frá því landið fékk sjálfstæði. Hluti þessara íbúa hefur sótt um lettneskan ríkisborgararétt. Í janúar 2022 voru tæplega 200.000 „ekki-borgarar“ eftir í Lettlandi, um 10% þjóðarinnar.[112][113]

Eftir innrás Rússa í Úkraínu krafðist ríkisstjórn Lettlands þess árið 2023 að um 6000 Rússar búsettir í Lettlandi sem hefðu ekki sýnt neinn áhuga á að gerast lettneskir ríkisborgarar yfirgæfu landið.[114]

Menning

breyta
 
Lettneska söngvahátíðin 2018.

Hefðbundin lettnesk alþýðumenning, sérstaklega þjóðdansar og þjóðlög, eiga sér yfir þúsund ára gamlar rætur. Yfir 1,2 milljón vísur (daina) og 30.000 lög hafa varðveist.[115]

Frá 13. öld til 19. aldar mynduðu Eystrasaltsþjóðverjar (sem sumir voru af innlendum uppruna) landeigendastétt í Lettlandi. Þeir þróuðu með sér sérstaka menningu undir áhrifum frá bæði lettneskum og þýskum hefðum. Á fyrri hluta 20. aldar fluttust þeir til annarra landa, einkum Þýskalands, Bandaríkjanna og Kanada. Lettneskt alþýðufólk var leiguliðar og hélt lengi í ýmsar heiðnar hefðir sem blönduðust kristnum siðum. Ein vinsælasta hátíðin í Lettlandi er Jāņi, heiðin sólstöðuhátíð sem haldin er hátíðleg á Jónsmessu.

Lettnesk þjóðernishyggja mótaðist á 19. öld og sýndi lettneskunni og lettneskri alþýðumenningu aukinn áhuga. Lok 19. aldar og byrjun þeirrar 20. er oft álitið tímabil klassískrar lettneskrar menningar. Erlend áhrif má sjá í verkum listamanna eins og Bernhard Borchert. Þegar síðari heimsstyrjöld braust út flúðu margir lettneskir listamenn land og héldu áfram vinnu sinni fyrir brottflutta Letta erlendis.[116]

Lettneska söngvahátíðin er mikilvæg menningarhátíð sem hefur verið haldin frá 1873, oftast á fimm ára fresti. Yfir 40.000 þátttakendur hafa sótt hátíðina síðustu skipti.[117] Á hátíðinni er lögð áhersla á þjóðlög og klassísk kórverk, með áherslu á söng án undirleiks.[118]

Á Sovéttímanum varð tónlist og ljóðlist í vaxandi mæli tæki til að gagnrýna lífið undir kommúnistastjórninni og varðveita lettneska sjálfsmynd. Frá því landið hlaut sjálfstæði hafa leikhús og aðrar sviðslistir, kórsöngur og klassísk tónlist verið áberandi hluti lettneskrar menningar.[119][120]

