Eistland

Land í Norður-Evrópu

Eistland, Lýðveldið Eistland eða Eesti Vabariik (eistneska: Eesti) er land í Norður-Evrópu við Eystrasalt og Kirjálabotn. Það á landamæri að Rússlandi í austri og Lettlandi í suðri en norðan við Kirjálabotn er Finnland. Það er eitt Eystrasaltslandanna, en hin eru Lettland og Litháen

Lýðveldið Eistland
Eesti Vabariik
Fáni Eistlands Skjaldarmerki Eistlands
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Mu isamaa, mu õnn ja rõõm
Staðsetning Eistlands
Höfuðborg Tallinn
Opinbert tungumál eistneska
Stjórnarfar Þingræði

Forseti Alar Karis
Forsætisráðherra Kaja Kallas
Sjálfstæði frá Þýskalandi, Rússlandi og Sovétríkjunum
 - Yfirlýst 24. febrúar 1918 
 - Viðurkennt 2. febrúar 1920 
 - Hertekið af SSSR 16. júní 1940 
 - Enduryfirlýst 20. ágúst 1991 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
129. sæti
45.339 km²
5,16
Mannfjöldi
 - Samtals (2022)
 - Þéttleiki byggðar
152. sæti
1.331.796
30,6/km²
VLF (KMJ) áætl. 2022
 - Samtals 59.557 millj. dala (114. sæti)
 - Á mann 44.778 dalir (39. sæti)
VÞL (2021) Decrease2.svg 0.892 (31. sæti)
Gjaldmiðill evra
Tímabelti UTC+2) (+3 á sumrin)
Þjóðarlén .ee
Landsnúmer +372

Í Eistlandi er þingræði. Landinu er skipt í fimmtán sýslur, þar sem höfuðborgin og stærsta borgin er Tallinn. Í Eistlandi búa 1,3 milljónir manna. Landið er eitt hið fámennasta innan Evrópusambandsins, NATO og Schengen-svæðisins. Opinbera tungumálið, eistneska, er finnsk-úgrískt tungumál sem er náskylt finnsku og samísku.

Landið er iðnríki með öflugt hagkerfi. Það er aðili að OECD. Það er ofarlega á lista yfir lönd eftir vísitölu um þróun lífsgæða og efnahagslegt frelsi, lýðfrelsi, menntun og frelsi fjölmiðla mælist þar hátt (í þriðja sæti árið 2012).

SagaBreyta

Eistland hefur verið byggt finnsk-úgrískum þjóðflokkum síðan á forsögulegum tíma. Kristni kom í landið með þýskum riddurum og Dönum sem höfðu lagt það undir sig 1227. Erlend ríki sem stjórnað hafa Eistlandi í gegnum söguna eru Danmörk, Svíþjóð, Pólland og Rússland/Sovétríkin.

Eftir hrun Rússneska keisaradæmisins vegna Októberbyltingarinnar lýsti Eistland yfir sjálfstæði sínu þann 24. febrúar 1918. Sovétríkin innlimuðu svo landið með valdi í júní 1940 og var það eitt af lýðveldum Sovétríkjanna til 20. ágúst 1991 er þau liðu undir lok og Eistland lýsti yfir sjálfstæði sínu á ný. Þjóðhátíðardagur Eistlendinga er 24. febrúar.

Rússneskur her var í landinu allt til 1994 en síðan þá hefur Eistland nýtt sér nýfengið frelsi til að mynda efnahagsleg og stjórnmálaleg tengsl við vestræn ríki. Eistland fékk inngöngu í Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið árið 2004.

StjórnmálBreyta

Eistland er stjórnarskrárbundið lýðræðisríki. Þingið kýs forseta landsins á 5 ára fresti. Ríkisstjórnin er handhafi framkvæmdavaldsins og hana mynda forsætisráðherra og 14 aðrir ráðherrar sem forsetinn setur í embætti eftir að þingið hefur samþykkt þá.

Löggjafarvald liggur hjá þinginu sem starfar í einni deild og er kallað Riigikogu. Þingmenn eru 101 og kjörtímabil þingsins er 4 ár. Hæstiréttur landsins er handhafi dómsvalds og eru dómarar 17. Þingið velur forseta hæstaréttar og í kjölfarið skipar forseti hann í embættið ævilangt.

SýsluskipanBreyta

 
Sýsluskipan í Eistlandi

Eistlandi er skipt í fimmtán sýslur: