Algeirsborg

Höfuðborg Alsír

Algeirsborg eða Álfgeirsborg (franska: Alger, arabíska: الجزائر al-jazā’ir, „eyjarnar“) er höfuðborg Alsír og stærsta borg landsins með um 3,5 milljónir íbúa. Lítill rómverskur bær (Icosium) stóð á þessum stað í fornöld, en núverandi borg var stofnuð árið 944 af Buluggin ibn Ziri. Frá því á 16. öld var borgin miðstöð sjóræningja (sbr. Barbaríið) og naut nær algers sjálfstæðis þótt hún væri hluti Ottómanaveldisins að nafninu til.

Algeirsborg
Algeirsborg er staðsett í Alsír
Algeirsborg

36°46′N 3°3′A / 36.767°N 3.050°A / 36.767; 3.050

Land Alsír
Íbúafjöldi 3.415.811
Flatarmál 273 km²
Póstnúmer 16000-16132
Algeirsborg
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.