Tilvísanir

breyta
  1. „Latvia in Brief“ (PDF). Latvian Institute. 2012. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 8. nóvember 2012. Sótt 12. maí 2011.
  2. „Baltic Online“. The University of Texas at Austin. Afrit af uppruna á 5. ágúst 2011. Sótt 12. maí 2011.
  3. Gísli Brynjúlfsson (1849). „Frelsis hreifingarnar“. Norðurfari: 61.
  4. F. J. Bergmann (1918). „Skipulags-hrun“. Heimskringla (21): 2.
  5. „Data: 3000 BC to 1500 BC“. The European Ethnohistory Database. The Ethnohistory Project. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. júní 2006. Sótt 6. ágúst 2006.
  6. A History of Rome, M Cary and HH Scullard, p455-457, Macmillan Press, ISBN 0-333-27830-5
  7. Norvik, Miina; Balodis, Uldis; Ernštreits, Valts; Kļava, Gunta; Metslang, Helle; Pajusalu, Karl; Saar, Eva (20. desember 2021). „The South Estonian language islands in the context of the Central Baltic area“. Eesti ja Soome-ugri Keeleteaduse Ajakiri. Journal of Estonian and Finno-Ugric Linguistics (enska). 12 (2): 33–72. doi:10.12697/jeful.2021.12.2.02. ISSN 2228-1339. Afrit af uppruna á 16. febrúar 2024. Sótt 16. febrúar 2024.
  8. Latvijas vēstures atlants, Jānis Turlajs, page 12, Karšu izdevniecība Jāņa sēta, ISBN 978-9984-07-614-0
  9. „Data: Latvia“. Kingdoms of Northern Europe – Latvia. The History Files. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. febrúar 2010. Sótt 25. apríl 2010.
  10. „History of Latvia: A brief synopsis“. Embassy of the Republic of Latvia to the United States of America.
  11. „The Crusaders“. City Paper. 22. mars 2006. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. desember 2010. Sótt 28. júlí 2007.
  12. Žemaitis, Augustinas. „German crusader states (until 1561)“. OnLatvia.com. Afrit af uppruna á 26. ágúst 2022. Sótt 26. ágúst 2022.
  13. „Terra Mariana. 1186 – 1888 (2015)“. Manabiblioteka.lv. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. maí 2021. Sótt 26. ágúst 2022.
  14. „History of Latvia - Lonely Planet Travel Information“. www.lonelyplanet.com. Afrit af uppruna á 26. mars 2020. Sótt 23. desember 2019.
  15. Johann Sehwers (1918). Die deutschen Lehnwörter im Lettischen: Inaugural-Dissertation zur Erlangung der Doktorwürde der hohen philosophischen Fakultät I der Universität Zürich (þýska). Berichthaus.
  16. Ceaser, Ray A. (júní 2001). „Duchy of Courland“. University of Washington. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. mars 2003. Sótt 11. september 2017.
  17. O'Connor, Kevin (3. október 2006). Culture and Customs of the Baltic States. Greenwood Publishing Group. ISBN 978-0-313-33125-1. Afrit af uppruna á 19. janúar 2023. Sótt 14. nóvember 2020 – gegnum Google Books.
  18. Kasekamp, p. 47
  19. „Sweden, the nation's history | WorldCat.org“. search.worldcat.org (enska). Afrit af uppruna á 8. desember 2023. Sótt 6. desember 2023.
  20. Rickard, J. „Truce of Altmark, 12 September 1629“. www.historyofwar.org. Afrit af uppruna á 22. júlí 2019. Sótt 28. janúar 2021.
  21. H. Strods, "'Dobrye Shvedskie Vremena' v Istoriografii Latvii (Konets XVIII V. – 70-E Gg. XX V.). ["'The good Swedish times' in Latvian historiography: from the late 18th century to the 1970s"] Skandinavskiy Sbornik, 1985, Vol. 29, pp. 188–199
  22. J. T. Kotilaine (1999). „Riga's Trade With its Muscovite Hinterland in the Seventeenth Century“. Journal of Baltic Studies. 30 (2): 129–161. doi:10.1080/01629779900000031.
  23. Žemaitis, Augustinas. „Lutherans“. OnLatvia.com. Afrit af uppruna á 25. september 2022. Sótt 27. ágúst 2022.
  24. Ereminas, Gintautas. „Latviai“. Vle.lt. Sótt 27. ágúst 2022.
  25. „Latvian language“. Encyclopædia Britannica. Afrit af uppruna á 8. október 2022. Sótt 27. ágúst 2022.
  26. V. Stanley Vardys (1987). „The Role of the Churches in the Maintenance of Regional and National Identity in the Baltic Republics“. Journal of Baltic Studies. 18 (3): 287–300. doi:10.1080/01629778700000141.
  27. Kevin O'Connor (1. janúar 2003). The History of the Baltic States. Greenwood Publishing Group. bls. 29–. ISBN 978-0-313-32355-3. Afrit af uppruna á 27. apríl 2016. Sótt 11. október 2015.
  28. „Collector Coin Dedicated to 18th Century Riga“. Afritað af uppruna á 19. júlí 2010. Sótt 19. júlí 2010.. Bank of Latvia.
