Björn Th. Björnsson

íslenskur listfræðingur og rithöfundur (1922-2007)

Björn Th. (Theodor) Björnsson (3. september 192225. ágúst 2007) var íslenskur listfræðingur og rithöfundur. Hann hefur skrifað bækur um íslenska listasögu og sögulegar skáldsögur.

Björn fæddist í Reykjavík, foreldrar hans voru Baldvin Björnsson gullsmiður og Martha Clara Björnsson, fædd Bemme, húsmóðir. Björn útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1943 en þar gegndi hann embætti forseta Framtíðarinnar, nemendafélags MR, árið 1941[1]. Því næst nam hann listasögu við Edinborgarháskóla 1943-44, var í háskóla í London 1944-46 og svo Kaupmannahafnarháskóla 1946-49.

Að námi loknu kenndi Björn við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Kennaraskólann og Háskóla Íslands. Hann starfaði að undirbúningi að stofnun Ríkissjónvarpsins á árunum 1958-1964 og að þáttagerð eftir stofnun þess. Hann ritstýrði tímaritinu Birtingi á tímabilinu 1958-1963. Virkisvetur, fyrsta skáldsaga Björns, hlaut fyrstu verðlaun í skáldsögusamkeppni Menntamálaráðs árið 1959.

Ritverk

breyta

Skáldsögur

Leikrit:

Annað:


Fyrirrennari:
Viggó Maack
Forseti Framtíðarinnar
(19411941)
Eftirmaður:
Skúli Guðmundsson


Tilvísanir

breyta
  1. „Forsetar Framtíðarinnar frá 1883“. Menntaskólinn í Reykjavík.

Tenglar

breyta