Pressa (1. þáttaröð)
Fyrsta þáttaröðin af Pressa var frumsýnd 30. desember 2007 og sýndir voru alls sex þættir.
Aðalleikarar
breyta- Sara Dögg Ásgeirsdóttir sem Lára Karlsdóttir
- Kjartan Guðjónsson sem Nökkvi
- Þorsteinn Bachmann sem Gestur Sveinsson
- Stefán Hallur Sefánsson sem Stefán
- Annalísa Hermannsdóttir sem Alda Ágústsdóttir
- Arndís Hrönn Egilsdóttir sem Kristín „Stína”
- Orri Huginn Ágústsson sem Viggó
Aukaleikarar
breyta- Nanna Kristín Magnúsdóttir sem Esther Gunnarsdóttir
- Höskuldur Sæmundsson sem Davíð Ólafsson
- Sveinn Geirsson sem Grétar Jónsson
- Guðjón Þorsteinn Pálmarsson sem Halldór Ásgeirgsson
- Ellert Á. Ingimundarson sem Freyr Magnússon
- Hildigunnur Þráinsdóttir sem Sólveig
- Þorsteinn Gunnarsson sem Karl
- Devika Parikh sem Máni Magnússon
- María Heba Þorkelsdóttir sem Harpa
- Sveinn Ólafur Gunnarsson sem Ágúst
- Embla Rut Haraldsdóttir sem Sjöfn
- Ása Kara Smáradóttir sem Rakel
Gestaleikarar
breyta- Jakob Þór Einarsson sem Einar Theodórsson
- Magnús Jónsson sem Jörgen Skarphéðinsson
- Dóra Jóhannsdóttir sem Lilja Dögg
Þættir
breytaTitill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt | |
---|---|---|---|---|
Gul pressa | Sigurjón Kjartansson | Óskar Jónassson | 30. desember 2007 | |
Einstæð móðir, Lára Karlsdóttir, ræður sig í vinnu hjá Póstinum án nokkurar reynslu í blaðamennsku. Þegar lýst er eftir Mána Magnússyni verkfræðingi, sem hvarf upp úr þurru, tekur Lára tekur viðtal við Esther Gunnarsdóttur, eiginkonu Mána. | ||||
Að eyðileggja líf | Sigurjón Kjartansson | Óskar Jónasson | 6. janúar 2008 | |
Lögregluna grunar Esther um að hafa átt þátt í hvarfi Mána og fer Lára að rannsaka bakgrunn hennar. Rannsóknin leiðir hana að verktakanum Grétari Jónssyni sem Lára grunar um að hafa átt í ástarsambandi við Esther. Dóttir Láru, Alda, verður fyrir einelti í skólanum þegar skólasystur hennar brjóta síma hennar. Grétar samþykkir að hitta Láru á kaffihúsi en hann lætur ekki sjá sig. Þegar Lára sér bílinn hans í nágrenninu fer hún að leita að honum og kemur að honum þar sem lítur út fyrir að hann hafi hengt sig. | ||||
Morðingjar | Sigurjón Kjartansson | Óskar Jónasson | 13. janúar 2008 | |
Lára kennir sjálfri sér um meint sjálfsmorð Grétars. Alda verður fyrir meira einelti í skólanum eftir að umfjöllun í samfélaginu ásakar starfsfólk Póstsins um óhappið og er hún ásökuð um að vera dóttir morðingja. Lára kemst í samband við fyrrverandi bekkjarfélaga sinn, Davíð Ólafsson, fjármálastjóra Verkmats, og spyr hann um samband Grétars og Mána og leitar upplýsinga um Halldór sem Máni átti að vera í veiðiferð með. Stefán leitar til mannsins sem hann ásakaði um að hafa verið barnaníðingur og biður hann afsökunar um að hafa ráðist á hann. Í ljós kemur að Grétar hafi verið myrtur en ekki framið sjálfsmorð og reynir lögreglan sitt besta til að halda því leyndur frá fjölmiðlum. Lára hefur uppi á Esther og tekur viðtal við hana þar sem hún segir henni sannleikann um dauðsfall Grétars og reynir Esther þá að fremja sjálfsmorð. | ||||
„Gúrkutíð” | Sigurjón Kjartansson | Óskar Jónasson | 20. janúar 2008 | |
Gúrkutíð skellur á í máli Grétars og Mána en Lára heldur sjálfsmorðstilraun Estherar leyndri frá samstarfsmönnum sínum. Ágúst ákveður að taka Öldu, Rakel og Sjöfn saman í sumarbústaðaferð til þess að koma í veg fyrir meira einelti á milli þeirra. Stefán fer að rannsaka bloggsíðu unglingsstelpu sem lýsir ofbeldisfullri móður sinni á netinu. Lára heldur áfram að tala við Davíð um mögulegar millifærslur frá Verkmati yfir á reikninga á Caymaneyjum. Lára fer heim til Mána til þess að leita að reikning sem Esther sagði að væri í einum jakkavasa hans en finnur í stað þess spólu úr öryggismyndavél Verkmats merkta dagsetningu tveimur dögum eftir hvarf hans þar sem Máni sjálfur sést gera millifærslu frá tölvu Halldórs. | ||||
5. þáttur | Sigurjón Kjartansson | Óskar Jónasson | 27. janúar 2008 | |
. | ||||
6. þáttur | Sigurjón Kjartansson | Óskar Jónasson | 3. febrúar 2008 | |
. |