  29. Lazdins, Janiz (2. júlí 2011). „THE ORIGINS OF A CIVIL SOCIETY BASED ON DEMOCRATICALLY LEGITIMATE VALUES IN BALTICS AFTER ABOLITION OF SERFDOM“ (PDF). Afrit (PDF) af uppruna á 9. júlí 2021. Sótt 9. júlí 2021.
  30. Baten, Jörg (2016). A History of the Global Economy. From 1500 to the Present. Cambridge University Press. bls. 50. ISBN 978-1-107-50718-0.
  31. 31,0 31,1 31,2 „Latvian national awakening (1860-1918)“. OnLatvia.com. Afrit af uppruna á 9. apríl 2022. Sótt 19. mars 2022.
  32. 32,0 32,1 „Latvians in the Second Half of the 19th Century and the Early 20th Century: National Identity, Culture and Social Life“. National History Museum of Latvia (enska). Afrit af uppruna á 22. október 2022. Sótt 19. mars 2022.
  33. Ijabs, Ivars (20. nóvember 2018). „Another Baltic Postcolonialism: Young Latvians, Baltic Germans, and the emergence of Latvian National Movement“ (PDF). Nationalities Papers. Cambridge University Press. 42 (1): 88–107. doi:10.1080/00905992.2013.823391. S2CID 129003059. Afrit (PDF) af uppruna á 11. september 2023. Sótt 19. mars 2022.
  34. Šiliņš, Jānis. „Jaunā strāva“. Latvian National Encyclopedia (lettneska). Afrit af uppruna á 27. nóvember 2020. Sótt 19. mars 2022.
  35. Lapa, Līga. „1905. gada revolūcija Latvijā“. Nacionālā enciklopēdija (lettneska). Afrit af uppruna á 19. mars 2022. Sótt 19. mars 2022.
  36. „Kārlis Ulmanis | Valsts prezidenta kanceleja“. www.president.lv (enska). Afrit af uppruna á 18. október 2021. Sótt 13. október 2021.
  37. „Cēsis, Battle of | International Encyclopedia of the First World War (WW1)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. febrúar 2019. Sótt 15. nóvember 2018.
  38. Bleiere, p. 155
  39. Bleiere, p. 195
  40. 40,0 40,1 40,2 40,3 „Timeline: Latvia“. BBC News. 20. janúar 2010. Afrit af uppruna á 20. apríl 2010. Sótt 5. febrúar 2010.
  41. Nicholas Balabkins; Arnolds P. Aizsilnieks (1975). Entrepreneur in a small country: a case study against the background of the Latvian economy, 1919–1940. Exposition Press. bls. xiv, 143. ISBN 978-0-682-48158-8. JSTOR 2119564. Afrit af uppruna á 12. nóvember 2012. Sótt 19. febrúar 2012.
  42. „The Molotov-Ribbentrop pact – archive, August 1939“. the Guardian (enska). 24. júlí 2019. Afrit af uppruna á 27. júní 2021. Sótt 28. janúar 2021.
  43. 43,0 43,1 Text of the Nazi-Soviet Non-Aggression Pact Geymt 14 nóvember 2014 í Wayback Machine, executed 23 August 1939
  44. 44,00 44,01 44,02 44,03 44,04 44,05 44,06 44,07 44,08 44,09 44,10 Buttar, Prit (21. maí 2013). Between Giants. Bloomsbury USA. ISBN 978-1-78096-163-7.
  45. 45,0 45,1 Lumans, pp. 71–74
  46. Lumans pp. 110–111
  47. Lumans, p. 79
  48. 48,0 48,1 Wettig, Gerhard, Stalin and the Cold War in Europe, Rowman & Littlefield, Landham, Md, 2008, ISBN 0-7425-5542-9, pp. 20–21
  49. Lumans, pp. 98–99
  50. Simon Sebag Montefiore. Stalin: The Court of the Red Tsar. bls. 334.
  51. „Operation Barbarossa“. HISTORY (enska). Afrit af uppruna á 22. júní 2021. Sótt 28. janúar 2021.
  52. „History of Latvia: A brief synopsis“. www.mfa.gov.lv. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. mars 2021. Sótt 28. janúar 2021.
  53. „Estonia - RomArchive“. www.romarchive.eu. Afrit af uppruna á 7. febrúar 2021. Sótt 28. janúar 2021.
  54. "Patriots or Nazi collaborators? Latvians march to commemorate SS veterans. Geymt 21 júlí 2016 í Wayback Machine" The Guardian. 16. mars 2010
  55. Lumans, pp. 395–396
  56. Lumans, p. 349
  57. Lumans, pp. 384–385
  58. Strods, Heinrihs; Kott, Matthew (2002). „The File on Operation 'Priboi': A Re-Assessment of the Mass Deportations of 1949“. Journal of Baltic Studies. 33 (1): 1–36. doi:10.1080/01629770100000191. S2CID 143180209.
  59. Lumans, pp. 398–399
  60. Bleiere, p. 384
  61. Bleiere, p. 411
  62. Bleiere, p. 379
  63. Lumans, p. 400
  64. Bleiere, p. 418
  65. Vladimir Kara-Murza. „Latvia opens its KGB archives — while Russia continues to whitewash its past“. Opinion. Washington Post. Afrit af uppruna á 9. janúar 2019. Sótt 9. janúar 2019.
  66. „Flag Log's World Flag Chart 1991“. flaglog.com. Afrit af uppruna á 2. janúar 2022. Sótt 9. desember 2021.
  67. More-detailed discussion in Daina Stukuls Eglitis, Imagining the Nation: History, Modernity, and Revolution in Latvia State College PA: Pennsylvania State Press, 2010), 41-46. ISBN 9780271045627
  68. 68,0 68,1 Eglitis, Daina Stukuls (1. nóvember 2010). Imagining the Nation: History, Modernity, and Revolution in Latvia (enska). Penn State Press. ISBN 978-0-271-04562-7. Afrit af uppruna á 19. janúar 2023. Sótt 14. nóvember 2020.
  69. „Stories of Statelessness: Latvia and Estonia – IBELONG“. 12. janúar 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. nóvember 2015.
  70. „History“. Embassy of Finland, Riga. 9. júlí 2008. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. maí 2011. Sótt 2. september 2010. „Latvia declared independence on 21 August 1991...The decision to restore diplomatic relations took effect on 29 August 1991“
  71. „The King holds an audience with Latvia's President“. Swedish Royal Court. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. ágúst 2021. Sótt 26. ágúst 2021.
  72. „NATO Press Release“. www.nato.int. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. mars 2014. Sótt 16. janúar 2017.
  73. „From child refugee to president: Latvia's Vaira Vike-Freiberga“. BBC News. 4. ágúst 2019. Afrit af uppruna á 3. febrúar 2020. Sótt 27. mars 2021.
  74. „Schengen Area - The 27 Member Countries of the Schengen Zone“. SchengenVisaInfo.com (enska). Afrit af uppruna á 20. mars 2021. Sótt 3. júní 2023.
  75. Commercio Michele E (2003). „Emotion and Blame in Collective Action: Russian Voice in Kyrgyzstan and Latvia“. Political Science Quarterly. 124 (3): 489–512. doi:10.1002/j.1538-165X.2009.tb00657.x. S2CID 55002696.
  76. „Latvia Beat the Odds—But the Battle Is Far From Over“. IMF (enska). 1. júní 2012. Afrit af uppruna á 1. september 2023. Sótt 1. september 2023.
  77. „Riga mourns Maxima roof collapse victims“. www.baltictimes.com. Afrit af uppruna á 1. september 2023. Sótt 1. september 2023.
  78. „Riga – European Capital of Culture (ECoC) in 2014“. Diversity of Cultural Expressions. 29. apríl 2016. Afrit af uppruna á 25. júní 2021. Sótt 1. apríl 2021.
  79. Traykov, Peter (15. febrúar 2014). „Latvia in the euro zone: national economic outlook for 2014“. Nouvelle-europe.eu. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. september 2020. Sótt 1. apríl 2021.
  80. „Valdis Dombrovskis Named as European Commission's Vice President“. [Latvia.eu]. 10. september 2014. Afrit af uppruna á 25. júní 2021. Sótt 1. apríl 2021.
  81. „Latvian Presidency of the Council of the European Union“ (PDF). Global Agricultural Information Network. 26. janúar 2015. Afrit (PDF) af uppruna á 28. júní 2021. Sótt 9. desember 2021.
  82. „Final of Riga 2003“. Eurovision.tv. Afrit af uppruna á 7. apríl 2021. Sótt 5. apríl 2021.
  83. „European Film Academy: European Film Awards 2014 go to Riga“. www.europeanfilmacademy.org. Afrit af uppruna á 25. júní 2021. Sótt 1. apríl 2021.
  84. „Latvia's accession to the OECD“. OECD. 1. júlí 2016. Afrit af uppruna á 21. júlí 2016. Sótt 22. júlí 2016.
  85. „Latvian parliament elects foreign minister as new president“. Impartial Reporter (enska). 31. maí 2023. Afrit af uppruna á 3. júní 2023. Sótt 3. júní 2023.
  86. Kincis, Jānis (30. nóvember 2023). „Istanbul convention ratified by Saeima“. Public Broadcasting of Latvia (enska). Afrit af uppruna á 2. janúar 2024. Sótt 2. janúar 2024.
  87. „Agriculture – Key Indicators“. Central Statistical Bureau Republic of Latvia. 28. apríl 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. apríl 2012. Sótt 17. maí 2012.
  88. „Forestry – Key Indicators“. Central Statistical Bureau Republic of Latvia. 18. ágúst 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. október 2012. Sótt 17. maí 2012.
  89. 89,0 89,1 „Geographical Data – Key Indicators“. Central Statistical Bureau Republic of Latvia. 5. október 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. júní 2012. Sótt 17. maí 2012.
  90. Constitution of the Republic of Latvia with amendments and revisions Geymt 25 október 2007 í Wayback Machine (Official English translation) Geymt 5 desember 2013 í Wayback Machine (Retrieved on 18 November 2011)
  91. „Politics“. [Latvia.eu] (enska). 9. janúar 2015. Afrit af uppruna á 5. janúar 2017. Sótt 31. janúar 2017.
  92. „Latvia: Political parties at a glance“. PolitPro. Sótt 17.10.2024.
  93. „Zatlers nolemj rosināt Saeimas atlaišanu“ [Zatlers decides to initiate thedissolution of the Saeima]. Delfi (lettneska). 28. maí 2011. Sótt 28. maí 2011.
  94. „National ordinary courts: Lettland“. European justice. Sótt 17.10.2024.
  95. Apollo, redakcija@apollo.lv (2. desember 2013). „Turpina pieaugt iedzīvotāju atbalsts eiro ieviešanai“. Apollo.lv. Afrit af uppruna á 4. apríl 2014. Sótt 23. apríl 2014.
  96. „New currency, new leader“. The Economist. 14. janúar 2014. Afrit af uppruna á 1. júlí 2017. Sótt 10. janúar 2014.
  97. „Growth rate of real GDP per capita“. Eurostat. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. október 2007. Sótt 28. júlí 2007.
  98. „Rimsevics: Failing to bail out Parex banka would result in closing down of four banks in Latvia“. The Baltic Course. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. desember 2013. Sótt 8. desember 2013.
  99. Aaron Eglitis (11. maí 2009). „Latvian GDP Shrank 18% in First Quarter, EU's Biggest Fall –“. Bloomberg L.P. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. desember 2010. Sótt 16. október 2010.
  100. „Latvian economy in rapid decline“. BBC News. 11. maí 2009. Afrit af uppruna á 30. september 2009. Sótt 4. apríl 2010.
  101. „A bubble burst: the downfall of Latvian real estate“. baltictimes.com. Sótt 6. apríl 2022.
  102. Commercio, Michele E. (1. mars 2008). „Systems of Partial Control: Ethnic Dynamics in Post-Soviet Estonia and Latvia“. Studies in Comparative International Development (enska). 43 (1): 81–100. doi:10.1007/s12116-007-9013-5. ISSN 1936-6167. S2CID 26143200.
  103. „TAX CONVENTION WITH LATVIA“ (PDF). Internal Revenue Service. Afrit (PDF) af uppruna á 5. maí 2017. Sótt 19. maí 2018.
  104. „Agreement between the United States of America and the Republic of Latvia on Trade Relations and Intellectual Property Rights Protection“. World Intellectual Property Organization. Afrit af uppruna á 20. maí 2018. Sótt 19. maí 2018.
  105. Sanita Jemberga og Xenia Kolesnikova (8.3.2018). „Latvia's Once-Golden Visas Lose Their Shine - But Why?“. OCCRP. Sótt 20.8.2023.
  106. „About Latvia“. Latvian Academy of Culture. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. júní 2007. Sótt 28. júlí 2007.
  107. 107,0 107,1 „Population by ethnicity at the beginning of year 1935 - 2023“. Sótt 8. júlí 2023.
  108. Mihails Hazans (2019). „Emigration from Latvia: A Brief History and Driving Forces in the Twenty-First Century“. The Emigrant Communities of Latvia. IMISCOE Research Series. IMISCOE.
  109. „Country Comparison to the World“. Central Intelligence Agency. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. október 2013. Sótt 1. ágúst 2016.
  110. Peter Van Elsuwege, From Soviet republics to EU member states: a legal and political assessment of the Baltic states' accession to the EU, BRILL, 2008, p75
  111. „A/54/18 (1999) — Para. 395“. Afrit af uppruna á 23. september 2015. Sótt 18. febrúar 2015.
  112. Latvijas iedzīvotāju sadalījums pēc valstiskās piederības
  113. Latvijas iedzīvotāju skaits pašvaldībās
  114. „Latvia to ask thousands of Russian citizens to leave the country“. 4. ágúst 2023.
  115. „Welcome to Latvia – Folk Songs“. Li.lv. 1. maí 2006. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. maí 2011. Sótt 16. október 2010.
  116. „Historical Background“. Global Society for Latvian Art. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. október 2009.
  117. 23rd All Latvian Song Festival Geymt 22 september 2013 í Wayback Machine. Retrieved 7 March 2007
  118. „Music“. Latvian Song & Dance Festival. Afrit af uppruna á 6. apríl 2020. Sótt 8. apríl 2020.
  119. Smith Graham, ritstjóri (1994). The Baltic States: The National Self-Determination of Estonia, Latvia and Lithuania. Macmillan.
  120. Richard Letts; og fleiri (2006). The Protection and Promotion of Musical Diversity (PDF) (Report). UNESCO: International Music Council. bls. 95. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 29 apríl 2019. Sótt 11 desember 2023.

Tenglar

breyta