Víetnam

ríki í Suðaustur-Asíu

Víetnam er land í Suðaustur-Asíu með landamæri að Alþýðulýðveldinu Kína í norður, Laos í norðvestur og Kambódíu í suðvestur, og strandlengju að Suður-Kínahafi. Íbúar landsins eru 93 milljónir (2014), og er það 13. fjölmennasta ríki heims.

Víetnam
Cộng hòa Xã hội chủ nghĩa Việt Nam
Fáni Víetnam Skjaldarmerki Víetnam
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Độc lập, tự do, hạnh phúc

(víetnamska: Sjálfstæði, frelsi, hamingja)

Þjóðsöngur:
Tiến Quân Ca
Staðsetning Víetnam
Höfuðborg Hanoí
Opinbert tungumál víetnamska
Stjórnarfar kommúnískt flokksræði

Forseti Nguyễn Phú Trọng
Forsætisráðherra Nguyễn Xuân Phúc
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
65. sæti
331.210 km²
1,3
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
13. sæti
93.421.835
282/km²
VLF (KMJ) áætl. 2005
 - Samtals 231.600 millj. dala (39. sæti)
 - Á mann 2.782 dalir (131. sæti)
Gjaldmiðill dong(VND)
Tímabelti UTC+7
Þjóðarlén .vn
Landsnúmer 84

SjávarútvegurBreyta

Hlutfall sjávarútvegs af vergri landsframleiðslu Víetnams árið 2005 var 4%. Árið 2002 var framleiðsla sjávarútvegsins um 1,4 milljón tonn til manneldis en 1 milljón tonn í fóðurframleiðslu o.fl. Framleiðsla alls var hins vegar komin upp í 3,5 milljónir tonna árið 2006.

Strandlengja Víetnams er 3260 km og skiptist veiðisvæðið í fjóra aðalhluta; við Tonkinflóa (ásamt Kína), Mið-Víetnam, Suðaustur-Víetnam og við Suðvestur-Víetnam (ásamt Kambódíu og Taílandi) sem er hluti af Taílandsflóa. Á þessu svæði eru yfir 80 hafnir sem hafa burði til að taka við vélknúnum bátum sem voru 81 þúsund árið 2003. Þær eru hins vegar misstórar og ekki allar eru fullbúnar fyrir þróaðan sjávarútveg og lendir mikill hluti aflans í staðbundnum bæjar- og þorpsmörkuðum á verulega gamaldags hátt. Vinnslustöðvar rísa þó hratt við hafnirnar og ísunaraðferðum fleygir áfram á vissum stöðum.

Veiðar alveg við ströndina eru mjög mikilvægar fyrir fátækari hlið sjávarútvegsins. Um 30 þúsund óvélknúnir bátar og kanóar starfa þar og um 45 þúsund litlir vélknúnir, en enginn notast við höfn heldur er unnið beint af ströndinni. Helstu veiðarfæri eru net, lína og gildrur.

Floti Víetnam þegar veitt er á grunnsævi aðeins lengra frá ströndum þess samanstendur af um 20 þúsund vélknúnum bátum sem eru nánast allir úr viði. Mest eða um 30% er veitt í botnvörpur, 26% í nætur og 18% í net. Mikilvægustu tegundir Víetnams eru rækja, túnfiskur, smokkfiskur, karfi, skelfiskur og litlar uppsjávartegundir.

Fiskeldi/vatnarækt í Víetnam er einnig mikilvægur hluti fiskframleiðslunnar og eru mikilvægar tegundir meðal annars steinbítstegundir, rækjur/risa rækjur, humar, krabbi, karfi og tilapia. Innanlandsveiðar utan eldis reka svo lestina en ferskvatnsveiðar voru mikilvægar fyrir efnahag landsins áður fyrr. Ofnýting hafði slæm áhrif á þann iðnað, þó að Mekong áin sé ennþá mikilvægur hluti af fiskframleiðslu í Víetnam.

TilvísanirBreyta


TenglarBreyta

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.