Suður-Kórea

land í Austur-Asíu

Suður-Kórea eða Lýðveldið Kórea er land í Austur-Asíu. Það nær yfir syðri hluta Kóreuskaga og á landamæri að Norður-Kóreu nálægt 38. breiddargráðu. Landhelgi Suður-Kóreu kemur saman við landhelgi Kína og Japan. Kórea var eitt ríki til ársins 1948 þegar landinu var skipt í Kóreustríðinu. Nafnið Kórea er dregið af heiti ríkisins Goryeo sem stóð á skaganum á miðöldum. Landið er fjalllent og liggur í nyrðra tempraða beltinu. Íbúar eru um 52 milljónir. Höfuðborgin og stærsta borg Suður-Kóreu er Seúl með um 10 milljón íbúa.

Lýðveldið Kórea
대한민국
大韓民國
Daehan Minguk
Fáni Suður-Kóreu Skjaldarmerki Suður-Kóreu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
널리 인간세계을 이롭게 하라 (홍익인간)
Þjóðsöngur:
Aegukga
Staðsetning Suður-Kóreu
Höfuðborg Seúl
Opinbert tungumál kóreska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Yoon Suk-yeol (vikið úr starfi)
Han Duck-soo (starfandi)
Forsætisráðherra Han Duck-soo
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
109. sæti
100.032 km²
0,3
Mannfjöldi
 • Samtals (2021)
 • Þéttleiki byggðar
26. sæti
51.750.000
505/km²
VLF (KMJ) áætl. 2014
 • Samtals 1.755 millj. dala (12. sæti)
 • Á mann 34.777 dalir (26. sæti)
Gjaldmiðill suðurkóreskt vonn
Tímabelti UTC+9
Þjóðarlén .kr
Landsnúmer +82

Fornleifafundir benda til þess að Kóreuskaginn hafi verið byggður frá árfornsteinöld sem nær frá því fyrir 2,6 milljónum ára til 300 þúsund ára, en saga Kóreu hefst með ríkinu Gojoseon sem samkvæmt arfsögn var stofnað af Dangun árið 2333 f.Kr. Á fyrsta árþúsundinu e.Kr. voru þrjú konungsríki í Kóreu (Goguryeo, Baekje og Silla) en þau voru sameinuð árið 668. Eftir það tók við Goryeo-tímabilið og Jóseontímabilið sem stóð til 1910. Það ár lagði Japanska keisaradæmið Kóreuskagann undir sig. Eftir Síðari heimsstyrjöld skiptist skaginn í hernámssvæði Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Lýðveldið Kórea, eða Suður-Kórea, var stofnað í suðurhlutanum í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1948. Sovétmenn stóðu þá fyrir stofnun Alþýðulýðveldisins Kóreu í norðurhlutanum undir stjórn Kim Il Sung. Árið 1950 gerði Norður-Kórea innrás í Suður-Kóreu til að sameina ríkið á ný sem leiddi til Kóreustríðsins. Stríðið stóð í þrjú ár og lyktaði með vopnahléi og stofnun hlutlauss svæðis milli ríkjanna við 38. breiddargráðu. Í Suður-Kóreu ríktu herforingjastjórnir og einræðisherrar á borð við Syngman Rhee, Park Chung-hee og Chun Doo-hwan en árið 1987 hófust lýðræðisumbætur.

Efnahagur Suður-Kóreu óx hratt á 8. og 9. áratugnum en landið fór illa út úr fjármálakreppunni í Asíu 1997. Eftir það hefur vöxtur verið hægari en þó með því mesta sem gerist í heiminum. Suður-Kórea er einn af Asíutígrunum fjórum, ásamt Tævan, Singapúr og Hong Kong. Suður-Kórea er hátekjuland sem byggir auð sinn á iðnframleiðslu á sviði hátækni og samgöngutækja. Nokkrar stórar fyrirtækjasamsteypur á borð við Samsung, Hyundai og LG eru ríkjandi í iðnaðarframleiðslu til útflutnings.

Stjórnsýsluskipting

breyta

Helstu stjórnsýslueiningar Suður-Kóreu eru héruð, borgir (með borgarstjórn sem er óháð héraðsstjórn), ein sérstök borg og ein sérstök sjálfstjórnarborg.

Kort Nafn hangúl hanja íbúafjöldi
Sérstök borg (Teugbyeolsi)a
Seúl 서울특별시 서울特別市 10.143.645
Borgir (Gwangyeogsi)
Busan 부산광역시 釜山廣域市 3.527.635
Daegu 대구광역시 大邱廣域市 2.501.588
Incheon 인천광역시 仁川廣域市 2.879.782
Gwangju 광주광역시 光州廣域市 1.472.910
Daejeon 대전광역시 大田廣域市 1.532.811
Ulsan 울산광역시 蔚山廣域市 1.156.480
Sérstök sjálfstjórnarborg (Teugbyeol-jachisi)
Sejong 세종특별자치시 世宗特別自治市 122.153
Héruð (Do)
Gyeonggi 경기도 京畿道 12.234.630
Gangwon 강원도 江原道 1.542.263
Norður-Chungcheong 충청북도 忠淸北道 1.572.732
Suður-Chungcheong 충청남도 忠淸南道 2.047.631
Norður-Jeolla 전라북도 全羅北道 1.872.965
Suður-Jeolla 전라남도 全羅南道 1.907.172
Norður-Gyeongsang 경상북도 慶尙北道 2.699.440
Suður-Gyeongsang 경상남도 慶尙南道 3.333.820
Sérstakt sjálfstjórnarhérað (Teugbyeoljachi-do)
Jeju 제주특별자치도 濟州特別自治道 593.806

Efnahagslíf

breyta
 
Skýringarmynd sem sýnir helstu útflutningsgreinar Suður-Kóreu.
 
Lotte World Tower í Seúl er hæsta bygging Suður-Kóreu og sú 5. hæsta í heimi.

Í Suður-Kóreu er blandað hagkerfi sem telst vera það 11. stærsta í heimi að nafnvirði og það 13. stærsta með kaupmáttarjöfnuði. Suður-Kórea er þannig eitt af 20 stærstu iðnrikjum heims. Landið er þróað hátekjuland og iðnvæddast allra aðildarríkja OECD. Suðurkóresk hátæknifyrirtæki eins og LG Electronics og Samsung eru þekkt um allan heim.

Fjárfesting í menntakerfi landsins umbreytti því úr vanþróuðu ríki þar sem flestir íbúar voru ólæsir í alþjóðlegt hátækniríki. Hagkerfi landsins nýtur þess að búa yfir hámenntuðu verkafólki en Suður-Kórea er eitt af þeim löndum heims þar sem hæst hlutfall íbúa er með háskólagráðu. Frá því snemma á 7. áratugnum fram á 10. áratuginn var hagkerfi Suður-Kóreu í hvað örustum vexti hagkerfa heimsins. Landið er eitt af Asíutígrunum fjórum ásamt Singapúr, Hong Kong og Taívan. Íbúar Suður-Kóreu tala um þetta sem kraftaverkið við Hanfljót. Efnahagslíf Suður-Kóreu er mjög háð alþjóðaverslun og árið 2014 var landið í 5. sæti yfir mestu útflutningslönd heims og 7. sæti yfir mestu innflutningslönd.

Þrátt fyrir vaxtartækifæri og stöðugleika hefur landið mátt þola lækkanir á lánshæfismati vegna herskárra yfirlýsinga nágrannaríkisins í norðri. Hætta á átökum hefur neikvæð áhrif á fjármálamarkaði Suður-Kóreu. Suður-Kórea varð fyrir áfalli í Asíukreppunni á 10. áratug 20. aldar, en náði sér fljótt á strik aftur og hefur þrefaldað landsframleiðslu sína síðan. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hrósað landinu fyrir seiglu og nefnir lágar opinberar skuldir og ónýtta skattstofna sem hægt er að grípa til í neyð.

Suður-Kórea var eitt af fáum þróuðum löndum sem tókst að komast hjá verstu áhrifum Alþjóðlegu fjármálakreppunnar 2007-2008. Hagvöxtur var 6,2% árið 2010, það mesta í átta ár, en árið 2002 náði hagvöxtur í landinu 7,2%. Áður hafði hagvöxtur fallið niður í 2,3% árið 2008 og 0,2% árið 2009 vegna fjármálakreppunnar. Atvinnuleysi var líka lítið eða mest 3,6% árið 2009.

Suður-Kórea varð aðili að OECD árið 1996.

Eftirtalin suðurkóresk fyrirtæki eru á listanum Fortune Global 500:

Sæti[1] Heiti Höfuðstöðvar Tekjur
(M. $)
Hagnaður
(M. $)
Eignir
(M. $)
1. Samsung Electronics Suwon 173.957 19.316 217.104
2. Hyundai Motor Seúl 80.701 4.659 148.092
3. SK Holdings Seúl 72.579 659 85,332
4. Korea Electric Power Naju 51.500 6.074 147.265
5. LG Electronics Seúl 47.712 66 31.348
6. POSCO Pohang 45.621 1.167 66.361
7. Kia Motors Seúl 45.425 2.373 42.141
8. Hanwha Seúl 40.606 423 128.247
9. Hyundai Heavy Industries Ulsan 33.881 469 40.783
10. Hyundai Mobis Seúl 32.972 2.617 34.541
11. Samsung Life Insurance Seúl 26.222 1.770 219.157
12. Lotte Shopping Seúl 25.444 144 34.710
13. Samsung C&T Seúl 24.217 92 36.816
14. LG Display Seúl 22.840 781 20.606
15. GS Caltex Seúl 22.207 1.221 15.969


Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Samsung Electronics“.
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.