Undirmálslán
Undirmálslán voru veitt einstaklingum í Bandaríkjunum sem höfðu slæmt lánstraust. Lán þessi báru hærri vexti en venjuleg lán og vextir voru breytilegir. Bankarnir réttlættu háa vexti lánanna vegna þeirrar ástæðu að þeir væru að taka mikla áhættu með að lána fólki með slæmt lánstraust.[1]
Undirmálslán í víðara samhengi
breytaUndirmálslán voru lán til einstaklinga, sem ekki er víst að hafi verið borgunarmenn fyrir þeim, og sem áttu takmarkaðar eignir sem þjónað gátu sem tryggingar. Þetta gerði lánastofnunum í Bandaríkjunum kleift að krefjast hærri vaxta. Lánveitendur komu sér svo undan ábyrgð með því að selja umrædd lán til fjárfestingarbanka sem settu þau saman í svokallaða skuldavafninga sem voru tryggðir gegn greiðslutapi og seldir fjárfestum. Til að skýra þetta á mannamáli þá eru undirmálslán, lán sem voru veitt einstaklingum í Bandaríkjunum fyrir húsnæði. Lánin voru frábrugðin venjulegum lánum, það er að segja þeim lánum sem við þekkjum á Íslandi, að því leyti að einstaklingarnir þurftu ekki að sýna fram á neina sönnun þess að þeir gætu staðið við afborganir. Á Íslandi fer til dæmis fram greiðslumat til að meta hversu mikið við fáum lánað. Einstaklingar gátu því sagst vera með tíu milljónir í árstekjur en voru kannski bara með eina milljón. Síðan voru lánin líka með lægri vöxtum fyrstu eitt eða tvö árin en hækkuðu svo umtalsvert. Vandamálið sem hófst með undirmálslánabólunni var þegar vextir hækkuðu á lánunum á sama tíma og húsnæðisverð fór að lækka hratt. Margir einstaklingar voru klárlega ekki í stakk búnir að borga það og því fór sem fór. Þess má geta að húsnæðismarkaðurinn í Bandaríkjunum er 20 trilljónir dollarar. (20 Trilljón = 20.000 milljarðar) Það má síðan margfalda þetta með 100 til að fá út hversu há upphæðin er í íslenskum krónum.
Sögulegt samhengi
breytaEftir Kreppuna miklu (Kreppan mikla) árið 1929 settti Franklin D. Roosevelt af stað New Deal til þess að endurreisa efnahaginn. Stjórnvöld settu á fót stofnunina Fannie Mae (The Federal National Mortgage Association) til þess að láta litlum svæðisbundnum bönkum í té fjármagn til þess að lána út til íbúðarkaupa. Með þessu vildu stjórnvöld auka fasteignareign hins venjulega borgara og geri þeim kleift að eiga sitt eigið húsnæði. Á eftir Fannie Mae kom Freddie Mac (The Federal Home Loan Mortgage Corporation). Bæði félögin voru studd af stjórnvöldum og búin til með það að leiðarljósi að kaupa húsnæðislán á eftirlánamarkaði (Secondary market). Svæðisbundir bankar sem voru flestir af gerðinni Sparnaður & Lán (Savings and loan association) lánuðu fólki fé til þess að festa kaup á íbúðarhúsnæði og vegna þess að bankinn var að lána af sínu eigin fé þá þurfti bankinn að fá fé sitt aftur. Bankinn lánaði því aðilum sem hann taldi að gætu staðið undir slíkum lánum. Á þessum árum var regluverk í kringum bandarísk bankakerfi þónokkuð vegna Glass-Steagall Act frá árinu 1933. Frá forsteatíð Ronalds Reagan dró aftur á móti smátt og smátt úr öllu regluverki í kringum bankastarfssemi. Þegar líða tók að aldamótum var regluverk í kringum bandarísk bankakerfi lítið, árið 1999 tók Gramm–Leach–Bliley Act við hlutverki hins fyrrnefnda Glass-Steagall Act og regluverk í kringum bankastofnanir var nær horfið.[2]
Fjármálakreppan
breytaBandarísk undirmálslán settu af stað atburði sem leiddu til fjármálakreppunnar og síðar samdráttar sem hófst árið 2008. Það einkenndist af auknum vanskilum og svipting veðþola á rétti til eignar sinnar vegna vanefnda á veðskuld, það að ganga að veði. Það síðar leiddi til falls á hlutabréfamörkuðum og lánalínur lokuðust. Nokkur helstu fjármálafyrirtæki voru að hruni komin í september 2008, með verulega röskun á streymi af lánsfé til fyrirtækja og neytenda og upphafs á alvarlegum alþjóðlegum samdrætti. Það voru þó margar ástæður fyrir kreppunni sem myndaðist í kjölfarið. Sérfræðingar hafa deilt sökinni milli lánastofnana, eftirlitsstofnana, matsfyrirtækja, ríkisstjórnar og neytenda, meðal annarra. Meðal annars var ein orsök, hækkun á undirmálslánum. Erlend fjármálaleg skilyrði versnuðu til muna vegna umhleypinga á erlendum fjármála- og peningamörkuðum. Óróinn sem einkenndi alþjóðafjármálamarkaði um þær mundir átti sér að nokkru leyti rætur í vaxandi vanskilum á bandarískum húsnæðislánamarkaði, þótt upphaf vandans eigi sér dýpri rætur í efnahagsstefnu helstu ríkja heims og ójafnvægi í heimsbúskapnum. Um mitt ár 2005 tók að gæta aukinna vanskila í Bandaríkjunum sem í fyrstu voru einskorðuð við ákveðinn flokk húsnæðislána, þessi umtöluðu undirmálslán, sem veitt voru húsnæðiskaup endum með rýrt lánshæfi. Lækkun húsnæðisverðs og hækkandi greiðslu byrði lántakenda, einkum vegna endurskoðunarákvæða á vaxtaálagi sem voru algeng á þessum tegundum lána, leiddi til þess að vandinn stigmagnaðist. Stigvaxandi vanskil leiddu til þess að markaðsverð skuldabréfavafninga sem tengdust undirmálslánum tók að falla og dró úr seljanleika þeirra.[3]
Tilvísanir
breyta- ↑ í Financial Dictionary. Skoðað 16. mars 2013.
- ↑ í Random History Geymt 13 apríl 2013 í Wayback Machine. Skoðað 16. mars 2013.
- ↑ [1] í Knowlegde. Skoðað 13. mars 2013.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Subprime Lending“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. apríl 2013.